Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða plöntur éta menn?

Tinna Rut Wiium og Aðalbjörg Þorkelsdóttir

Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu. Ef spyrjandi á við hvaða plöntur menn leggi sér til munns yrði svarið mjög löng upptalning þar sem við menn borðum jú fjölmargar tegundir úr jurtaríkinu. Ef aftur á móti er átt við hvaða plöntur nærast á mönnum horfir málið öðruvísi við. Ekkert bendir til þess að til séu mannætuplöntur. Aftur á móti eru til plöntur sem éta dýr.


Mannætuplöntur eru bara til í ævintýrum eins og Litlu hryllingsbúðinni.

Ein stærsta plantan sem nærist á dýrum nefnist Nepenthes (sjá mynd til hægri). Hún vex í regnskógum Suðaustur-Asíu og getur orðið allt að 15 metra há. Nepenthes étur aðallega skordýr og litla froska, þótt sumt bendi til þess að hún gæði sér á stærri dýrum. Þrátt fyrir stærð plöntunnar stendur mönnum samt engin ógn af henni.

Hér á Íslandi eru þrjár tegundir jurta sem nærast á dýrum. Af þeim er líklega lyfjagrasið (Pinguicula vulgaris) einna þekktast, en það vex um allt land (sjá mynd til vinstri). Aðrar tegundir eru blöðrujurt (Utricularia minor) og sóldögg (Drosera rotundifolia). Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur, fær þakkir fyrir upplýsingar um flóru Íslands.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

5.7.2005

Spyrjandi

Hjörtur Sigurðsson

Tilvísun

Tinna Rut Wiium og Aðalbjörg Þorkelsdóttir. „Hvaða plöntur éta menn?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5112.

Tinna Rut Wiium og Aðalbjörg Þorkelsdóttir. (2005, 5. júlí). Hvaða plöntur éta menn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5112

Tinna Rut Wiium og Aðalbjörg Þorkelsdóttir. „Hvaða plöntur éta menn?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5112>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða plöntur éta menn?
Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu. Ef spyrjandi á við hvaða plöntur menn leggi sér til munns yrði svarið mjög löng upptalning þar sem við menn borðum jú fjölmargar tegundir úr jurtaríkinu. Ef aftur á móti er átt við hvaða plöntur nærast á mönnum horfir málið öðruvísi við. Ekkert bendir til þess að til séu mannætuplöntur. Aftur á móti eru til plöntur sem éta dýr.


Mannætuplöntur eru bara til í ævintýrum eins og Litlu hryllingsbúðinni.

Ein stærsta plantan sem nærist á dýrum nefnist Nepenthes (sjá mynd til hægri). Hún vex í regnskógum Suðaustur-Asíu og getur orðið allt að 15 metra há. Nepenthes étur aðallega skordýr og litla froska, þótt sumt bendi til þess að hún gæði sér á stærri dýrum. Þrátt fyrir stærð plöntunnar stendur mönnum samt engin ógn af henni.

Hér á Íslandi eru þrjár tegundir jurta sem nærast á dýrum. Af þeim er líklega lyfjagrasið (Pinguicula vulgaris) einna þekktast, en það vex um allt land (sjá mynd til vinstri). Aðrar tegundir eru blöðrujurt (Utricularia minor) og sóldögg (Drosera rotundifolia). Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur, fær þakkir fyrir upplýsingar um flóru Íslands.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....