Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig ganga reikistjörnur um sólir í tvístirna sólkerfum?

Guðlaugur Jóhannesson

Tvístirni samanstendur af tveimur sólstjörnum sem snúast um sameiginlega massamiðju sína. Mögulegar brautir reikistjarna í tvístirnum fer mikið eftir fjarlægðinni á milli sólstjarnanna sem getur verið allt frá því að vera minni en braut jarðar um sólu upp í mörg hundruð sinnum sú fjarlægð.

Tvær tegundir af brautum reikistjarna eru mögulegar um sólstjörnurnar. S-brautir liggja umhverfis einungis aðra stjörnuna á meðan P-brautir liggja umhverfis báðar stjörnurnar í tvístirninu. Það fer mikið eftir fjarlægð milli sólstjarnanna hvor brautin er líklegri. Ef fjarlægðin er stutt eru P-brautir líklegri en S-brautir ef hún er löng.

Tvær tegundir af brautum reikistjarna eru mögulegar um sólstjörnurnar. S-brautir liggja umhverfis einungis aðra stjörnuna á meðan P-brautir liggja umhverfis báðar stjörnurnar í tvístirninu.

Almennt er talið að S-brautir séu ekki stöðugar ef brautarradíus er lengri en sem nemur einum fimmta af minnstu fjarlægð milli sólstjarnanna. Til að reikistjarna geti verið á S-braut í lífbelti stjörnu svipaðri sólinni okkar þarf fjarlægðin milli stjarnanna í tvístirninu því að vera meiri en fimmföld fjarlægð jarðar til sólar. Í slíku tvístirni væru mörk dags og nætur mjög ólík því sem gerist á jörðinni þar sem staðsetning ytri stjörnunnar á himninum væri mjög svipuð staðsetningu Júpíters á okkar himni.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Guðlaugur Jóhannesson

fræðimaður í stjarneðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.10.2017

Spyrjandi

Snæbjörn Gauti Snæbjörnsson

Tilvísun

Guðlaugur Jóhannesson. „Hvernig ganga reikistjörnur um sólir í tvístirna sólkerfum?“ Vísindavefurinn, 6. október 2017, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22239.

Guðlaugur Jóhannesson. (2017, 6. október). Hvernig ganga reikistjörnur um sólir í tvístirna sólkerfum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22239

Guðlaugur Jóhannesson. „Hvernig ganga reikistjörnur um sólir í tvístirna sólkerfum?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2017. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22239>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig ganga reikistjörnur um sólir í tvístirna sólkerfum?
Tvístirni samanstendur af tveimur sólstjörnum sem snúast um sameiginlega massamiðju sína. Mögulegar brautir reikistjarna í tvístirnum fer mikið eftir fjarlægðinni á milli sólstjarnanna sem getur verið allt frá því að vera minni en braut jarðar um sólu upp í mörg hundruð sinnum sú fjarlægð.

Tvær tegundir af brautum reikistjarna eru mögulegar um sólstjörnurnar. S-brautir liggja umhverfis einungis aðra stjörnuna á meðan P-brautir liggja umhverfis báðar stjörnurnar í tvístirninu. Það fer mikið eftir fjarlægð milli sólstjarnanna hvor brautin er líklegri. Ef fjarlægðin er stutt eru P-brautir líklegri en S-brautir ef hún er löng.

Tvær tegundir af brautum reikistjarna eru mögulegar um sólstjörnurnar. S-brautir liggja umhverfis einungis aðra stjörnuna á meðan P-brautir liggja umhverfis báðar stjörnurnar í tvístirninu.

Almennt er talið að S-brautir séu ekki stöðugar ef brautarradíus er lengri en sem nemur einum fimmta af minnstu fjarlægð milli sólstjarnanna. Til að reikistjarna geti verið á S-braut í lífbelti stjörnu svipaðri sólinni okkar þarf fjarlægðin milli stjarnanna í tvístirninu því að vera meiri en fimmföld fjarlægð jarðar til sólar. Í slíku tvístirni væru mörk dags og nætur mjög ólík því sem gerist á jörðinni þar sem staðsetning ytri stjörnunnar á himninum væri mjög svipuð staðsetningu Júpíters á okkar himni.

Heimildir:

Mynd:

...