Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða gönur hlaupa menn í?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Gönur er kvenkynsorð sem einungis er notað í fleirtölu. Merkingin er ‘ógöngur, flan, villigötur’. Orðið er leitt af sögninni gana sem þýðir ‘ana, flana’ og er skylt nafnorðinu gan sem merkir ‘flan’.

Gönur er einkum notað í föstum orðasamböndum eins og ‘hlaupa í gönur’; til dæmis er sagt um hesta að þeir fælist og hlaupi í gönur, það er í ógöngur. Einnig er talað um að ‘hlaupa með einhvern í gönur’, bæði í eiginlegri merkingu og óeiginlegri. Dæmi um hið fyrra væri þegar hestur hleypur með knapa í gönur, en um hið seinna mætti taka það dæmi að ímyndunaraflið hlaupi stundum með mann í gönur, það er leiði á villigötur.


Hestar geta fælst og hlaupið í gönur.

Nafnorðið gönur er notað með ýmsum öðrum sögnum eins og: ‘Fara í gönur’ (fyrirtækið fór í sömu gönurnar aftur og varð gjaldþrota), ‘fara með einhvern í göngur’ (sá maður lét ekki fara með sig í gönur, það er lét ekki villa um fyrir sér), ‘komast í gönur’ (laxeldið komst í gönur og lagðist nærri af), leiða einhvern í gönur (kappið leiddi hann í gönur), ‘draga einhvern í gönur’ (hann lét ekki draga sig á nefinu í gönur og ógöngur) og ‘tælast í gönur’. Eggert Ólafsson orti á 18. öld:

Vittu það lukkan til er tvenn.

tælast af einni vondir menn

í gönur.

Mynd: Double J Ranch Horse Run 2. Flickr.com. Höfundur myndar er Jeff Milton. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.1.2007

Spyrjandi

Gerður Sigurðardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða gönur hlaupa menn í?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6467.

Guðrún Kvaran. (2007, 16. janúar). Hvaða gönur hlaupa menn í? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6467

Guðrún Kvaran. „Hvaða gönur hlaupa menn í?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6467>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða gönur hlaupa menn í?
Gönur er kvenkynsorð sem einungis er notað í fleirtölu. Merkingin er ‘ógöngur, flan, villigötur’. Orðið er leitt af sögninni gana sem þýðir ‘ana, flana’ og er skylt nafnorðinu gan sem merkir ‘flan’.

Gönur er einkum notað í föstum orðasamböndum eins og ‘hlaupa í gönur’; til dæmis er sagt um hesta að þeir fælist og hlaupi í gönur, það er í ógöngur. Einnig er talað um að ‘hlaupa með einhvern í gönur’, bæði í eiginlegri merkingu og óeiginlegri. Dæmi um hið fyrra væri þegar hestur hleypur með knapa í gönur, en um hið seinna mætti taka það dæmi að ímyndunaraflið hlaupi stundum með mann í gönur, það er leiði á villigötur.


Hestar geta fælst og hlaupið í gönur.

Nafnorðið gönur er notað með ýmsum öðrum sögnum eins og: ‘Fara í gönur’ (fyrirtækið fór í sömu gönurnar aftur og varð gjaldþrota), ‘fara með einhvern í göngur’ (sá maður lét ekki fara með sig í gönur, það er lét ekki villa um fyrir sér), ‘komast í gönur’ (laxeldið komst í gönur og lagðist nærri af), leiða einhvern í gönur (kappið leiddi hann í gönur), ‘draga einhvern í gönur’ (hann lét ekki draga sig á nefinu í gönur og ógöngur) og ‘tælast í gönur’. Eggert Ólafsson orti á 18. öld:

Vittu það lukkan til er tvenn.

tælast af einni vondir menn

í gönur.

Mynd: Double J Ranch Horse Run 2. Flickr.com. Höfundur myndar er Jeff Milton. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi....