Vinna sótthreinsunarefni með fjórgildum efnasamböndum á COVID-veirunni? Þá er ég að hugsa um hvort það sé gagnlegt að úða þoku með fjórgildum efnasamböndum á skrifstofum, heilsurækt, og matsal. Ég er látin gera þetta en efast mikið um gagnsemi gegn COVID-19. (Þetta er notað í matvælaiðnaði gegn gerlum og sýklum með góðum árangri.)Fjórgild ammóníumsambönd (e. quaternary ammonium compounds) eru efnasambönd sem hafa bæði sápu- og sótthreinsieiginleika.[1] Þau virka gegn ákveðnum bakteríum, sveppum og veirum en alls ekki öllum. Þau teljast því ekki mjög virk sótthreinsiefni og á sjúkrahúsum eru þau aðallega notuð með öðrum efnum eða aðferðum. Þau eru hins vegar mikið notuð í matvælaiðnaði og á heimilum. Fjórgild ammóníumsambönd eru af mismunandi gerðum og sótthreinsieiginleikar þeirra fara eftir byggingu efnasambandanna. Bensalkóníum-klóríð og dídecyldímethylammoníum-klóríð eru algeng efni af þessari gerð og virku efnin í ýmsum vörum sem ætlaðar eru til sótthreinsunar (dæmi: Bactan-4 sótthreinsiúði og Rodalon).

Fjórgild ammóníumsambönd hafa bæði sápu- og sótthreinsieiginleika. Í fæstum tilvikum gagnast að úða þoku af sótthreinsiefnum út í loftið til að óvirkja SARS-CoV-2-veiruna og slíkt getur beinlínis verið skaðlegt. Þrif ættu frekar að beinast að helstu snertiflötum.
- ^ Bauman, R.W. 2017. Microbiology with diseases by taxonomy, 5. útg., Pearson Education.
- ^ Ogilvie, B. H., Solis-Leal, A., Lopez, J. B., ofl.. (2021). Alcohol-free hand sanitizer and other quaternary ammonium disinfectants quickly and effectively inactivate SARS-CoV-2. The Journal of hospital infection, 108, 142–145. https://doi.org/10.1016/j.jhin.2020.11.023
- ^ Saknimit M, Inatsuki I, Sugiyama Y, Yagami K. Virucidal efficacy of physico-chemical treatments against coronaviruses and parvoviruses of laboratory animals. Jikken Dobutsu. 1988 Jul;37(3):341-5. https://doi.org/10.1538/expanim1978.37.3_341.
- ^ Schrank CL, Minbiole KPC, Wuest WM. Are Quaternary Ammonium Compounds, the Workhorse Disinfectants, Effective against Severe Acute Respiratory Syndrome-Coronavirus-2? ACS Infect Dis. 2020 Jul 10;6(7):1553-1557. https://doi.org/10.1021/acsinfecdis.0c00265.
- ^ United States Environmental Protection Agency. List N: Disinfectants for Use Against SARS-CoV-2 (https://www.epa.gov/coronavirus/about-list-n-disinfectants-coronavirus-covid-19-0.)
- ^ https://www.cdc.gov/coronavirus/2019-ncov/more/science-and-research/surface-transmission.html
- ^ Scientific Brief: SARS-CoV-2 Transmission. (Sótt 11.08.2021).
- ^ Per A. Clausen, Marie Frederiksen, Camilla S. Sejbæk, ofl. 2020, Chemicals inhaled from spray cleaning and disinfection products and their respiratory effects. A comprehensive review. International Journal of Hygiene and Environmental Health, Volume 229, 113592, https://doi.org/10.1016/j.ijheh.2020.113592.
- ^ Merchel Piovesan Pereira, B., & Tagkopoulos, I. (2019). Benzalkonium Chlorides: Uses, Regulatory Status, and Microbial Resistance. Applied and environmental microbiology, 85(13), e00377-19. https://doi.org/10.1128/AEM.00377-19
- Bactan-4, Sótthreinsiúði 5L - Tandur hf. (Sótt 11.08.2021).