Stærstu villtu hreindýrahjarðir í heiminum í dag eru líklega í Alaska. Heildarstofnstærð alaskahreindýra (Rangifer tarandus granti) er sennilega um 900 þúsund dýr sem skiptast niður í 32 hjarðir. Þessir hópar eru aðskildir á burðartímum en blandast að langmestu í vetrarhaga og mynda þá gríðarstóra hjörð. Einnig eru stórar villtar hjarðir í austurhluta Rússlands en þær hafa farið minnkandi á undanförnum árum vegna ofveiði og afráns.
Í dag er stærstur hluti hreindýra heimsins í haldi manna, aðallega í Skandinavíu, Síberíu og á Grænlandi. Til að mynda eru um 500 þúsund hreindýr í búhjörðum í Lapplandi. Samkvæmt heimildum höfundar hafa fræðimenn metið heimsstofn hreindýra um 5 milljón dýr og sennilega eru rúmlega 80% af þeim í haldi manna. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum: Heimild og mynd: