Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 96 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær fólk mjólkurofnæmi (óþol)?

Rétt er að byrja á því að benda á að mjólkurofnæmi og mjólkuróþol er ekki sami hluturinn. Mjólkurofnæmi er þegar um staðfest ofnæmi gegn mjólk er að ræða. Þeir sem hafa mjólkurofnæmi gætu sumir verið í lífshættu við það að fá mjólk. Mjólkuróþol er hins vegar samheiti fyrir nokkra þætti eins og mjólkursykuróþol, m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu stór eru nýfædd afkvæmi beinhákarla?

Upprunalega spurningin var: Hver er þyngd og lengd afkvæmis beinhákarls? Beinhákarlar (Cetorhinus maximus) eru stærstu fiskar sem finnast hér við land. Fullorðnir beinhákarlar verða mest um 10 m á lengd en sagnir eru um stærri skepnur, allt að 15 metrar að lengd en það eru óstaðfest tilvik. Algengasta stær...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er merkilegt við Amasonfljótið, regnskóginn þar og allt dýralífið?

Amasonfljót er vatnsmesta fljót í heimi og það næstlengsta, á eftir Níl. Vatnsmagnið sem fellur til sjávar í Amasonfljótinu er meira en fellur til sjávar samanlagt í Níl, Mississippi- og Yangtze-fljóti en Mississippi-fljót er það þriðja lengsta í heiminum og Yangtze-fljót það fjórða lengsta. Fljótið rennur að mest...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sofa rottur á nóttinni eða yfir daginn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sofa rottur á næturnar eða daginn. Ég þarf að fylla í rottuholu utandyra og vill ekki eiga á hættu að loka rottuna inni undir húsinu. Það er misjafnt hvenær sólahringsins dýr eru virkust. Sum athafna sig helst á nóttunni (e. nocturnal), önnur á daginn (e. diurnal) og svo eru þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig voru loðfílar?

Loðfílar kallast hópur útdauðra fíla af ættkvísl sem nefnist Mammuthus. Leifar þessara stórvöxnu spendýra hafa fundist í jarðlögum allra meginlandanna nema í Ástralíu og Suður-Ameríku. Leifarnar hafa einungis fundist í jarðlögum frá Pleistósen-tímabilinu sem nær yfir tímann frá því fyrir 1,6 miljónum ára fram að l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir?

Elgurinn (Alces alces) er stærsta tegund hjartarættarinnar (Cervidae). Elgir eru háfættir og hálsstuttir, um 1,5-2,0 metrar á hæð yfir herðakamb og vega oftast í kringum 850 kg. Helsta einkenni þeirra eru mikil og sérstæð horn en það eru aðeins tarfarnir sem skarta þeim. Elgir hafast við í skóglendi á norðlægum sl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um trúðfiska?

Alls eru þekktar um 25 tegundir innan ættkvíslarinnar Amphiprion eða trúðfiska og finnast langflestar þeirra í hitabeltissjó. Hinn eiginlegi trúðfiskur (Amphiprion percula), sem stundum nefnist einnig anemónufiskur, er appelsínugulur með þrjár breiðar hvítar rendur. Hann er frekar smár og verður vart meira en 8...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað var Moby Dick stór?

BÚRHVALIR Samkvæmt skáldsögu Herman Melville, Moby Dick (1851) var Moby Dick búrhvalur. Búrhvalir eru meðal stærstu spendýra sem þekkjast á jörðinni. Þeir flokkast sem tannhvalir (odontocete). Búrhvalir eru bæði ólíkir öllum öðrum hvalategundum í útliti og hegðun. Þeir lifa dýpst allra hvala og geta kafað dýpra...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?

Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Oft heyrist alhæft að hvalir éti mikið af fiski, sem sjómenn ella gætu veitt. Skíðishvalir, svo sem langreyður, steypireyður og fleiri, sía plöntu- og dýraörverur úr sjónum, svokallað svif, og virðast því skíðishvalir hafðir fyrir rangri sök. Hvaða tannhvalategundir eru hér ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fiskar eru barrakúðar?

Barrakúðar eru fiskar af ættbálki borra (Perciformes) og tilheyra ættinni Sphyraenidae. Alls eru tegundir barrakúða um 18 og teljast þær allar til Sphyraena-ættkvíslarinnar. Kunnasta tegundin er líklega stóri barrakúði (Sphyraena barracuda), en aðrar tegundir eru til dæmis:miðjarðarhafs-barrakúðinn (Sphyraena sphy...

category-iconStjórnmálafræði

Hvernig er stjórnkerfinu og hagkerfinu háttað í fríríkinu Kristjaníu?

Kristjanía í Kaupmannahöfn er hluti af danska ríkinu og íbúar hennar lúta því dönskum lögum eins og aðrir þegnar Danmerkur. Kristjanía hefur samt nokkra sérstöðu og í framkvæmd hefur dönskum lögum á sumum sviðum verið beitt með öðrum hætti þar en annars staðar. Þetta á aðallega við um fíkniefnalöggjöfina og að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Skýrir snúningur jarðar það að aðdráttarafl jarðar er eða virðist minna við miðbaug þar sem miðflóttaaflið er mest?

Þyngdarkraftur frá jörð, til dæmis á pendúl, mælist yfirleitt minni við miðbaug en annars staðar á jörðinni. Til þess liggja tvær ástæður og áhrif þeirra leggjast saman. -- Önnur er sú að miðbaugur er lengra frá jarðarmiðju en aðrir staðir á yfirborði jarðar og þyngdarkrafturinn minnkar með vaxandi fjarlægð frá m...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er skýring eðlisfræðinnar á því að vatn hvirflast rangsælis á norðurhveli jarðar en réttsælis á suðurhveli?

Áhrifin sem spurt er um í þessu svari eru kennd við Coriolis og eru stundum kölluð Corioliskraftur en einnig er talað um svigkraft. Hér er þó ekki um neinn raunverulegan kraft að ræða heldur aðeins áhrif sem stafa af því að atburðir eru skoðaðir frá sjónarhóli jarðarinnar sem er ekki kyrr heldur snýst. Auðveld...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er mikið til af íslenskum seðlum og myntum?

Í ársskýrslu Seðlabanka Íslands fyrir árið 1999 kemur fram að í árslok 1999 voru seðlar og mynt í umferð 8,7 milljarðar króna. Þar af voru seðlar 7,5 milljarðar króna en mynt tæpir 1,2 milljarðar króna. Hæst varð upphæðin um verslunarmannahelgina en þá voru seðlar í umferð 7,6 milljarðar króna. Í árslok voru 5,8 m...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig varð jörðin til?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Fleiri niðurstöður