Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig erum við látin vita ef það kemur eldgos?

JGÞ

Allar nauðsynlegar tilkynningar vegna hættu- eða neyðarástands eru lesnar í útvarpi. Mönnum er bæði bent á FM-sendingar og langbylgju (LW) Ríkisútvarpsins en hún nær um allt land og miðin einnig. Hægt er að lesa meira um FM- og langbylgjusendingar í Símaskránni á blaðsíðu 12.

Á heimasíðu almannavarna.is eru sérstakar upplýsingar um almannavarnir fyrir börn.

Á Vísindavefnum er til ýtarlegt svar eftir Freystein Sigmundsson við spurningunni Geta vísindin spáð eldgosum? Þar segir meðal annars:
Oft er talsverður aðdragandi að gosum. Fyrirboðar eldgosa geta verið margvíslegir og mikilvægt er að leggja mat á sem flesta þeirra. Algengustu fyrirboðarnir eru aukin jarðskjálftavirkni, landris á eldfjöllum, aukin jarðhitavirkni og breytingar í gasútstreymi og efnainnihaldi vatns. Allir tengjast þessir fyrirboðar því að kvikuhreyfingar eiga sér stað í eldfjöllum áður en til eldgoss kemur. Oft og tíðum safnast bráðin bergkvika fyrir á um 3-7 km dýpi í kvikuhólfum undir eldfjöllum áður en að brotmörkum er náð og eldgos hefst.

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.9.2006

Spyrjandi

Askur Arnason, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig erum við látin vita ef það kemur eldgos?“ Vísindavefurinn, 29. september 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6220.

JGÞ. (2006, 29. september). Hvernig erum við látin vita ef það kemur eldgos? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6220

JGÞ. „Hvernig erum við látin vita ef það kemur eldgos?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6220>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig erum við látin vita ef það kemur eldgos?
Allar nauðsynlegar tilkynningar vegna hættu- eða neyðarástands eru lesnar í útvarpi. Mönnum er bæði bent á FM-sendingar og langbylgju (LW) Ríkisútvarpsins en hún nær um allt land og miðin einnig. Hægt er að lesa meira um FM- og langbylgjusendingar í Símaskránni á blaðsíðu 12.

Á heimasíðu almannavarna.is eru sérstakar upplýsingar um almannavarnir fyrir börn.

Á Vísindavefnum er til ýtarlegt svar eftir Freystein Sigmundsson við spurningunni Geta vísindin spáð eldgosum? Þar segir meðal annars:
Oft er talsverður aðdragandi að gosum. Fyrirboðar eldgosa geta verið margvíslegir og mikilvægt er að leggja mat á sem flesta þeirra. Algengustu fyrirboðarnir eru aukin jarðskjálftavirkni, landris á eldfjöllum, aukin jarðhitavirkni og breytingar í gasútstreymi og efnainnihaldi vatns. Allir tengjast þessir fyrirboðar því að kvikuhreyfingar eiga sér stað í eldfjöllum áður en til eldgoss kemur. Oft og tíðum safnast bráðin bergkvika fyrir á um 3-7 km dýpi í kvikuhólfum undir eldfjöllum áður en að brotmörkum er náð og eldgos hefst.

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....