Er sagnorðið að sóla, eins og að sóla einhvern í fótbolta, íslenskt orð? Hvaðan kemur það? Er það tengt enska orðinu solo?Sögnin að sóla er eitt af mörgum orðum úr erlendu tungumáli sem lagað hefur verið að íslensku. Í þessu tilviki er veitimálið enska. Enska orðið solo getur bæði verið notað sem lýsingarorð og atviksorð um hvaðeina sem innt er af hendi af einum manni. Í knattspyrnu er það notað þegar liðsmaður kemst eða reynir að komast einn með boltann fram hjá andstæðingi.

Enska orðið solo getur bæði verið notað sem lýsingarorð og atviksorð um hvaðeina sem innt er af hendi af einum manni.
- Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson, Örnólfur Thorsson. 1982. Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál. Svart á hvítu, Reykjavík.
- Soccer 091 | Maggio7 | Flickr. Myndrétthafi er Maggio7. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 07.02.2017).