Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerði sá sem var forlíkunarmaður?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið forlíkun þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 16. öld og hefur líklegast borist hingað sem tökuorð með biblíuþýðingum. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu sem prentað var 1540. Orðið merkir 'sátt, sættargerð' en einnig 'friðþæging'. Um orðið forlíkunarmaður eru dæmi frá sama tíma. Sá var eins konar sættargerðarmaður. Bæði orðin þekkjast í málinu allt fram undir þennan dag en í Íslenskri orðabók er kross settur framan við merkinguna. Með því er átt við að hún sé ,,fornt eða úrelt mál“ (2002: xiii).

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal, sem út kom á árunum 1920–1924, er spurningarmerki sett framan við bæði orðin sem er til merkis um það að Sigfús hafi litið á þau sem tökuorð og amast við þeim. Ástæðan er eflaust sú að í dönsku er til orðið forlig sem notað er á sama hátt og forlíkun í íslensku og forligsmand sem er sama og forlíkunarmaður.


Fyrir miðri mynd sést danski 'forlíkunarmaðurinn' Mette Kofoed Bjørnsen

Forligsmand er notað í Danmörku um þann sem vinnumálaráðherrann tilnefndir til að hafa milligöngu í vinnudeilum. Danska sögnin forlige merkir að 'bera saman' en einnig að 'sætta'. Hún var tekin að láni úr miðlágþýsku vorliken, í nútíma þýsku vergleichen 'bera saman'.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað var sá maður sem var forlíkunarmaður. Dæmi Jón Jónsson bóndi, meðhjálpari og forlíkunarmaður.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.1.2010

Spyrjandi

Jón Ragnarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað gerði sá sem var forlíkunarmaður?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54422.

Guðrún Kvaran. (2010, 6. janúar). Hvað gerði sá sem var forlíkunarmaður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54422

Guðrún Kvaran. „Hvað gerði sá sem var forlíkunarmaður?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54422>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerði sá sem var forlíkunarmaður?
Orðið forlíkun þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 16. öld og hefur líklegast borist hingað sem tökuorð með biblíuþýðingum. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu sem prentað var 1540. Orðið merkir 'sátt, sættargerð' en einnig 'friðþæging'. Um orðið forlíkunarmaður eru dæmi frá sama tíma. Sá var eins konar sættargerðarmaður. Bæði orðin þekkjast í málinu allt fram undir þennan dag en í Íslenskri orðabók er kross settur framan við merkinguna. Með því er átt við að hún sé ,,fornt eða úrelt mál“ (2002: xiii).

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal, sem út kom á árunum 1920–1924, er spurningarmerki sett framan við bæði orðin sem er til merkis um það að Sigfús hafi litið á þau sem tökuorð og amast við þeim. Ástæðan er eflaust sú að í dönsku er til orðið forlig sem notað er á sama hátt og forlíkun í íslensku og forligsmand sem er sama og forlíkunarmaður.


Fyrir miðri mynd sést danski 'forlíkunarmaðurinn' Mette Kofoed Bjørnsen

Forligsmand er notað í Danmörku um þann sem vinnumálaráðherrann tilnefndir til að hafa milligöngu í vinnudeilum. Danska sögnin forlige merkir að 'bera saman' en einnig að 'sætta'. Hún var tekin að láni úr miðlágþýsku vorliken, í nútíma þýsku vergleichen 'bera saman'.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað var sá maður sem var forlíkunarmaður. Dæmi Jón Jónsson bóndi, meðhjálpari og forlíkunarmaður.
...