Grímsvötn eru þrjár samliggjandi öskjur og í þeirri yngstu er vatnið sem eldstöðin dregur nafn sitt af. Eldfjallið er undir Vatnajökli og þar kemur aðallega upp basaltkvika. Þegar kvikan kemst í snertingu við ís og bræðsluvatn verður svokallað sprengigos. Hægt er að lesa meira um sprengigos í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað er eldgos? eftir Ármann Höskuldsson
- Hvað er gosaska? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hvert berst gosaska? eftir Trausta Jónsson
- Er eldvirkni á Íslandi sveiflukennd? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hvaðan kemur heitið á Grímsvötnum og Grímsfjalli? eftir Svavar Sigmundsson
- Mökkur og eldingar á Veður.is. Sótt 23.5.2011.