Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Gallirallus dieffenbachii er útdauð fuglategund af ætt rella (rallidae). Tegundin var einlend á þremur eyjum í Chathman-eyjaklasanum austan Nýja-Sjálands (einlend merkir að tegund finnst ekki annars staðar). Þessar þrjár eyjur eru smáar, stærst er Chathameyja sem er rúmir 800 ferkílómetrar, Pitteyja er aðeins tæpir 70 ferkílómetrar og Mangere er enn minni.
Gallirallus dieffenbachii hefur verið útdauður í tæplega 140 ár.
Talið er G. dieffenbachii hafi dáið út ekki seinna en 1872. Helstu ástæður þess að fuglinn dó út eru breytingar í vistkerfi hans með tilkomu rotta, katta og hunda sem áttu auðvelt með að veiða þessa ófleygu fugla auk þess sem gróðureldar ollu skemmdum á vistkerfinu. Eyjurnar eru það litlar og skóglendi til að felast í það lítið að afar ólíklegt er að þar sé að finna fugla sem enginn hefur orðið var við í næstum eina og hálfa öld.
Heimildir og mynd:
Trewick, S. 1997. Sympatric flightless rails Gallirallus dieffenbachii and G. modestus on the Chatham Islands, New Zealand; morphometrics and alternative evolutionary scenarios. Journal of The Royal Society of New Zealand, 27(4): 451-464.
Jón Már Halldórsson. „Eru einhverjar líkur á að grasrella (Gallirallus dieffenbachii) sé ekki útdauð?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53111.
Jón Már Halldórsson. (2009, 25. ágúst). Eru einhverjar líkur á að grasrella (Gallirallus dieffenbachii) sé ekki útdauð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53111
Jón Már Halldórsson. „Eru einhverjar líkur á að grasrella (Gallirallus dieffenbachii) sé ekki útdauð?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53111>.