Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta menn endurlífgað risaeðlurnar?

EDS

Vísindamenn telja að það geti verið mögulegt að einrækta útdauð dýr. Vitað er að það eru tilraunir í gangi með slíkt, til dæmis telja japanskir vísindamenn að þeir geti einræktað loðfíl innan nokkurra ár. Hins vegar er einræktun mjög flókin, jafnvel þó ekki sé um útdauðar tegundir að ræða. Sem dæmi má nefna að þegar kindin Dolly var einræktuð voru gerðar 277 tilraunir en aðeins ein heppnaðist.



Það er harla ólíklegt að við verðum vitni að því að risaeðlur reiki um jörðina aftur.

Til þess að einrækta lífveru þarf að hafa erfðaefni hennar þar sem það geymir allar upplýsingar um lífveruna. Í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur? kemur fram að engin von sé til þess að heilt gen úr risaeðlu finnist. Í niðurlagi svarsins segir:

Þar sem ekkert af erfðaefni risaeðlanna hefur varðveist er útilokað að hægt sé að láta þær koma aftur í heiminn. Og jafnvel þótt við, fyrir kraftaverk, hefðum erfðaefni einhverrar þeirra í höndunum væri alls ekki víst að við gætum endurlífgað þær. En það mætti reyna!

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.3.2011

Spyrjandi

Viktor M. Alexandersson, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Geta menn endurlífgað risaeðlurnar?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58969.

EDS. (2011, 17. mars). Geta menn endurlífgað risaeðlurnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58969

EDS. „Geta menn endurlífgað risaeðlurnar?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58969>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta menn endurlífgað risaeðlurnar?
Vísindamenn telja að það geti verið mögulegt að einrækta útdauð dýr. Vitað er að það eru tilraunir í gangi með slíkt, til dæmis telja japanskir vísindamenn að þeir geti einræktað loðfíl innan nokkurra ár. Hins vegar er einræktun mjög flókin, jafnvel þó ekki sé um útdauðar tegundir að ræða. Sem dæmi má nefna að þegar kindin Dolly var einræktuð voru gerðar 277 tilraunir en aðeins ein heppnaðist.



Það er harla ólíklegt að við verðum vitni að því að risaeðlur reiki um jörðina aftur.

Til þess að einrækta lífveru þarf að hafa erfðaefni hennar þar sem það geymir allar upplýsingar um lífveruna. Í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur? kemur fram að engin von sé til þess að heilt gen úr risaeðlu finnist. Í niðurlagi svarsins segir:

Þar sem ekkert af erfðaefni risaeðlanna hefur varðveist er útilokað að hægt sé að láta þær koma aftur í heiminn. Og jafnvel þótt við, fyrir kraftaverk, hefðum erfðaefni einhverrar þeirra í höndunum væri alls ekki víst að við gætum endurlífgað þær. En það mætti reyna!

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....