Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær uppgötvuðu menn gammablossa?

Gunnlaugur Björnsson, Páll Jakobsson og Birgir Urbancic Ásgeirsson

Það er í raun kalda stríðinu að þakka að gammablossar uppgötvuðust, orkumestu sprengingar sem þekktar eru í hinum sýnilega alheimi. Á 7. áratug síðustu aldar skutu Bandaríkjamenn á loft Vela-gervitunglunum sem meðal annars innihéldu gammageislamælitæki. Tilgangur þeirra var að fylgjast með Sovétmönnum, að þeir brytu ekki milliríkjasamninga um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn í geimnum. Gervitunglin voru á mjög víðri braut um jörðu, í rúmlega 100.000 km hæð, svo þau gætu einnig skyggnst á bak við tunglið. Bandaríkjamönnum þótti ekki ólíklegt að andstæðingarnir væru að pukrast með slíkar tilraunir fyrir aftan okkar eina fylgihnött.

Þann 2. júlí 1967 urðu tvö gervitunglanna vör við hrinu gammageisla sem líktist ekkert geislun sem búast mátti við frá kjarnorkusprengingu. Leitað var skýringa í sólgosum og sprengistjörnum en hvorugt fyrirbæranna hafði átt sér stað þennan dag. Þar sem þetta atvik þótti ekki sérlega mikilvægt var það geymt til seinni tíma rannsókna. Vonast var til að nýrri og næmari gerð Vela-tunglanna myndi hjálpa til við að leysa gátuna.


Vísindamenn vinna að samsetningu Vela-gervitungls.

Þar sem Vela-mælitunglin voru hernaðarlegs eðlis var ekki greint frá uppgötvuninni fyrr en árið 1973. Næsta aldarfjórðunginn reyndu menn ákaft að átta sig á uppruna og eðli fyrirbæranna jafnframt því að reyna að nema frá þeim sýnilega útgeislun. Hvorugt skilaði þó umtalsverðum árangri. Ástæðan var fyrst og fremst sú að afar erfitt er að miða út uppsprettu háorku rafsegulgeislunar nægilega vel til að staðsetja megi hana með þeirri nákvæmni sem nútíma stjarnmælingar krefjast. Því var heldur ekki ljóst hvort uppspretturnar væru staðsettar innan okkar vetrarbrautar eða í fjarlægum vetrarbrautum. Á þessu var ekki ráðin bót fyrr en svonefndu BeppoSAX-gervitungli var skotið á loft árið 1996.

Hinn 28. febrúar 1997 tókst BeppoSAX í fyrsta sinn að staðsetja uppsprettu gammablossa með nægilegri nákvæmni til að unnt væri að mæla frá henni sýnilega geislun. Þá urðu straumhvörf í rannsóknum á blossunum og hafa þær staðið með miklum blóma síðan. Í ljós hefur komið að blossarnir eru upprunnir í gríðaröflugum stjörnusprengingum í fjarlægum vetrarbrautum. Þeir geta orðið mjög bjartir og sjást því afar langt að. Vegna þess hve skammlífir þeir eru þarf þó að hafa hraðar hendur við mælingar á þeim. Það er þó fyrst og fremst vegna þess að þá má mæla úr mikilli fjarlægð sem vonir standa til að þá megi nýta sem stika í athugunum á gerð og eiginleikum alheimsins.

Nokkrar hreyfimyndir sem eiga að sýna gammablossa.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Fyrstu tvær efnisgreinarnar í þessu svari birtust áður í greininni Gammablossar: Leiftur úr fjarlægri fortíð og seinni tvær efnisgreinarnar eru fengnar úr greininni Gammablossar og heimsfræði.

Mynd:

Höfundar

Gunnlaugur Björnsson

deildarstjóri Háloftadeildar - Raunvísindastofnun Háskólans

dósent í stjarneðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.3.2010

Spyrjandi

Diðrik Vilhjálmsson

Tilvísun

Gunnlaugur Björnsson, Páll Jakobsson og Birgir Urbancic Ásgeirsson. „Hvenær uppgötvuðu menn gammablossa?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=11157.

Gunnlaugur Björnsson, Páll Jakobsson og Birgir Urbancic Ásgeirsson. (2010, 18. mars). Hvenær uppgötvuðu menn gammablossa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=11157

Gunnlaugur Björnsson, Páll Jakobsson og Birgir Urbancic Ásgeirsson. „Hvenær uppgötvuðu menn gammablossa?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=11157>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær uppgötvuðu menn gammablossa?
Það er í raun kalda stríðinu að þakka að gammablossar uppgötvuðust, orkumestu sprengingar sem þekktar eru í hinum sýnilega alheimi. Á 7. áratug síðustu aldar skutu Bandaríkjamenn á loft Vela-gervitunglunum sem meðal annars innihéldu gammageislamælitæki. Tilgangur þeirra var að fylgjast með Sovétmönnum, að þeir brytu ekki milliríkjasamninga um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn í geimnum. Gervitunglin voru á mjög víðri braut um jörðu, í rúmlega 100.000 km hæð, svo þau gætu einnig skyggnst á bak við tunglið. Bandaríkjamönnum þótti ekki ólíklegt að andstæðingarnir væru að pukrast með slíkar tilraunir fyrir aftan okkar eina fylgihnött.

Þann 2. júlí 1967 urðu tvö gervitunglanna vör við hrinu gammageisla sem líktist ekkert geislun sem búast mátti við frá kjarnorkusprengingu. Leitað var skýringa í sólgosum og sprengistjörnum en hvorugt fyrirbæranna hafði átt sér stað þennan dag. Þar sem þetta atvik þótti ekki sérlega mikilvægt var það geymt til seinni tíma rannsókna. Vonast var til að nýrri og næmari gerð Vela-tunglanna myndi hjálpa til við að leysa gátuna.


Vísindamenn vinna að samsetningu Vela-gervitungls.

Þar sem Vela-mælitunglin voru hernaðarlegs eðlis var ekki greint frá uppgötvuninni fyrr en árið 1973. Næsta aldarfjórðunginn reyndu menn ákaft að átta sig á uppruna og eðli fyrirbæranna jafnframt því að reyna að nema frá þeim sýnilega útgeislun. Hvorugt skilaði þó umtalsverðum árangri. Ástæðan var fyrst og fremst sú að afar erfitt er að miða út uppsprettu háorku rafsegulgeislunar nægilega vel til að staðsetja megi hana með þeirri nákvæmni sem nútíma stjarnmælingar krefjast. Því var heldur ekki ljóst hvort uppspretturnar væru staðsettar innan okkar vetrarbrautar eða í fjarlægum vetrarbrautum. Á þessu var ekki ráðin bót fyrr en svonefndu BeppoSAX-gervitungli var skotið á loft árið 1996.

Hinn 28. febrúar 1997 tókst BeppoSAX í fyrsta sinn að staðsetja uppsprettu gammablossa með nægilegri nákvæmni til að unnt væri að mæla frá henni sýnilega geislun. Þá urðu straumhvörf í rannsóknum á blossunum og hafa þær staðið með miklum blóma síðan. Í ljós hefur komið að blossarnir eru upprunnir í gríðaröflugum stjörnusprengingum í fjarlægum vetrarbrautum. Þeir geta orðið mjög bjartir og sjást því afar langt að. Vegna þess hve skammlífir þeir eru þarf þó að hafa hraðar hendur við mælingar á þeim. Það er þó fyrst og fremst vegna þess að þá má mæla úr mikilli fjarlægð sem vonir standa til að þá megi nýta sem stika í athugunum á gerð og eiginleikum alheimsins.

Nokkrar hreyfimyndir sem eiga að sýna gammablossa.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Fyrstu tvær efnisgreinarnar í þessu svari birtust áður í greininni Gammablossar: Leiftur úr fjarlægri fortíð og seinni tvær efnisgreinarnar eru fengnar úr greininni Gammablossar og heimsfræði.

Mynd:...