Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve mörg augu hafa kóngulær?

Gaukur Karlsson, Guðmundur Björn Kristinsson, Þorsteinn Ívar Albertsson og NHH

Þó kóngulær eigi það sameiginlegt að hafa átta fætur þá er ekki eins farið með augun. Flestar þeirra hafa þó einmitt átta augu. Allar kóngulóategundir eiga það sameiginlegt að augu þeirra koma í pörum en í sumum tilfellum er eitt parið betur þróað en hin pörin eða hitt parið.

Þó algengast sé að kónguló hafi átta augu þá hafa sumar þeirra sex, sumar fjögur á meðan aðrar hafa tvö augu. Þar að auki hafa sumar hellakóngulær ekki einu sinni augu en kóngulær reiða sig oft frekar á önnur skynfæri. Sumar tegundir, til dæmis úlfakóngulær og stökkkóngulær, hafa mjög góða sjón en augnapörin eru þó misgóð. Til að mynda getur aðalaugnaparið séð í lit hjá stökkkóngulóm.

Stökkkónguló (e. Jumping spider) í góðu gamni.

Um 44.000 tegundir kóngulóa eru þekktar í heiminum en þær skiptast í 109 ættir. Á Íslandi eru rúmlega 80 tegundir kóngulóa. Staðsetning augnanna sem og fjöldi þeirra eru notuð til flokkunar á kóngulóategundum en hvernig flokka eigi ættir og tegundir kóngulóa er þó nokkuð umdeilt mál í vísindasamfélaginu.

Flestar kóngulær sem halda sig í vefjum, blómum eða hafa einhvers konar festu til að reiða sig á sjá illa og treysta ekki á sjónina til að veiða. Hins vegar eru þær eru mjög næmar fyrir titringi; þegar flugur eða önnur skordýr festast í vefnum þeirra skynja þær titringinn og hlaupa að bráðinni. Svona vinnur til dæmis krosskóngulóin sem er afar algeng kónguló á Íslandi. Ef maður potar laust í vefinn til dæmis með grasi eða strái hleypur hún að því vegna þess að hún heldur að um bráð sé að ræða.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

10.7.2013

Spyrjandi

Vignir Hlöðversson, Þórunn Guðmundsdóttir, f. 2002

Tilvísun

Gaukur Karlsson, Guðmundur Björn Kristinsson, Þorsteinn Ívar Albertsson og NHH. „Hve mörg augu hafa kóngulær?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65303.

Gaukur Karlsson, Guðmundur Björn Kristinsson, Þorsteinn Ívar Albertsson og NHH. (2013, 10. júlí). Hve mörg augu hafa kóngulær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65303

Gaukur Karlsson, Guðmundur Björn Kristinsson, Þorsteinn Ívar Albertsson og NHH. „Hve mörg augu hafa kóngulær?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65303>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve mörg augu hafa kóngulær?
Þó kóngulær eigi það sameiginlegt að hafa átta fætur þá er ekki eins farið með augun. Flestar þeirra hafa þó einmitt átta augu. Allar kóngulóategundir eiga það sameiginlegt að augu þeirra koma í pörum en í sumum tilfellum er eitt parið betur þróað en hin pörin eða hitt parið.

Þó algengast sé að kónguló hafi átta augu þá hafa sumar þeirra sex, sumar fjögur á meðan aðrar hafa tvö augu. Þar að auki hafa sumar hellakóngulær ekki einu sinni augu en kóngulær reiða sig oft frekar á önnur skynfæri. Sumar tegundir, til dæmis úlfakóngulær og stökkkóngulær, hafa mjög góða sjón en augnapörin eru þó misgóð. Til að mynda getur aðalaugnaparið séð í lit hjá stökkkóngulóm.

Stökkkónguló (e. Jumping spider) í góðu gamni.

Um 44.000 tegundir kóngulóa eru þekktar í heiminum en þær skiptast í 109 ættir. Á Íslandi eru rúmlega 80 tegundir kóngulóa. Staðsetning augnanna sem og fjöldi þeirra eru notuð til flokkunar á kóngulóategundum en hvernig flokka eigi ættir og tegundir kóngulóa er þó nokkuð umdeilt mál í vísindasamfélaginu.

Flestar kóngulær sem halda sig í vefjum, blómum eða hafa einhvers konar festu til að reiða sig á sjá illa og treysta ekki á sjónina til að veiða. Hins vegar eru þær eru mjög næmar fyrir titringi; þegar flugur eða önnur skordýr festast í vefnum þeirra skynja þær titringinn og hlaupa að bráðinni. Svona vinnur til dæmis krosskóngulóin sem er afar algeng kónguló á Íslandi. Ef maður potar laust í vefinn til dæmis með grasi eða strái hleypur hún að því vegna þess að hún heldur að um bráð sé að ræða.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013....