Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 219 svör fundust
Hvaða hvalastofnar eru í mestri útrýmingarhættu?
Af 93 hvalategundum á lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) eru fimm tegundir taldar í bráðri hættu á aldauða (e. critically endangered – CR) en það þýðir að eindregnar líkur eru á að viðkomandi tegundir deyi út í náinni framtíð samkvæmt tilteknum forsendum. Auk þess telja samtökin að tólf hvalategundir...
Hvernig er hægt að útskýra kaldhæðni fyrir manni sem veit ekki hvað hugtakið merkir?
Kaldhæðni mætti skilja sem þá list að andmæla hugmynd með því að setja fram andstæðu hennar. Í kímni er beitt gagnstæðu, það er hreinni mótsögn eða þverstæðu, til að andmæla hugmynd. Noti menn aftur á móti kaldhæðni andmæla þeir einhverju með því að neita hugmyndinni og vísa til augljósrar andstæðu hennar. Fra...
Hvað búa margir í geimförum?
Í þeim skilningi að orðið búa merki varanleg búseta þá er svarið við spurningunni sú að enginn maður býr í geimnum. Það er því líklega betra að spyrja hversu margir dvelja í geimnum á hverjum tíma. Í dag er pláss fyrir þriggja manna áhöfn í alþjóðlegu geimstöðinni en gert er ráð fyrir að sex geti dvalið þar í...
Hvað er átt við með hugtakinu atómskáld?
Orðið „atómskáld“ á uppruna sinn í skáldsögu Halldórs Laxness, Atómstöðinni, sem kom út árið 1948. Orðið birtist fyrst á prenti í íslenskum blöðum og tímaritum árið 1950 og virðist undraskjótt hafa öðlast nokkuð skýra merkingu sem á sér algerlega tvær hliðar. Þannig virðist það hafa lifað allt til dagsins í dag. A...
Hvert er stærsta tré í heiminum?
Orðin "stærsta tré" má annars vegar skilja sem 'hæsta tré' en hins vegar má miða til dæmis við rúmmál stofnsins. Lítum fyrst á síðari merkinguna. Stærsta tré í heimi, og um leið stærsta lífvera jarðarinnar er stærsta kaliforníska risafuran (Sequoiadendron giganteum) sem nefnd hefur verið Sherman hershöfðingi o...
Hvernig er hægt að draga ferningsrót af línustriki með hringfara einum?
Allt frá tímum Forn-Grikkja hafa stærðfræðingar velt mikið fyrir sér þeirri list að framkvæma ýmiss konar útreikninga með því að nota einungis reglustiku og hringfara (sirkil). Frægt verkefni er að skipta horni í þrjú jafnstór horn með þessum tækjum. Nú á dögum er vitað að slíkt er ómögulegt. Hins vegar er auðveld...
Hvað er langt til næstu stjörnu fyrir utan sólkerfið okkar og í hvaða sólkerfi er hún?
Sú stjarna sem er næst okkar sólkerfi er fjölstirnið Alfa í Mannfáknum en hún er í 4,3 ljósára fjarlægð frá jörðu og þó undarlegt virðist færist hún á 20-25 kílómetra á sekúndu hraða í átt til okkar. Eftir 2400 ár verður fjölstirnið þess vegna komið 0,2 ljósárum nær en það eru núna, þá verður það í 4,1 ljósára fja...
Hvað getið þið sagt mér um afrísku mörgæsina?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvaða fuglategund er þetta á myndinni? Myndin er líklega af afrísku mörgæsinni (Spheniscus demersus), en hún er stundum kölluð asna-mörgæs (e. jackass penquin) þar sem köll hennar þykja minna á hljóð í asna. Eins og nafnið gefur til kynna lifir afríska mörgæsin undan ...
Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Rastrick stundað?
Ólafur Rastrick er dósent í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur lagt stund á rannsóknir á menningarsögu og þjóðfræði nítjándu og tuttugustu aldar. Meðal viðfangsefna hans má nefna rannsóknir á menningarpólitík, menningararfi, líkamsmenningu og ómenningu. Í bókinni Háborgin: M...
Eru einhverjar líkur á að grasrella (Gallirallus dieffenbachii) sé ekki útdauð?
Gallirallus dieffenbachii er útdauð fuglategund af ætt rella (rallidae). Tegundin var einlend á þremur eyjum í Chathman-eyjaklasanum austan Nýja-Sjálands (einlend merkir að tegund finnst ekki annars staðar). Þessar þrjár eyjur eru smáar, stærst er Chathameyja sem er rúmir 800 ferkílómetrar, Pitteyja er aðeins tæpi...
Hvað er skák?
Skák er leikur sem ber keim af ýmsum íþróttum en er jafnframt skyld listunum. Spurningin um list eða íþrótt snýst í rauninni ekki um "annaðhvort / eða" heldur svarar hver skákmaður henni fyrir sig, enda er ánægja ólíkra manna af skák innbyrðis mismunandi. Við ræðum þessi atriði nánar hér á eftir. Skákmenn e...
Hvað eru mörg hreindýr í öllum heiminum?
Hreindýr (Rangifer tarandus) lifa allt í kringum norðurpól; í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þau greinast í sjö deilitegundir og má lesa nánar um þær í svari við spurningunni Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu? Stærstu villtu hreindýrahjarðir í heiminum í dag eru líklega í Alaska. Heildarstofnstærð ala...
Hvað er að gerast í listheiminum í dag?
Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að huga að skilgreiningu á fyrirbærinu listheimur en um það er meðal annars hægt að lesa í svari við spurningunni Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið? og í svari Gunnars Harðarsonar við spurningunni Hvernig er hægt að útskýra hvað list er? Meginatriðið í þeir...
Er gagnlegt að eyða COVID-veirunni með því að úða fjórgildum efnasamböndum á skrifstofum og víðar?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Vinna sótthreinsunarefni með fjórgildum efnasamböndum á COVID-veirunni? Þá er ég að hugsa um hvort það sé gagnlegt að úða þoku með fjórgildum efnasamböndum á skrifstofum, heilsurækt, og matsal. Ég er látin gera þetta en efast mikið um gagnsemi gegn COVID-19. (Þetta er n...
Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki?
Þó Mónakó sé aðeins á stærð við Seltjarnarnesbæ er það samt rúmlega fjórum sinnum stærra en Vatíkanið. Vatíkanið eða Páfagarður er minnsta sjálfstæða ríki heims, aðeins 0,44 km2 að flatarmáli. Útsýni yfir Vatíkanið og Róm frá Péturskirkjunni. Eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan eru fimm af tíu minnstu...