Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Við rekstur vísitölusjóða er í grófum dráttum reynt að elta vísitölu, það er láta vægi bréfa í einstökum fyrirtækjum í sjóðnum vera sem líkast vægi bréfa í vísitölunni. Ef sjóður gæti endurspeglað vísitölu fullkomlega, það er vægi eigna í sjóðnum væri ætíð nákvæmlega það sama og í vísitölunni, og enginn kostnaður félli til við rekstur sjóðsins, ætti gengi sjóðsins að hreyfast nákvæmlega eins og vísitalan.
Í reynd fylgir því alltaf einhver kostnaður að reka sjóð og ekki er raunhæft (eða hagkvæmt) að stefna að því að endurspegla vísitölu fullkomlega. Þess vegna er við því að búast að vísitölusjóður skili eitthvað lakari ávöxtun en vísitalan sem hann eltir. Ef vísitalan er ekki leiðrétt fyrir arðgreiðslum er þó aðeins borð fyrir báru. Það er augljóslega auðveldara að láta sjóð skila betri árangri en slík óleiðrétt vísitala frekar en að reyna að gera betur en vísitala, sem er leiðrétt fyrir arðgreiðslum. Sjóður, sem endurspeglar vísitölu, sem ekki er leiðrétt fyrir arðgreiðslum, fær sjálfkrafa forskot á vísitöluna, sem nemur þeim greiðslum.
Við rekstur vísitölusjóða er í grófum dráttum reynt að elta vísitölu, það er láta vægi bréfa í einstökum fyrirtækjum í sjóðnum vera sem líkast vægi bréfa í vísitölunni. Myndin er úr kauphöll.
Fjölmargir sjóðir eru til sem elta þekktar erlendar vísitölur, eins og til dæmis Standard and Poor’s 500 (S&P-500). Fyrirtækin að baki henni eru bandarísk og, eins og nafnið bendir til, 500 talsins. Einnig eru til S&P vísitölur fyrir færri fyrirtæki og aðrar vísitölur fyrir enn fleiri fyrirtæki. Dax-vísitalan mælir ávöxtun hlutabréfa í þýskum fyrirtækjum, FTSE í breskum og svo mætti lengi telja.
Texti þessa svars fer nærri því sem stendur á bls. 64 í bókinni Eignastýring eftir sama höfund. Bókin var gefin út af viðskipta- og hagfræðideild 2002.
Frekara lesefni á Vísindavefnum: