siður, venja, breytileg eftir breytilegum smekk, ríkjandi um skemmri eða lengri tíma, einkum í klæðaburði og snyrtingu.Samkvæmt vefsíðu sem Fata og textíldeild Fjölbrautaskóla Suðurlands heldur úti er tíska ýmis konar þróun á formum, línum, efni og litum sem almenningur tekur upp á arma sína. Tískufyrirbæri koma og fara, hippar og pönkarar eru til dæmis ekki í tísku núna en voru áður í tísku. Stundum geta hlutir sem voru einu sinni vinsælir orðið það aftur, pönkarar gætu til dæmis orðið tískufyrirbæri bráðum aftur.
Leiðbeiningar: Smellið á leitarorðin hér fyrir neðan og skoðið tölunar yfir fjölda vefsíðna sem leitarorðið finnst í (til hægri á bláa borðanum sem er ofarlega á síðunni.) Hæsta talan segir til um hvaða vörumerki er mest í tísku:Heimildir og mynd:
- Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.
- Fata og textíldeild Fjölbrautaskóla Suðurlands.
- Tom's Hardware.com
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.