Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 992 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju verða tennur skakkar?

Tann- og bitskekkja er talin stafa fyrst og fremst af arfgengum orsökum. Hvert mannsbarn hlýtur í vöggugjöf úr ýmsum áttum fjölda eininga sem þurfa að raðast vel saman til þess að úr verði rétt bit og réttar tennur. Ef kjálkar, tennur og mjúkvefir andlitsins mynda ekki samræmda heild verður útkoman meira eða minna...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað getur þú sagt mér um Hubblessjónaukann?

Hubble-geimsjónaukinn (e. Hubble Space Telescope, HST), eða Hubblessjónaukinn, er geimsjónauki sem skotið var á loft með geimferjunni Discovery hinn 24. apríl árið 1990 og á því 25 ára afmæli þegar þetta er skrifað í apríl 2015. Hann er spegilsjónauki og geta mælitæki hans numið vítt svið rafsegulrófsins: Nær-útfj...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Berast ljósgeislar í andrúmsloftinu til okkar eftir beinni línu eða geta þeir bognað?

Hraði ljósbylgna í lofti ræðst af þéttleika loftsins, fjölda sameinda á rúmmálseiningu. Þéttleikinn stjórnast svo af þrýstingi og hitastigi; vex með hækkandi þrýstingi og fallandi hitastigi. Hraðanum v er lýst með jöfnunni v=c/n, þar sem c er ljóshraðinn í lofttæmi og stærðin n er svokallaður ljósbrotsstuðull (e. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru egg tjaldsins?

Tjaldur (Haematopus ostralegus) er af ættbálki strandfugla en hann er vaðfugl með langa fætur. Hann er að mestu leyti farfugl en hluti stofnsins dvelur þó á Íslandi á veturna. Farfuglarnir koma til Íslands í mars eða apríl og fara í ágúst eða september til annarra landa, þá gjarnan Bretlandseyja. Tjaldurinn er sva...

category-iconStærðfræði

Hvað er áttungur í rúmfræði?

Áttungur (e. octant) í rúmfræði fæst þegar þrívíðu evklíðsku rúmi er skipt eins og sést nánar á myndinni hér á eftir. Við byrjum á að koma hnitaásunum, sem eru merktir með x, y og z, fyrir í rúminu hornréttum hverjum á annan eins og myndin sýnir. Þeir skilgreina þrjár sléttur, xy, yz og xz, og þær skipta rúminu ei...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað veist þú um Amasonfljótið?

Amasonfljótið í Suður-Ameríku er annað lengsta vatnsfall í heimi á eftir ánni Níl eins og lesa má um í svari við spurningunni Hver eru lengstu fljót í heimi? Það á upptök sín í Andesfjöllum innan landamæra Perú, rennur í gegnum Brasilíu og fellur til sjávar í Atlantshafið. Lengd þess frá upptökum til ósa eru um 6...

category-iconLandafræði

Hvað er Ólafsfjarðarvatn stórt og hvað er svona merkilegt við vatnið?

Ólafsfjarðarvatn er eins og nafnið bendir til í Ólafsfirði. Vatnið er frekar grunnt, mesta dýpi er um 10 - 11 metrar. Það er um 2,5 ferkílómetrar að flatarmáli; um 3 km á lengd og um 1 km á breidd þar sem það er breiðast. Allbreitt rif, sand- og malarkambur, um 250 m breitt skilur vatnið frá sjónum og rennur ós úr...

category-iconVísindi almennt

Hvað er langt milli Vopnafjarðar og Eyrarbakka upp á míkrómetra?

Þessi spurning gefur tilefni til að taka á málum sem margir átta sig ekki á til hlítar. Er þá einkum átt við nákvæmni í tölum og talnameðferð og hvernig hún helst í hendur við eðli máls og aðstæður allar hverju sinni. Míkrómetrinn er skammstafaður µm, þar sem µ er gríski bókstafurinn mý. Einn µm er milljónasti ...

category-iconHugvísindi

Hvað var í grafhvelfingunni í Halikarnassos?

Grafhýsið í Halikarnassos hét öðru nafni grafhýsi Másolosar en af nafni hans er einmitt komið orðið mausoleum sem á ýmsum erlendum tungumálum merkir einfaldlega grafhýsi eða grafhvelfing. Grafhýsi Másolosar var reist um miðja fjórðu öld fyrir okkar tímatal og var talið eitt af sjö undrum veraldar. Þar var Másol...

category-iconStærðfræði

Hvar verð ég staddur ef ég ferðast með 50 km hraða á klukkustund í norðaustur í 110 daga?

Með þessum hraða fer spyrjandinn 1200 km á sólarhring og ef hann héldi því áfram í 110 daga yrðu úr því 132.000 km. Gallinn er hins vegar sá að hann kemst ekki svo langt með því að fara sífellt í norðaustur. Sá sem ferðast sífellt í sömu stefnu á jarðarkúlunni endar á öðrum hvorum pólnum nema þessi fasta stefn...

category-iconVísindafréttir

Gervitungl á Háskólatorgi

Dagana 15.-18. janúar 2018 gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að skoða gervitungl á Háskólatorgi en um er að ræða hátæknitungl sem notað er til að mynda jörðina úr mikilli hæð. Margir ætla að gervitungl séu gríðarstór, sem þau hafa auðvitað verið og sum um tíu tonn að þyngd, en með aukinni þróun, og ekki s...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er stærð og staðsetning megineldstöðvar Heklu? Hekla er megineldstöð á samnefndu eldstöðvakerfi á mörkum Austurgosbeltis og svonefnds Suðurlandsbrotabeltis (sjá mynd). Kerfið er um 40 kílómetra langt og um sjö kílómetra breitt eins og Sveinn Jakobsson skilgreinir ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var fyrsta steinhúsið landsins byggt og hvaða hús er það?

Um miðja 18. öld fóru dönsk stjórnvöld að beita sér fyrir eflingu iðnaðar hér á landi. Konungur styrkti hlutafélagið Innréttingar sem Skúli Magnússon, sem var skipaður landfógeti 1749, stofnaði með öðrum 1751. Aðalaðsetur Innréttinganna var valinn staður í Reykjavík og lagði grunn að þéttbýlismyndun þar. Skúli...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er gullinsnið?

Nokkrar spurningar hafa borist um gullinsnið: Hvað er "Gullna sniðið"? (Róbert og María). Hvað er gullinsnið, til hvers er það notað, hver fann það upp og hvers vegna eru ýmis líffæri í mannslíkamanum í sömu hlutföllum og það? (Súsanna). Gullinsnið er hlutfall, nánar tiltekið hlutfallið \[\left(\frac{1}{2}+...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hversu litlir eru hlutir á nanóskala?

Vísindavefnum berast oft spurningar um ýmislegt sem viðkemur nanótækni. Margir eiga erfitt með að átta sig á stærð eða öllu heldur smæð hluta á nanóskala enda eru stærðir þar minni en við eigum að venjast úr daglega lífinu. Oft fáum við einnig spurningar um það hversu smáar mælieiningar geta orðið og við eigum ...

Fleiri niðurstöður