Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við með hugtakinu atómskáld?

Jón Yngvi Jóhannsson

Orðið „atómskáld“ á uppruna sinn í skáldsögu Halldórs Laxness, Atómstöðinni, sem kom út árið 1948. Orðið birtist fyrst á prenti í íslenskum blöðum og tímaritum árið 1950 og virðist undraskjótt hafa öðlast nokkuð skýra merkingu sem á sér algerlega tvær hliðar. Þannig virðist það hafa lifað allt til dagsins í dag. Annars vegar er það notað sem uppnefni um skáld sem ganga í berhögg við hefðina. Hins vegar er það notað sem lýsing á módernískum skáldskap, eða eins og málfræðingurinn Sveinn Bergsveinsson (1907-1988) segir í grein í tímaritinu Líf og list árið 1950:

Orðið atómskáld hef ég ekki búið til, ég heyrði það fyrst af vörum eins vinar míns. Það táknar yngsta hóp skálda vorra, sem hafa tileinkað sér nýjan stíl í ljóðagerð. Orðið atóm bendir fyrst og fremst til hins nýja tíma, því næst til tíma tilraunanna og tæknilegra framfara.[1]

Sveinn átti raunar sjálfur eftir að nota hugtakið á neikvæðari hátt og gagnrýna ungu skáldin fyrir innihaldsleysi og fylgispekt við erlenda tískustrauma. Hugtakið „atómskáld“ hefur verið notað í fræðilegri umræðu um íslenska bókmenntasögu æ síðan, sem og í daglegu máli. Eysteinn Þorvaldsson (1932-2020) skrifaði árið 1980 bók sem nefndist Atómskáldin þar sem hann færir rök fyrir því að hin réttnefndu atómskáld séu Stefán Hörður Grímsson (1919-2002), Hannes Sigfússon (1922-1997), Sigfús Daðason (1928-1996), Einar Bragi (1921-2005) og Jón Óskar (1921-1998). Þessi afmörkun Eysteins hefur orðið býsna lífsseig í bókmenntasöguritum og kennslubókum.

Hugtakið atómskáld er séríslenskt og á sér ekki hliðstæðu í bókmenntasögu annarra þjóða svo vitað sé. Myndin sýnir atómsprengju sem sprengd var neðansjávar árið 1946.

Hugtakið atómskáld er áhugavert í sjálfu sér. Það er séríslenskt og á sér ekki hliðstæðu í bókmenntasögu annarra þjóða svo vitað sé þótt bókmenntastefnan sem það lýsir eigi það vissulega; það lýsir módernisma. Engu að síður hefur það lengi verið notað í umfjöllun um íslenska ljóðlist, bæði í rannsóknum og kennslu. Það má líklega einnig fullyrða að orðin atómskáld og atómljóð séu í mun meiri almennri notkun en velflest önnur bókmenntasöguleg hugtök.

Að lokum fór svo að hugtakið, sem upphaflega var skammaryrði, varð að heiðursnafnbót sem aðeins var notuð um útvalinn hóp skálda, að minnsta kosti á vettvangi bókmennta og gagnrýni. Það er þó engan veginn sjálfgefið að sá hópur þurfi alltaf að einskorðast við þau fimm skáld sem nefnd eru til sögunnar í fyrrnefndri rannsókn Eysteins Þorvaldssonar.

Tilvísun:
  1. ^ Sveinn Bergsveinsson, „Sigfús Elíasson og atómskáldin“, Líf og list 1.6 1950, bls. 16.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Jón Yngvi Jóhannsson

dósent á Menntavísindasviði HÍ

Útgáfudagur

13.12.2022

Spyrjandi

Kristjana

Tilvísun

Jón Yngvi Jóhannsson. „Hvað er átt við með hugtakinu atómskáld?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84337.

Jón Yngvi Jóhannsson. (2022, 13. desember). Hvað er átt við með hugtakinu atómskáld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84337

Jón Yngvi Jóhannsson. „Hvað er átt við með hugtakinu atómskáld?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84337>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með hugtakinu atómskáld?
Orðið „atómskáld“ á uppruna sinn í skáldsögu Halldórs Laxness, Atómstöðinni, sem kom út árið 1948. Orðið birtist fyrst á prenti í íslenskum blöðum og tímaritum árið 1950 og virðist undraskjótt hafa öðlast nokkuð skýra merkingu sem á sér algerlega tvær hliðar. Þannig virðist það hafa lifað allt til dagsins í dag. Annars vegar er það notað sem uppnefni um skáld sem ganga í berhögg við hefðina. Hins vegar er það notað sem lýsing á módernískum skáldskap, eða eins og málfræðingurinn Sveinn Bergsveinsson (1907-1988) segir í grein í tímaritinu Líf og list árið 1950:

Orðið atómskáld hef ég ekki búið til, ég heyrði það fyrst af vörum eins vinar míns. Það táknar yngsta hóp skálda vorra, sem hafa tileinkað sér nýjan stíl í ljóðagerð. Orðið atóm bendir fyrst og fremst til hins nýja tíma, því næst til tíma tilraunanna og tæknilegra framfara.[1]

Sveinn átti raunar sjálfur eftir að nota hugtakið á neikvæðari hátt og gagnrýna ungu skáldin fyrir innihaldsleysi og fylgispekt við erlenda tískustrauma. Hugtakið „atómskáld“ hefur verið notað í fræðilegri umræðu um íslenska bókmenntasögu æ síðan, sem og í daglegu máli. Eysteinn Þorvaldsson (1932-2020) skrifaði árið 1980 bók sem nefndist Atómskáldin þar sem hann færir rök fyrir því að hin réttnefndu atómskáld séu Stefán Hörður Grímsson (1919-2002), Hannes Sigfússon (1922-1997), Sigfús Daðason (1928-1996), Einar Bragi (1921-2005) og Jón Óskar (1921-1998). Þessi afmörkun Eysteins hefur orðið býsna lífsseig í bókmenntasöguritum og kennslubókum.

Hugtakið atómskáld er séríslenskt og á sér ekki hliðstæðu í bókmenntasögu annarra þjóða svo vitað sé. Myndin sýnir atómsprengju sem sprengd var neðansjávar árið 1946.

Hugtakið atómskáld er áhugavert í sjálfu sér. Það er séríslenskt og á sér ekki hliðstæðu í bókmenntasögu annarra þjóða svo vitað sé þótt bókmenntastefnan sem það lýsir eigi það vissulega; það lýsir módernisma. Engu að síður hefur það lengi verið notað í umfjöllun um íslenska ljóðlist, bæði í rannsóknum og kennslu. Það má líklega einnig fullyrða að orðin atómskáld og atómljóð séu í mun meiri almennri notkun en velflest önnur bókmenntasöguleg hugtök.

Að lokum fór svo að hugtakið, sem upphaflega var skammaryrði, varð að heiðursnafnbót sem aðeins var notuð um útvalinn hóp skálda, að minnsta kosti á vettvangi bókmennta og gagnrýni. Það er þó engan veginn sjálfgefið að sá hópur þurfi alltaf að einskorðast við þau fimm skáld sem nefnd eru til sögunnar í fyrrnefndri rannsókn Eysteins Þorvaldssonar.

Tilvísun:
  1. ^ Sveinn Bergsveinsson, „Sigfús Elíasson og atómskáldin“, Líf og list 1.6 1950, bls. 16.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....