Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Rastrick stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ólafur Rastrick er dósent í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur lagt stund á rannsóknir á menningarsögu og þjóðfræði nítjándu og tuttugustu aldar. Meðal viðfangsefna hans má nefna rannsóknir á menningarpólitík, menningararfi, líkamsmenningu og ómenningu.

Í bókinni Háborgin: Menning, fagurfræði og pólitík í upphafi tuttugustu aldar (2013), sem byggir á doktorsritgerð Ólafs, kannar hann samhengi orðræðunnar um menningu og listir við hugsjónir og umbætur í íslensku samfélagi og útfærslu þeirra á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Hann skoðar hvernig borgaralegar hugmyndir um hið fagra tengjast pólitískum og siðferðilegum markmiðum um fyrirmyndarsamfélag á Íslandi. Í þessu beinir hann meðal annars sjónum að því hvernig afskipti stjórnmálamanna af listum og menningu mótaðist af hugmyndafræðilegum markmiðum um samfélagslegar og siðferðilegar umbætur og þrá þeirra eftir viðurkenningu Íslands í samfélagi „siðmenntaðra“ þjóða. Hann kannar bakgrunn hugmyndanna um samfélagslegt hlutverk lista til að bæta lífshætti og lyfta siðferðislegum þroska Íslendinga og skoðar áhrif þeirra á samfélagspólitíska umræðu um menningarmál sem og á opinbera aðkomu ríkis að málefnum lista og menningar á árunum fram um 1930.

Meðal viðfangsefna Ólafs má nefna rannsóknir á menningarpólitík, menningararfi, líkamsmenningu og ómenningu.

Rannsóknir Ólafs á því góða og fagra hafa leitt hann inn á svið andhverfunnar, ómenningar eða þess sem litið hefur verið á í gegnum tíðina sem samfélagslega varasamt, mengandi eða hættulegt. Í þessum sögulegu rannsóknum hefur hann beint sjónum að meintum menningarlegum skaðvöldum eða menningarfyrirbrigðum sem meðvitaðir borgarar, sérfræðingar og stjórnmálamenn hafa álitið aðskotahluti í íslenskri menningu allt frá abstrakt-málverkinu til ameríkaniseringar, drengjakollinum til djassdans og postulínshundum til pönkmenningar. Þessar rannsóknir Ólafs tengja sig inn á svið líkamsmenningar svo sem um hvernig ýmsar djúpstæðar hugmyndir um til dæmis þjóðerni, kyngervi, tísku og fegurð hafa haft mótandi áhrif á líkamlega hegðun og hætti. Að endingu má hér nefna rannsóknir Ólafs á virkni hugmynda um menningararf og efnislegra minja um fortíðina í sögu og samtíð. Hér má sérstaklega nefna athuganir hans á merkingarlegri stöðu og gildi timburhúsabyggðarinnar í miðborg Reykjavíkur annars vegar og menningararfsvæðingu kvenlíkamans í samfélagspólitískri orðræðu þriðja áratugar tuttugustu aldar hins vegar.

Ólafur hefur tekið þátt í ýmsum innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum. Af yfirstandandi verkefnum má nefna Disability before Disability, sem stýrt er af Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur, prófessor í fötlunarfræði og Mobilities and Transnational Iceland, sem prófessorarnir Kristín Loftsdóttir, Unnur Dís Skaptadóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson stýra.

Ólafur er fæddur árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1989 og útskrifaðist með BA-gráðu í sagnfræði frá HÍ 1993. Ólafur lauk meistaraprófi í mannfræði frá Monash-háskóla í Melbourne í Ástralíu árið 1998 og doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2012. Á tímabili starfaði hann sem sérfræðingur á Hagstofu Íslands og sem sjálfstætt starfandi fræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna. Meðfram doktorsnámi var hann stundakennari við Háskóla Íslands en var ráðinn lektor í þjóðfræði árið 2014.

Ólafur hefur m.a. kannað samhengi orðræðunnar um menningu og listir við hugsjónir og umbætur í íslensku samfélagi og útfærslu þeirra á fyrstu áratugum tuttugustu aldar.

Ólafur hefur birt greinar og bókakafla í íslenskum og erlendum fagtímaritum og -bókum og hefur jafnframt ritstýrt bókum og tímaritum á fagsviði sínu. Meðal bóka sem hann hefur ritstýrt má nefna Constructing Cultural Identity, Representing Social Power (2010) og Menningararfur á Íslandi: Gagnrýni og greining (2015) sem hann ritstýrði ásamt Valdimari Tr. Haftsein. Árið 2013 gaf Háskólaútgáfan út bókina Háborgin: Menning, fagurfræði og pólitík í upphafi tuttugustu aldar, sem byggir á doktorsritgerð Ólafs.

Mynd:

Útgáfudagur

30.6.2018

Síðast uppfært

4.7.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Rastrick stundað?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75981.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 30. júní). Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Rastrick stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75981

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Rastrick stundað?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75981>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Rastrick stundað?
Ólafur Rastrick er dósent í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur lagt stund á rannsóknir á menningarsögu og þjóðfræði nítjándu og tuttugustu aldar. Meðal viðfangsefna hans má nefna rannsóknir á menningarpólitík, menningararfi, líkamsmenningu og ómenningu.

Í bókinni Háborgin: Menning, fagurfræði og pólitík í upphafi tuttugustu aldar (2013), sem byggir á doktorsritgerð Ólafs, kannar hann samhengi orðræðunnar um menningu og listir við hugsjónir og umbætur í íslensku samfélagi og útfærslu þeirra á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Hann skoðar hvernig borgaralegar hugmyndir um hið fagra tengjast pólitískum og siðferðilegum markmiðum um fyrirmyndarsamfélag á Íslandi. Í þessu beinir hann meðal annars sjónum að því hvernig afskipti stjórnmálamanna af listum og menningu mótaðist af hugmyndafræðilegum markmiðum um samfélagslegar og siðferðilegar umbætur og þrá þeirra eftir viðurkenningu Íslands í samfélagi „siðmenntaðra“ þjóða. Hann kannar bakgrunn hugmyndanna um samfélagslegt hlutverk lista til að bæta lífshætti og lyfta siðferðislegum þroska Íslendinga og skoðar áhrif þeirra á samfélagspólitíska umræðu um menningarmál sem og á opinbera aðkomu ríkis að málefnum lista og menningar á árunum fram um 1930.

Meðal viðfangsefna Ólafs má nefna rannsóknir á menningarpólitík, menningararfi, líkamsmenningu og ómenningu.

Rannsóknir Ólafs á því góða og fagra hafa leitt hann inn á svið andhverfunnar, ómenningar eða þess sem litið hefur verið á í gegnum tíðina sem samfélagslega varasamt, mengandi eða hættulegt. Í þessum sögulegu rannsóknum hefur hann beint sjónum að meintum menningarlegum skaðvöldum eða menningarfyrirbrigðum sem meðvitaðir borgarar, sérfræðingar og stjórnmálamenn hafa álitið aðskotahluti í íslenskri menningu allt frá abstrakt-málverkinu til ameríkaniseringar, drengjakollinum til djassdans og postulínshundum til pönkmenningar. Þessar rannsóknir Ólafs tengja sig inn á svið líkamsmenningar svo sem um hvernig ýmsar djúpstæðar hugmyndir um til dæmis þjóðerni, kyngervi, tísku og fegurð hafa haft mótandi áhrif á líkamlega hegðun og hætti. Að endingu má hér nefna rannsóknir Ólafs á virkni hugmynda um menningararf og efnislegra minja um fortíðina í sögu og samtíð. Hér má sérstaklega nefna athuganir hans á merkingarlegri stöðu og gildi timburhúsabyggðarinnar í miðborg Reykjavíkur annars vegar og menningararfsvæðingu kvenlíkamans í samfélagspólitískri orðræðu þriðja áratugar tuttugustu aldar hins vegar.

Ólafur hefur tekið þátt í ýmsum innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum. Af yfirstandandi verkefnum má nefna Disability before Disability, sem stýrt er af Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur, prófessor í fötlunarfræði og Mobilities and Transnational Iceland, sem prófessorarnir Kristín Loftsdóttir, Unnur Dís Skaptadóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson stýra.

Ólafur er fæddur árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1989 og útskrifaðist með BA-gráðu í sagnfræði frá HÍ 1993. Ólafur lauk meistaraprófi í mannfræði frá Monash-háskóla í Melbourne í Ástralíu árið 1998 og doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2012. Á tímabili starfaði hann sem sérfræðingur á Hagstofu Íslands og sem sjálfstætt starfandi fræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna. Meðfram doktorsnámi var hann stundakennari við Háskóla Íslands en var ráðinn lektor í þjóðfræði árið 2014.

Ólafur hefur m.a. kannað samhengi orðræðunnar um menningu og listir við hugsjónir og umbætur í íslensku samfélagi og útfærslu þeirra á fyrstu áratugum tuttugustu aldar.

Ólafur hefur birt greinar og bókakafla í íslenskum og erlendum fagtímaritum og -bókum og hefur jafnframt ritstýrt bókum og tímaritum á fagsviði sínu. Meðal bóka sem hann hefur ritstýrt má nefna Constructing Cultural Identity, Representing Social Power (2010) og Menningararfur á Íslandi: Gagnrýni og greining (2015) sem hann ritstýrði ásamt Valdimari Tr. Haftsein. Árið 2013 gaf Háskólaútgáfan út bókina Háborgin: Menning, fagurfræði og pólitík í upphafi tuttugustu aldar, sem byggir á doktorsritgerð Ólafs.

Mynd:

...