Amasonfljótið er vatnsmesta fljót í heimi en vatnsmagn þess breytist nokkuð eftir árstíðum. Það tekur að vaxa í nóvember og nær hámarki í júní, en þá fer að minnka í því aftur fram í lok október. Þegar minnst er í fljótinu þekur það um 110.000 km2 en á regntímanum rennur vatn yfir vel rúmlega 350.000 km2 svæði. Amasonfljótið er breiðasta vatnsfall heims, á köflum er breidd þess á milli bakka 6-10 km en verður mun meiri þegar flæðir í ánni. Um eða yfir 20% alls ferskvatns sem berst í heimshöfin með vatnsföllum kemur með Amasonfljótinu. Dýra- og plöntulíf er mjög fjölskrúðugt á Amasonsvæðinu, bæði í og við fljótið sjálft og ekki síst í Amasonregnskóginum, stærsta regnskógasvæði heims. Á Vísindavefnum hefur Jón Már Halldórsson fjallað um nokkrar þær dýrategundir sem þar finnast, til dæmis:
- Hvað getið þið sagt mér um píranafiska?
- Hvernig er dýralíf í Perú?
- Hvaða dýr búa í Brasilíu og hver þeirra eru í útrýmingarhættu?
- Hvað eru margar froskategundir til á Íslandi og í heiminum?
- Hvar finnast letidýr?
- Geta anakondur étið menn í heilu lagi?
- Getur þú lýst fyrir mér hvar sækýr búa og hvernig þær afla sér fæðu?
- Wikipedia: Amazon River
- MSN Encarta: Amazon (river)
- Infoplease: Amazon
- About: South America for Visitors
- Kort: Yamaha
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni.