Til þess að einrækta lífveru þarf að hafa erfðaefni hennar þar sem það geymir allar upplýsingar um lífveruna. Í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur? kemur fram að engin von sé til þess að heilt gen úr risaeðlu finnist. Í niðurlagi svarsins segir:
Þar sem ekkert af erfðaefni risaeðlanna hefur varðveist er útilokað að hægt sé að láta þær koma aftur í heiminn. Og jafnvel þótt við, fyrir kraftaverk, hefðum erfðaefni einhverrar þeirra í höndunum væri alls ekki víst að við gætum endurlífgað þær. En það mætti reyna!Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvað er einræktun? eftir Guðmund Eggertsson
- Er hægt að einrækta útdauð dýr? eftir Magnús Jóhannsson
- Er hægt að endurlífga loðfílinn? eftir EDS
- Er hægt að klóna manneskju? eftir Arnar Pálsson
- Japanese Scientist To Clone Woolly Mammoth Within 5 Years! á Singularityhub.com.
- Mynd: Filmonic. Sótt 24. 3. 2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.