Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig geta ský orðið að mönnum?

HMS

Ef ég skil spurninguna rétt á spyrjandi við af hverju okkur finnst oft að ský séu í laginu eins og manneskjur, sérstaklega andlit. Líklegasta ástæðan er að aðrar manneskjur skipta okkur miklu máli. Það er til dæmis mikilvægt að við getum hratt og vel lesið í andlitsdrætti fólks til að vita hvernig því liður og hvað það hyggst gera.


Ég sé andlit í þessu skýi, en þú?

Þótt ekki séu allir vísindamenn sammála um það bendir margt til að sérstök heilastöð í mannsheilanum sé sérhæfð í því að skynja andlit. Þessi "andlitsskynjunarstöð" getur þó rangtúlkað óræð áreiti, á borð við ský, sem andlit manneskju. Við virðumst því gjörn á að sjá andlit út úr öllu mögulegu.

Sjá einnig: Er andlit á reikistjörnunni Mars? eftir Sævar Helga Bragason.

Mynd: Watching over us. Flickr.com. Myndin er eftir James Luscher og er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

20.7.2007

Spyrjandi

Svavar Rúnar Guðnason

Tilvísun

HMS. „Hvernig geta ský orðið að mönnum?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6727.

HMS. (2007, 20. júlí). Hvernig geta ský orðið að mönnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6727

HMS. „Hvernig geta ský orðið að mönnum?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6727>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta ský orðið að mönnum?
Ef ég skil spurninguna rétt á spyrjandi við af hverju okkur finnst oft að ský séu í laginu eins og manneskjur, sérstaklega andlit. Líklegasta ástæðan er að aðrar manneskjur skipta okkur miklu máli. Það er til dæmis mikilvægt að við getum hratt og vel lesið í andlitsdrætti fólks til að vita hvernig því liður og hvað það hyggst gera.


Ég sé andlit í þessu skýi, en þú?

Þótt ekki séu allir vísindamenn sammála um það bendir margt til að sérstök heilastöð í mannsheilanum sé sérhæfð í því að skynja andlit. Þessi "andlitsskynjunarstöð" getur þó rangtúlkað óræð áreiti, á borð við ský, sem andlit manneskju. Við virðumst því gjörn á að sjá andlit út úr öllu mögulegu.

Sjá einnig: Er andlit á reikistjörnunni Mars? eftir Sævar Helga Bragason.

Mynd: Watching over us. Flickr.com. Myndin er eftir James Luscher og er birt undir Creative Commons leyfi....