Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var fyrsta steinhúsið landsins byggt og hvaða hús er það?

Guðmundur L. Hafsteinsson

Um miðja 18. öld fóru dönsk stjórnvöld að beita sér fyrir eflingu iðnaðar hér á landi. Konungur styrkti hlutafélagið Innréttingar sem Skúli Magnússon, sem var skipaður landfógeti 1749, stofnaði með öðrum 1751. Aðalaðsetur Innréttinganna var valinn staður í Reykjavík og lagði grunn að þéttbýlismyndun þar.

Skúli Magnússon var einnig aðalhvatamaður þess að byggður yrði embættisbústaður fyrir hann í Viðey hlaðinn úr íslensku grjóti. Í anda upplýsingar voru dönsk stjórnvöld því fylgjandi að byggja hús úr varanlegu efni ef það mætti verða til þess að Íslendingar lærðu að byggja varanlegri hús en torfhús. Dönsk stjórnvöld vönduðu mjög undirbúning framkvæmda sinna. Létu þau hæfustu húsameistara sína teikna þau steinhús sem reist voru hér og sendu iðnaðarmenn hingað til lands til að vinna við og hafa umsjón með byggingaframkvæmdum og kenna Íslendingum hið nýja verklag.

Þau steinhús sem dönsk stjórnvöld reistu á 18. öld voru Viðeyjarstofa 1753-55, Hóladómkirkja 1757-63, Bessastaðastofa 1761-67, Nesstofa 1761-63, fangahúsið í Reykjavík (Stjórnarráðshúsið) 1765-70, Viðeyjarkirkja 1766-74, Landakirkja á Heimaey 1774-78, Bessastaðakirkja 1777-1795 og dómkirkjan í Reykjavík 1787-96.

Viðeyjarstofa er elsta steinhús landsins sem dönsk stjórnvöld létu byggja á árunum 1753-55.

Viðeyjarstofa

Bygging Viðeyjarstofu hófst árið 1753 og lauk 1755. Með byggingu steinhússins í Viðey hófst nýr kafli í íslenskri byggingarsögu, nýtt byggingarefni og nýjar byggingaraðferðir voru reynd. Upphaflega ætluðu dönsk stjórnvöld að byggja sameiginlegt hús fyrir stiftamtmann og landfógeta eins og teikningar Nicolaj Eigtved hirðbyggingarmeistara bera með sér en fallið var frá þeim áformum og einnar hæðar hús byggt.

Viðeyjarstofa er í afar látlausum rókokkóstíl sem sést að innanverðu á hurðum og umbúnaði þeirra, loftlistum og gluggagerð en að utan er húsið án skreytingar. Lengd hússins er tvöföld breidd þess og eftir miðju húsinu er steinhlaðinn veggur sem gólf- og loftbitar hvíla á. Gluggasetning á langhliðum er samhverf og þak með hálfum valma var klætt timbri í öndverðu. Veggir eru tvíhlaðnir og fyllt á milli þeirra með kalkblönduðum mulningi en steinar í hleðslu kalklímdir. Veggir voru kalkaðir og borðaþakið var tjargað.

Mynd:


Texti þessi svars er fenginn úr ritinu Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970. Svarið er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Höfundur

Útgáfudagur

20.5.2014

Spyrjandi

Rakel Jónsdóttir

Tilvísun

Guðmundur L. Hafsteinsson. „Hvenær var fyrsta steinhúsið landsins byggt og hvaða hús er það?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=9481.

Guðmundur L. Hafsteinsson. (2014, 20. maí). Hvenær var fyrsta steinhúsið landsins byggt og hvaða hús er það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=9481

Guðmundur L. Hafsteinsson. „Hvenær var fyrsta steinhúsið landsins byggt og hvaða hús er það?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=9481>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var fyrsta steinhúsið landsins byggt og hvaða hús er það?
Um miðja 18. öld fóru dönsk stjórnvöld að beita sér fyrir eflingu iðnaðar hér á landi. Konungur styrkti hlutafélagið Innréttingar sem Skúli Magnússon, sem var skipaður landfógeti 1749, stofnaði með öðrum 1751. Aðalaðsetur Innréttinganna var valinn staður í Reykjavík og lagði grunn að þéttbýlismyndun þar.

Skúli Magnússon var einnig aðalhvatamaður þess að byggður yrði embættisbústaður fyrir hann í Viðey hlaðinn úr íslensku grjóti. Í anda upplýsingar voru dönsk stjórnvöld því fylgjandi að byggja hús úr varanlegu efni ef það mætti verða til þess að Íslendingar lærðu að byggja varanlegri hús en torfhús. Dönsk stjórnvöld vönduðu mjög undirbúning framkvæmda sinna. Létu þau hæfustu húsameistara sína teikna þau steinhús sem reist voru hér og sendu iðnaðarmenn hingað til lands til að vinna við og hafa umsjón með byggingaframkvæmdum og kenna Íslendingum hið nýja verklag.

Þau steinhús sem dönsk stjórnvöld reistu á 18. öld voru Viðeyjarstofa 1753-55, Hóladómkirkja 1757-63, Bessastaðastofa 1761-67, Nesstofa 1761-63, fangahúsið í Reykjavík (Stjórnarráðshúsið) 1765-70, Viðeyjarkirkja 1766-74, Landakirkja á Heimaey 1774-78, Bessastaðakirkja 1777-1795 og dómkirkjan í Reykjavík 1787-96.

Viðeyjarstofa er elsta steinhús landsins sem dönsk stjórnvöld létu byggja á árunum 1753-55.

Viðeyjarstofa

Bygging Viðeyjarstofu hófst árið 1753 og lauk 1755. Með byggingu steinhússins í Viðey hófst nýr kafli í íslenskri byggingarsögu, nýtt byggingarefni og nýjar byggingaraðferðir voru reynd. Upphaflega ætluðu dönsk stjórnvöld að byggja sameiginlegt hús fyrir stiftamtmann og landfógeta eins og teikningar Nicolaj Eigtved hirðbyggingarmeistara bera með sér en fallið var frá þeim áformum og einnar hæðar hús byggt.

Viðeyjarstofa er í afar látlausum rókokkóstíl sem sést að innanverðu á hurðum og umbúnaði þeirra, loftlistum og gluggagerð en að utan er húsið án skreytingar. Lengd hússins er tvöföld breidd þess og eftir miðju húsinu er steinhlaðinn veggur sem gólf- og loftbitar hvíla á. Gluggasetning á langhliðum er samhverf og þak með hálfum valma var klætt timbri í öndverðu. Veggir eru tvíhlaðnir og fyllt á milli þeirra með kalkblönduðum mulningi en steinar í hleðslu kalklímdir. Veggir voru kalkaðir og borðaþakið var tjargað.

Mynd:


Texti þessi svars er fenginn úr ritinu Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970. Svarið er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

...