Er sagnorðið að sóla, eins og að sóla einhvern í fótbolta, íslenskt orð? Hvaðan kemur það? Er það tengt enska orðinu solo?Sögnin að sóla er eitt af mörgum orðum úr erlendu tungumáli sem lagað hefur verið að íslensku. Í þessu tilviki er veitimálið enska. Enska orðið solo getur bæði verið notað sem lýsingarorð og atviksorð um hvaðeina sem innt er af hendi af einum manni. Í knattspyrnu er það notað þegar liðsmaður kemst eða reynir að komast einn með boltann fram hjá andstæðingi. Solo er dregið af latneska orðinu solus ‘einn, aleinn’. Heimildir:
- Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson, Örnólfur Thorsson. 1982. Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál. Svart á hvítu, Reykjavík.
- Soccer 091 | Maggio7 | Flickr. Myndrétthafi er Maggio7. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 07.02.2017).