Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 102 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig erum við látin vita ef það kemur eldgos?

Allar nauðsynlegar tilkynningar vegna hættu- eða neyðarástands eru lesnar í útvarpi. Mönnum er bæði bent á FM-sendingar og langbylgju (LW) Ríkisútvarpsins en hún nær um allt land og miðin einnig. Hægt er að lesa meira um FM- og langbylgjusendingar í Símaskránni á blaðsíðu 12. Á heimasíðu almannavarna.is eru sér...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita grýlukerti þessu nafni?

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um grýlukerti er úr Ferðabók Þorvalds Thoroddsens þar sem hann lýsti kísildrönglum niður með árfarvegi og líkti þeim við grýlukerti á þaki. Það sýnir að orðið grýlukerti er eldra í málinu en í bók hans. Kalksteinsstrókar, sem hanga niður úr hellisloftum, eru gjarnan kallaðir g...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos er það sem nú er nýlega hafið í Grímsvötnum 2011?

Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins. Í svari við spurningunni: Hvaða eldfjall hefur gosið mest? kemur fram að Grímsvötn hafa líklega gosið oftar en 30 sinnum á síðustu 400 árum. MODIS-gervitunglamynd frá 22.5.2011, tekin klukkan 5 um morgun. Á myndinni sést gosmökkurinn frá eldstöðinni í Grímsvötnum. Dökk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni?

Í bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Þórsmörk. Land og saga (Reykjavík 1996) er kafli um fjallferðir og smölun. Þar segir meðal annars:Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver verður líkleg staða jökla hérlendis eftir 50 ár miðað við óbreytta þróun?

Haldist loftslag næstu 50 ár svipað því sem var að meðaltali á 20. öld verða jöklar á Íslandi minni um miðja 21. öld en þeir eru nú - bæði að flatar- og rúmmáli. Fannir og margir smáir daljöklar til fjalla munu hverfa, en stóru hveljöklarnir (Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull og Mýrdalsjökull) verða enn á sínum...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Geta tvíburar átt hvor sinn föðurinn?

Já, það er möguleiki á að tvíeggja tvíburar eigi hvor sinn föður. Þá losna tvö egg í sama tíðahring hjá móðurinni og ef hún hefur samfarir við tvo menn í kringum egglosið getur sáðfruma frá þeim báðum frjóvgað sitt hvort eggið. Þetta er mjög sjaldgæft en mögulegt. Tvíburarnir og hálfbræðurnir Marcus og Lucas me...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir það að vera á bísanum og hvaðan er það komið?

Nafnorðið bísi 'hnuplari; þjófnaður' er ekki gamalt í málinu. Sama er að segja um hvorugkynsorðið bís 'hnupl' og sögnina að bísa 'hnupla, stela'. Þau eru frá því um miðja 20. öld og teljast til slanguryrða. Bísi, bís og sögnin að bísa eru tökuorð í íslensku og upphaflega úr sjómannamáli. Orðasambandið að v...

category-iconHugvísindi

Hvert er formlegt heiti landsins okkar?

Formlegt heiti er Ísland. Það er misskilningur ef menn halda að orðið lýðveldi sé hluti af nafninu. Yfirskrift stjórnarskrárinnar er Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Eins og sjá má er orðið lýðveldi haft með litlum staf. Margir hafa tekið eftir skjöldum við sendiráð Íslands erlendis þar sem stendur LÝÐVELDIÐ ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið skápur í örnefninu Skápadalur?

Skápadalur er jörð innst í Patreksfirði í gamla Rauðasandshreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu. Í örnefnaskrá fyrir jörðina sem Jónína Hafsteinsdóttir tók saman árið 1978 kemur fram að í eldri skrá eftir Ara Gíslason sé sagt „að nafn jarðarinnar sé á reiki, sé stundum Skyttudalur eða Skytjudalur. Ólafía Ólafsdóttir s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin að sóla, eins og að sóla einhvern í fótbolta?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Er sagnorðið að sóla, eins og að sóla einhvern í fótbolta, íslenskt orð? Hvaðan kemur það? Er það tengt enska orðinu solo? Sögnin að sóla er eitt af mörgum orðum úr erlendu tungumáli sem lagað hefur verið að íslensku. Í þessu tilviki er veitimálið enska. Enska orðið solo getu...

category-iconHugvísindi

Hvað hét byggð Eiríks rauða á Grænlandi og hvaða heimildir eru til um hana og endalok hennar?

Norrænir menn á Grænlandi bjuggu á tveimur stöðum á vesturströnd Grænlands, sem nefndust Eystribyggð og Vestribyggð. Eystribyggð var fjölmennari og þar bjó Eiríkur, á Brattahlíð í Eiríksfirði. Sá fjörður nefnist nú Tunugdliarfik. Fundist hafa ummerki um norræna byggð í báðum þessum byggðarlögum. Fornleifauppgrefti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?

Vatnajökull er víðast hvar 400-700 m þykkur, um 400 m að meðaltali, en mest um 950 m. Alls er rúmmál hans um 3.200 km3 sem jafngildir um 30 m þykku íslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Nákvæmni matsins gæti verið 3%. Vatnajökull 22. september 1973. Mynd frá Landsat gervitungli. Þykkt jökulsins hefur verið mæld...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan kemur nafngiftin á Faxaflóa?

Eldra nafn Faxaflóa var Faxaós, sem fyrir kemur í Fjarðatali, sem talið er frá því um 1200 (Íslenskt fornbréfasafn III:13-17) og í Landnámabók (Íslenzk fornrit I: 38, 39, 55). Í Lýsingu Útskálaprestakalls 1839 eftir sr. Sigurð B. Sívertsen er nefnd Faxabugt (Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 72). Á korti Björns...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar er Goðaland í nágrenni Fimmvörðuháls?

Goðaland er svæðið þegar komið er að norðanverðu niður af Fimmvörðuhálsi. Það afmarkast af Merkurtungum og Múlatungum í vestri og austri en af Krossá í norðri. Norðan Krossár heitir Þórsmörk en algengt er að það örnefni sé mishaft um Goðaland. Þórsmörk er eingöngu svæðið handan Krossár, tungan sem þar liggur milli...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir rannsaka eldgos?

Eldfjallafræði er þverfagleg fræðigrein þar sem vísindamenn með margvíslegan bakgrunn leggjast á eitt við rannsóknir á eldvirkni. Jarðvísindamenn eru stærsti hópurinn og þeir fást við rannsóknir á öllum hliðum eldgosa. Aðrir sem koma að rannsóknum eldgosa eru til dæmis líffræðingar, sagnfræðingar og læknar sem ran...

Fleiri niðurstöður