Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur þú sagt mér um Hubblessjónaukann?

Sævar Helgi Bragason

Hubble-geimsjónaukinn (e. Hubble Space Telescope, HST), eða Hubblessjónaukinn, er geimsjónauki sem skotið var á loft með geimferjunni Discovery hinn 24. apríl árið 1990 og á því 25 ára afmæli þegar þetta er skrifað í apríl 2015. Hann er spegilsjónauki og geta mælitæki hans numið vítt svið rafsegulrófsins: Nær-útfjólublátt ljós, sýnilegt ljós og nær-innrautt ljós. Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA og ESA (Geimvísindastofnunar Evrópu) en hann er nefndur eftir bandaríska stjörnufræðingnum Edwin Hubble sem gerði eina mestu vísindauppgötvun 20. aldar þegar hann uppgötvaði að alheimurinn er að þenjast út.

Hubblessjónaukinn er á stærð við strætisvagn. Hann er um 13 metrar að lengd, 4 metrar á breidd og vegur rúm 11 tonn. Safnspegillinn er 2,4 metrar á breidd, svo Hubble er mun minni en stærstu sjónaukar á Jörðinni. Hubblessjónaukinn er hins vegar staðsettur í um 555 km hæð í ystu loftlögum Jarðarinnar þar sem lofthjúpurinn er svo þunnur að það hefur engin áhrif á útsýni út í himingeiminn, öfugt við sjónauka á Jörðinni.

Hubble-geimsjónauki NASA og ESA.

Saga Hubblessjónaukans er í senn saga glæstra sigra og vonbrigða. Skömmu eftir að sjónaukinn fór út í geim kom í ljós að safnspegillinn var ekki rétt slípaður sem þýddi að myndirnar frá honum voru óskýrar. Þrjú ár liðu þangað til geimfarar heimsóttu sjónaukann í fyrsta sinn og komu fyrir leiðréttingarbúnaði sem leysti vandamálið. Síðan hafa geimfarar farið í fjóra viðhaldsleiðangra til Hubblessjónaukans, sá síðasti í maí 2009. Þá voru tvö ný mælitæki sett um borð í sjónaukann og gert við ýmiss konar búnað í honum.

Hubblessjónaukinn skipar veglegan sess í huga stjörnufræðinga og áhugamanna um himingeiminn. Hann hefur gert stjörnufræðingum kleift að rannsaka fjölmargt sem ekki hefur verið mögulegt að skoða í öðrum sjónaukum. Mikilvægi Hubblessjónaukans liggur ekki síður í því hvað hann hefur auðveldað kynningu á stjörnufræði. Myndir frá honum af geimþokum, fjarlægum vetrarbrautum, hnöttum sólkerfisins og alls konar fyrirbærum hafa átt mikinn þátt í stórauknum áhuga almennings á himingeimnum.

Arftaki Hubblessjónaukans er í smíðum en hann nefnist James Webb-geimsjónaukinn. Ef allt gengur að óskum verður hann sendur út í geiminn um svipað leyti og Hubble gefur upp öndina.


Þetta svar er hluti af grein um Hubble-geimsjónaukann á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin af sama vef. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér greinina í heild sinni.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

10.4.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað getur þú sagt mér um Hubblessjónaukann?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69839.

Sævar Helgi Bragason. (2015, 10. apríl). Hvað getur þú sagt mér um Hubblessjónaukann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69839

Sævar Helgi Bragason. „Hvað getur þú sagt mér um Hubblessjónaukann?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69839>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um Hubblessjónaukann?
Hubble-geimsjónaukinn (e. Hubble Space Telescope, HST), eða Hubblessjónaukinn, er geimsjónauki sem skotið var á loft með geimferjunni Discovery hinn 24. apríl árið 1990 og á því 25 ára afmæli þegar þetta er skrifað í apríl 2015. Hann er spegilsjónauki og geta mælitæki hans numið vítt svið rafsegulrófsins: Nær-útfjólublátt ljós, sýnilegt ljós og nær-innrautt ljós. Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA og ESA (Geimvísindastofnunar Evrópu) en hann er nefndur eftir bandaríska stjörnufræðingnum Edwin Hubble sem gerði eina mestu vísindauppgötvun 20. aldar þegar hann uppgötvaði að alheimurinn er að þenjast út.

Hubblessjónaukinn er á stærð við strætisvagn. Hann er um 13 metrar að lengd, 4 metrar á breidd og vegur rúm 11 tonn. Safnspegillinn er 2,4 metrar á breidd, svo Hubble er mun minni en stærstu sjónaukar á Jörðinni. Hubblessjónaukinn er hins vegar staðsettur í um 555 km hæð í ystu loftlögum Jarðarinnar þar sem lofthjúpurinn er svo þunnur að það hefur engin áhrif á útsýni út í himingeiminn, öfugt við sjónauka á Jörðinni.

Hubble-geimsjónauki NASA og ESA.

Saga Hubblessjónaukans er í senn saga glæstra sigra og vonbrigða. Skömmu eftir að sjónaukinn fór út í geim kom í ljós að safnspegillinn var ekki rétt slípaður sem þýddi að myndirnar frá honum voru óskýrar. Þrjú ár liðu þangað til geimfarar heimsóttu sjónaukann í fyrsta sinn og komu fyrir leiðréttingarbúnaði sem leysti vandamálið. Síðan hafa geimfarar farið í fjóra viðhaldsleiðangra til Hubblessjónaukans, sá síðasti í maí 2009. Þá voru tvö ný mælitæki sett um borð í sjónaukann og gert við ýmiss konar búnað í honum.

Hubblessjónaukinn skipar veglegan sess í huga stjörnufræðinga og áhugamanna um himingeiminn. Hann hefur gert stjörnufræðingum kleift að rannsaka fjölmargt sem ekki hefur verið mögulegt að skoða í öðrum sjónaukum. Mikilvægi Hubblessjónaukans liggur ekki síður í því hvað hann hefur auðveldað kynningu á stjörnufræði. Myndir frá honum af geimþokum, fjarlægum vetrarbrautum, hnöttum sólkerfisins og alls konar fyrirbærum hafa átt mikinn þátt í stórauknum áhuga almennings á himingeimnum.

Arftaki Hubblessjónaukans er í smíðum en hann nefnist James Webb-geimsjónaukinn. Ef allt gengur að óskum verður hann sendur út í geiminn um svipað leyti og Hubble gefur upp öndina.


Þetta svar er hluti af grein um Hubble-geimsjónaukann á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin af sama vef. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér greinina í heild sinni.

...