Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3223 svör fundust

category-iconSálfræði

Hvernig geta ský orðið að mönnum?

Ef ég skil spurninguna rétt á spyrjandi við af hverju okkur finnst oft að ský séu í laginu eins og manneskjur, sérstaklega andlit. Líklegasta ástæðan er að aðrar manneskjur skipta okkur miklu máli. Það er til dæmis mikilvægt að við getum hratt og vel lesið í andlitsdrætti fólks til að vita hvernig því liður og hva...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ráðast úlfar á menn þótt þeir séu saddir?

Í stuttu máli er svarið við spurningunni: Já, úlfar geta ráðist á menn þótt þeir séu saddir. Hins vegar eru árásir úlfa á menn tiltölulega sjaldgæfar. Vísindamenn hafa flokkað árásir úlfa á menn á ýmsan hátt. Dýrafræðingurinn John D. C. Linnell o.fl. (2002) hafa unnið gott sögulegt yfirlit yfir úlfaárásir í A...

category-iconTrúarbrögð

Eru margir menn heiðnir?

Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera "já", miðað við flestar merkingar orðsins heiðinn. Í Íslenskri orðabók stendur um lýsingarorðið heiðinn: 1) sem er heiðingi, ókristinn; guðlaus; heiðinn siður Ásatrú; heiðinna manna heilsa fornmannaheilsa, góð heilsa. 2) ófermdur, illa upplýstur um trúmál. 3) sem va...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kolkrabbar étið menn?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað geta kolkrabbar orðið stórir? Geta þeir étið menn?Í mörgum þekktum ævintýramyndum eru sýnd atriði þar sem risakolkrabbar ráðast á heilu skipin og kippa þeim niður í hafdjúpið. Þetta eru myndir á borð við Tuttugu þúsund mílur neðan sjávar (20,000 Leagues Under the Sea, 1...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða plöntur éta menn?

Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu. Ef spyrjandi á við hvaða plöntur menn leggi sér til munns yrði svarið mjög löng upptalning þar sem við menn borðum jú fjölmargar tegundir úr jurtaríkinu. Ef aftur á móti er átt við hvaða plöntur nærast á mönnum horfir málið öðruvísi við. Ekkert bendir til þess að til s...

category-iconMannfræði

Hverjir voru krómagnon-menn?

Hugtakið krómagnonmenn á rætur sínar að rekja til fornleifafundar í Cro-Magnon hellisskútanum við bæinn Les Eyzies í Dordogne-héraði í suðvesturhluta Frakklands árið 1868. Verkamenn sem unnu við lagningu járnbrautar komu niður á mannabein og að lokinni rannsókn á staðnum höfðu bein úr fimm til átta einstaklingum v...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig elta menn vísitölu?

Við rekstur vísitölusjóða er í grófum dráttum reynt að elta vísitölu, það er láta vægi bréfa í einstökum fyrirtækjum í sjóðnum vera sem líkast vægi bréfa í vísitölunni. Ef sjóður gæti endurspeglað vísitölu fullkomlega, það er vægi eigna í sjóðnum væri ætíð nákvæmlega það sama og í vísitölunni, og enginn kostnaður ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta silfurskottur bitið menn?

Silfurskottur (Lepisma saccharina) bíta ekki, að minnsta kosti ekki fólk. Þær hafa vissulega munnlimi en þeir eru alltof smávaxnir til að skaða fólk á nokkurn hátt. Silfurskottur geta hins vegar valdið skemmdum á bókum og kornmeti komist þær í slíkt. Helsta fæða þeirra eru smáar lífrænar leifar sem þær finna á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig draga menn seiminn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er að draga seiminn? Hvað þýðir seimur og hvaðan kemur það? Seimur merkir ‘ómur, ymur’. Orðasambandið að draga seiminn ‘að tala dragandi röddu; draga síðasta atkvæðið í söng’ þekkist í báðum merkingum frá 18. og 19. öld. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær uppgötvuðu menn gammablossa?

Það er í raun kalda stríðinu að þakka að gammablossar uppgötvuðust, orkumestu sprengingar sem þekktar eru í hinum sýnilega alheimi. Á 7. áratug síðustu aldar skutu Bandaríkjamenn á loft Vela-gervitunglunum sem meðal annars innihéldu gammageislamælitæki. Tilgangur þeirra var að fylgjast með Sovétmönnum, að þeir bry...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta menn endurlífgað risaeðlurnar?

Vísindamenn telja að það geti verið mögulegt að einrækta útdauð dýr. Vitað er að það eru tilraunir í gangi með slíkt, til dæmis telja japanskir vísindamenn að þeir geti einræktað loðfíl innan nokkurra ár. Hins vegar er einræktun mjög flókin, jafnvel þó ekki sé um útdauðar tegundir að ræða. Sem dæmi má nefna að þeg...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju verða karlmenn ekki óléttir?

Karlmenn verða ekki óléttir af því að þeir hafa ekki þau líffæri sem þarf til þess að nýr einstaklingur geti þroskast og dafnað innan líkama þeirra. Eitt af einkennum lífvera er að þær fjölga sér. Fjallað er um æxlun í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að klóna manneskju?

Miðað við það hversu margar tegundir spendýra hafa verið einræktaðar (klónaðar) er ekki loku fyrir það skotið að hægt væri að klóna manneskju. Það er því, að minnsta kosti fræðilegur, möguleiki á því hægt sé að klóna manneskju. Slík klónun fæli í sér að erfðaefni einnar manneskju væri komið fyrir í virkjuðu en kja...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna fá menn snjóblindu?

Snjóblinda er sársaukafullt ástand sem lýsir sér í ljósfælni, bólgu í hornhimnu og táru (slímhimnu augans) og jafnvel tímabundinni (oftast) blindu. Snjóblinda stafar af ljósskemmdum (bruna) sem verða á hornhimnu augnanna þegar þau eru óvarin gegn sterku sólarljósi og útfjólubláum geislum sem endurkastast af sn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða gönur hlaupa menn í?

Gönur er kvenkynsorð sem einungis er notað í fleirtölu. Merkingin er ‘ógöngur, flan, villigötur’. Orðið er leitt af sögninni gana sem þýðir ‘ana, flana’ og er skylt nafnorðinu gan sem merkir ‘flan’. Gönur er einkum notað í föstum orðasamböndum eins og ‘hlaupa í gönur’; til dæmis er sagt um hesta að þeir fælist...

Fleiri niðurstöður