Kristjanía í Kaupmannahöfn er hluti af danska ríkinu og íbúar hennar lúta því dönskum lögum eins og aðrir þegnar Danmerkur. Kristjanía hefur samt nokkra sérstöðu og í framkvæmd hefur dönskum lögum á sumum sviðum verið beitt með öðrum hætti þar en annars staðar. Þetta á aðallega við um fíkniefnalöggjöfina og að einhverju leyti um skattalöggjöfina. Kristjanía var stofnuð af fríþenkjurum og hippum sem tilraunasamfélag, nokkurs konar vettvangur fyrir annan lífstíl en danska borgarastéttin hafði tamið sér. Upphafið varð þegar borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn fóru að þrengja að hústökumönnum á Norðurbrú fyrir ríflega þrjátíu árum en þá réðst hópur þeirra inn á yfirgefið hersvæði í miðri Kaupmannahöfn og stofnaði fríríki þar sem aðrar reglur áttu að gilda en annars staðar í landinu. Í Kristjaníu búa nú tæplega þúsund manns, þar af um 250 börn. Um er að ræða nokkuð stórt landssvæði þar sem ægir saman ýmiss konar húsum, kofum og hreysum sem íbúarnir hafa yfirtekið og byggt upp í gegnum tíðina. Sum eru ansi lúin en önnur fagurlega skreytt.
- Af hverju hafa Danir verið kallaðir Baunar? eftir Guðrúnu Kvaran.
- Á hverju byggja Danir talningu sína með orðum eins og 'halvtreds' og 'tres'? eftir ÞV.
- Hvað búa margir í Danmörku? eftir Klöru J. Arnalds.
- Hvað heitir hæsta fjallið í Danmörku? eftir Auði Hreiðarsdóttur.
- Hver fann Danmörku? eftir ÞV.
- Hvernig er dýralíf í Danmörku? eftir Jón Má Halldórsson.
- Hvernig eru matur og matarvenjur Dana? eftir Þorstein G. Berghreinsson.
- Hvers vegna var norræna stundum kölluð dönsk tunga til forna? eftir Guðrúnu Kvaran.
- Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið? eftir Guðrúnu Kvaran.