Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 126 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað gerði sá sem var forlíkunarmaður?

Orðið forlíkun þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 16. öld og hefur líklegast borist hingað sem tökuorð með biblíuþýðingum. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu sem prentað var 1540. Orðið merkir 'sátt, sættargerð' en einnig 'friðþæging'. Um orðið forlíkuna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er talað um að vera horaður, tengist það eitthvað hori sem kemur úr nefinu?

Lýsingarorðið horaður 'mjög magur' er dregið af nafnorðinu hor 'megurð, vesæld' með viðskeytinu -aður. Hor í þessari merkingu á ekki skylt við hor í merkingunni 'slímrennsli í nefi' (sjá Íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar 1989:362). Röntgenmynd af efri hluta mannslíkama. Talað er um að skepnur de...

category-iconHeimspeki

Er tími í raun og veru til?

Til að sjá hvort tími er til verðum við fyrst að athuga hvað tími er. Tíma má sjá sem margt í senn. Hægt er að sjá hann sem tæki til að mæla breytingar og einnig sem framfarandi runu augnablika í þræði. Hægt er að sjá tíma sem sandkorn í stundaglasi þar sem framtíðin fellur í augu okkar en fortíðina má sjá sem hrú...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað lásu Íslendingar á 18. öld?

Ætla má að um 1740 hafi rúmlega þriðjungur fullorðinna Íslending getað lesið sér til gagns á bók, nokkru færri konur en karlar. Árin 1741–1745 fóru Ludvig Harboe, síðar biskup á Sjálandi, og Jón Þorkelsson, fyrrum rektor Skálholtsskóla, um landið á vegum konungs og ræddu við presta, sem margir hverjir voru illa að...

category-iconHugvísindi

Hvers son var Fjalla-Eyvindur og hvers dóttir var Halla?

Eyvindur og Halla voru bæði Jónsbörn. Eyvindur var fæddur árið 1714 í Reykjadalssókn í Árnessýslu. Faðir hans var Jón Jónsson bóndi í Hlíð í Hrunamannahreppi og móðir hans var Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja í Hlíð. Hægt er að leita frekari upplýsinga um foreldra Fjalla-Eyvindar í ættfræðigrunninum Íslend...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins „þorpari“?

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1187), sem nú er aðgengileg á málið.is á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er sagt um orðið þorpari: þorpari k. ‘⊙þorpsbúi; þrjótur, illmenni’; sbr. fær. torpari ‘fátækur sveitabúi’. Vísast (ummyndað) to. úr mlþ. dorper ‘...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Gat fólk skilið í gamla daga?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefði ekki verið hægt fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá að fara fram á skilnað við maka sína í stað þess að myrða þá? Svo að byrjað sé á byrjuninni eru ótraustar og mótsagnakenndar heimildir um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í Brennu-Njáls sögu segir frá Þráni Sig...

category-iconÞjóðfræði

Hvað má segja um seli sem eru menn í álögum?

Upphafleg spurning var: Það er sagt að sumir selir séu menn í álögum og að á ákveðnum degi þá losni þeir úr líkama selsins. Getið þið sagt mér eitthvað um þetta? Víða um heim er talsverð hjátrú sem tengd er selum með einum eða öðrum hætti. Mönnum þykir skepnan falleg, einkum skinn hennar og augu. Oft hefur selum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðatiltækið 'ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið' og hvaðan er það komið?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er rétt: „Kálið verður ekki sopið fyrr en í ausuna er komið“ eða „Kálið er ekki sopið þó að í ausuna sé komið“?Orðatiltækið eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið þekkist þegar í fornu máli. Í 11. kafla Þórðar sögu hreðu stendur: Ríða þeir nú fram að þeim með ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver voru algeng nöfn víkinga?

Eftir því sem ég best veit hefur ekki verið tekinn saman listi yfir þá sem töldust víkingar eða vitað var að héldu í víking. Til er stuttur kafli um nöfn sem þekkt eru frá víkingatímanum í bók Assars Janzéns um norræn eiginnöfn (1948:28-29). Þau eru ekki sérstaklega nöfn á þeim sem héldu í víking heldur heimildir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma orðin Landmenn og Landmannalaugar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið "Landmenn", sbr. Landmannalaugar, Landmannaleið? Landmenn reka á Landmannaafrétt, afréttinn þeirra og lauga sig í laugunum sínum. Er þetta danskt tökuorð sbr. landmand/landmænd=bóndi/bændur? Ættum við kannski að tala um "Bændalaugar"? Í Íslenskri orð...

category-iconJarðvísindi

Hversu mörg snjóflóð falla árlega í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvert er meðaltal snjóflóða í Álftafirði, sérstaklega Súðavíkurhlíð? Er til kort af Íslandi með grafi sem sýnir á hvaða vegum snjóflóð og mögulega önnur algeng slys á umferðasamgöngum af náttúrunnar hendi gerast? Á árabilinu frá 1996 til 2013 voru skráð 452 snjóflóð á veginn ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara hreindýratalningar fram?

Fyrsta opinbera talningin á hreindýrum var haustið 1939 en þá fór Helgi Valtýsson að tilstuðlan Viðskiptamálaráðuneytisins ríðandi í Kringilsárrana til að telja hreindýr. Þann 22. desember sama ár voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem heimilað var að skipa sérstakan hreindýraeftirlitsmann og skyldi hann meðal ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gæti ég fengið að vita allt um skúma?

Skúmurinn (Stercorarius skua) er einkennisfugl sunnlensku sandanna. Helstu varpsvæði skúmsins eru á Mýrdals- og Skeiðarársandi. Hann er mjög sterklegur fugl og er sennilega þekktastur fyrir það hversu skörulega hann gengur fram í að verja hreiður sín. Skúmurinn er einnig öflugur í fuglaveiðum og veiðir ýmsar tegun...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Þorgils gjallandi?

Rithöfundurinn sem kallaði sig Þorgils gjallanda hét réttu nafni Jón Stefánsson (1851-1915) og var þingeyskur bóndi. Hann spratt úr því menningarumhverfi sem þróaðist á heimaslóðum hans í Suður-Þingeyjarsýslu undir lok 19. aldar þar sem ungt fólk sameinaðist um að kaupa og lesa nýjar og róttækar norrænar bókmennti...

Fleiri niðurstöður