Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Drepur handspritt kórónaveiruna?

Jón Gunnar Þorsteinsson, Stefán Ragnar Jónsson og Þórdís Hulda Tómasdóttir

COVID-19 borði í flokk
Öll spurningin hljóðaði svona:

Er gagn að því að „spritta“ hendur sem vörn gegn kórónaveirunni? Drepur spritt veiruna? Ef ekki, hvers vegna er verið að mæla með „sprittun“ á höndum?

Fyrst er rétt að minna á það að veirur eru ekki eiginlegar lífverur og orðalagið „að drepa“ á því ekki vel við þær. Spritt (alkóhól) hefur hins tiltekin áhrif á veirur og það sama má segja um sápuefni. Öflugur handþvottur með sápu og vatni hefur jafnvel enn meiri áhrif en sprittun vegna þess að með skoluninni sem fylgir honum eru meiri líkur á að ná til veira sem gætu setið fastar í örsmáum skorum í húðinni. Lesa má meira um þetta í svari við spurningunni Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?

Spritt vinnur almennt betur gegn hjúpuðum veirum en þeim sem eru hjúplausar og skiptir þá engu hvort átt er við RNA- eða DNA-veirur. Hjúpaðar veirur eru þær sem hafa svonefndan lípíðhjúp utan um prótínkápuna, en hjúpinn fá veirurnar frá frumuhimnu hýsilfrumu. Lípíð eru lífræn efnasambönd sem eru leysanleg í lífrænum leysum en óleysanleg í vatni. Fituefni og vax eru dæmi um lípíð.

Einföld skýringarmynd af hjúpaðri veiru. Handspritt rýfur lípíðhjúpinn og getur einnig valdið því að prótínkápa veirunnar flettist í sundur. Þá verður veiran óstarfhæf.

Kórónaveirur, inflúensa og HIV-veiran hafa allar lípíðhjúp utan um prótínkápuna og eru því næmari fyrir spritti en óhjúpaðar veirur sem eru alla jafna mun harðgerðari. Rhinoveirur sem valda kvefi og nóróveirur sem valda iðrasýkingum eru dæmi um óhjúpaðar veirur. Áhrifaríkast er að sprittið innihaldi að minnsta kosti rúmlega 70% alkóhól. Ef alkóhólmagnið er 90% eða meira er hins vegar hætta á að það gufi upp áður en það gerir sitt gagn.

Í stuttu máli hefur sprittið þau áhrif að lípíðhjúpurinn utan um veirurnar rofnar. Alkóhólið getur einnig valdið því að það losnar um tengi sem viðhalda byggingu prótína í kápunni utan um veirurnar. Þetta nefnist eðlissvipting (e. denaturarion) og hún gerir veiruna óstarfhæfa því prótínin flettast í sundur.

Rétt er að hafa í huga að ef hendur eru bersýnilega óhreinar þarf ávallt að þvo þær með vatni og sápu því sprittun virkar aðeins á efsta lag óhreinindanna. Veiruagnir eru viðkvæmar einar og sér en þegar þær liggja í lífrænu efni, til dæmis í fitu og óhreinindum á húð, eru þær betur varðar. Hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti er hins vegar gott að hreinsa með handspritti, sérstaklega ef ekki gefst kostur á öflugum handþvotti strax.

Hvort sem hendur eru hreinsaðar með vatni og sápu eða með handspritti þarf að bleyta alla fleti handar og nudda vel til að fjarlægja sem mest af óhreinindunum. Slíkur þvottur tekur að minnsta kosti 20-30 sekúndur. Ágæt þumalputtaregla er að þess háttar handþvottur taki sama tíma og það tekur flesta að syngja lagið „Ég á afmæli í dag“ í tvígang.

Frekara lesefni:

Mynd:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Ágústi Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við HÍ, Herði Filippussyni, prófessor emeritus í lífefnafræði við HÍ og Ernu Magnúsdóttur, dósent í sameindalíffræði við HÍ, fyrir gagnlegan yfirlestur og athugasemdir við þetta svar.

Höfundar

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Þórdís Hulda Tómasdóttir

hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Landspítalans

Útgáfudagur

9.3.2020

Spyrjandi

Börkur Hrólfsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson, Stefán Ragnar Jónsson og Þórdís Hulda Tómasdóttir. „Drepur handspritt kórónaveiruna?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78820.

Jón Gunnar Þorsteinsson, Stefán Ragnar Jónsson og Þórdís Hulda Tómasdóttir. (2020, 9. mars). Drepur handspritt kórónaveiruna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78820

Jón Gunnar Þorsteinsson, Stefán Ragnar Jónsson og Þórdís Hulda Tómasdóttir. „Drepur handspritt kórónaveiruna?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78820>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Drepur handspritt kórónaveiruna?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Er gagn að því að „spritta“ hendur sem vörn gegn kórónaveirunni? Drepur spritt veiruna? Ef ekki, hvers vegna er verið að mæla með „sprittun“ á höndum?

Fyrst er rétt að minna á það að veirur eru ekki eiginlegar lífverur og orðalagið „að drepa“ á því ekki vel við þær. Spritt (alkóhól) hefur hins tiltekin áhrif á veirur og það sama má segja um sápuefni. Öflugur handþvottur með sápu og vatni hefur jafnvel enn meiri áhrif en sprittun vegna þess að með skoluninni sem fylgir honum eru meiri líkur á að ná til veira sem gætu setið fastar í örsmáum skorum í húðinni. Lesa má meira um þetta í svari við spurningunni Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?

Spritt vinnur almennt betur gegn hjúpuðum veirum en þeim sem eru hjúplausar og skiptir þá engu hvort átt er við RNA- eða DNA-veirur. Hjúpaðar veirur eru þær sem hafa svonefndan lípíðhjúp utan um prótínkápuna, en hjúpinn fá veirurnar frá frumuhimnu hýsilfrumu. Lípíð eru lífræn efnasambönd sem eru leysanleg í lífrænum leysum en óleysanleg í vatni. Fituefni og vax eru dæmi um lípíð.

Einföld skýringarmynd af hjúpaðri veiru. Handspritt rýfur lípíðhjúpinn og getur einnig valdið því að prótínkápa veirunnar flettist í sundur. Þá verður veiran óstarfhæf.

Kórónaveirur, inflúensa og HIV-veiran hafa allar lípíðhjúp utan um prótínkápuna og eru því næmari fyrir spritti en óhjúpaðar veirur sem eru alla jafna mun harðgerðari. Rhinoveirur sem valda kvefi og nóróveirur sem valda iðrasýkingum eru dæmi um óhjúpaðar veirur. Áhrifaríkast er að sprittið innihaldi að minnsta kosti rúmlega 70% alkóhól. Ef alkóhólmagnið er 90% eða meira er hins vegar hætta á að það gufi upp áður en það gerir sitt gagn.

Í stuttu máli hefur sprittið þau áhrif að lípíðhjúpurinn utan um veirurnar rofnar. Alkóhólið getur einnig valdið því að það losnar um tengi sem viðhalda byggingu prótína í kápunni utan um veirurnar. Þetta nefnist eðlissvipting (e. denaturarion) og hún gerir veiruna óstarfhæfa því prótínin flettast í sundur.

Rétt er að hafa í huga að ef hendur eru bersýnilega óhreinar þarf ávallt að þvo þær með vatni og sápu því sprittun virkar aðeins á efsta lag óhreinindanna. Veiruagnir eru viðkvæmar einar og sér en þegar þær liggja í lífrænu efni, til dæmis í fitu og óhreinindum á húð, eru þær betur varðar. Hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti er hins vegar gott að hreinsa með handspritti, sérstaklega ef ekki gefst kostur á öflugum handþvotti strax.

Hvort sem hendur eru hreinsaðar með vatni og sápu eða með handspritti þarf að bleyta alla fleti handar og nudda vel til að fjarlægja sem mest af óhreinindunum. Slíkur þvottur tekur að minnsta kosti 20-30 sekúndur. Ágæt þumalputtaregla er að þess háttar handþvottur taki sama tíma og það tekur flesta að syngja lagið „Ég á afmæli í dag“ í tvígang.

Frekara lesefni:

Mynd:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Ágústi Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við HÍ, Herði Filippussyni, prófessor emeritus í lífefnafræði við HÍ og Ernu Magnúsdóttur, dósent í sameindalíffræði við HÍ, fyrir gagnlegan yfirlestur og athugasemdir við þetta svar....