Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mörg snjóflóð falla árlega í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi?

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar

Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvert er meðaltal snjóflóða í Álftafirði, sérstaklega Súðavíkurhlíð? Er til kort af Íslandi með grafi sem sýnir á hvaða vegum snjóflóð og mögulega önnur algeng slys á umferðasamgöngum af náttúrunnar hendi gerast?

Á árabilinu frá 1996 til 2013 voru skráð 452 snjóflóð á veginn um Súðavíkurhlíð, en það eru að meðaltali 26-27 snjóflóð á hverjum vetri. Á sama tíma eru skráð 24 snjóflóð sem féllu á veginn um Sjötúnahlíð og 16 önnur í Álftafirði sem ekki féllu á veg. Í gagnagrunn Veðurstofunnar eru skráð 69 snjóflóð í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi frá upphafi skráninga þegar snjóflóð á veginn um Súðavíkurhlíð eru undanskilin.

Snjómokstri lokið undir Súðavíkurhlíð 7. apríl 2010.

Taka ber fram að ekki eru öll snjóflóð sem falla skráð í gagnagrunn og því hafa mun fleiri flóð fallið í Álftafirði. Fyrir tíma sérstakra snjóathugunarmanna voru flóð ekki skráð nema þau vektu sérstaka athygli og helst þurftu þau að valda tjóni til að rata í heimildir. Enn í dag falla fjölmörg flóð án þess að þau séu skráð, einkum í óbyggðum. Í mörgum tilfellum sér enginn flóðin áður en ummerki um þau hverfa.

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar hvetur fólk til þess að láta vita af snjóflóðum með því að fylla út sérstakt form á vefsíðu Veðurstofunnar: http://skraflod.vedur.is/skra/snjoflod/ eða með því að senda tölvupóst á snjoflod@vedur.is eða hringja í Veðurstofuna í síma 522 6000 og biðja um vakthafandi snjóflóðasérfræðing.

Það er ekki ennþá til kort sem sýnir snjóflóðastaði á vegum, en verið er að vinna í því að útbúa slíkt kort.

Mynd:

Útgáfudagur

4.3.2014

Spyrjandi

Kristján Haukur Magnússon

Tilvísun

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar. „Hversu mörg snjóflóð falla árlega í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2014, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65072.

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar. (2014, 4. mars). Hversu mörg snjóflóð falla árlega í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65072

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar. „Hversu mörg snjóflóð falla árlega í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2014. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65072>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mörg snjóflóð falla árlega í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvert er meðaltal snjóflóða í Álftafirði, sérstaklega Súðavíkurhlíð? Er til kort af Íslandi með grafi sem sýnir á hvaða vegum snjóflóð og mögulega önnur algeng slys á umferðasamgöngum af náttúrunnar hendi gerast?

Á árabilinu frá 1996 til 2013 voru skráð 452 snjóflóð á veginn um Súðavíkurhlíð, en það eru að meðaltali 26-27 snjóflóð á hverjum vetri. Á sama tíma eru skráð 24 snjóflóð sem féllu á veginn um Sjötúnahlíð og 16 önnur í Álftafirði sem ekki féllu á veg. Í gagnagrunn Veðurstofunnar eru skráð 69 snjóflóð í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi frá upphafi skráninga þegar snjóflóð á veginn um Súðavíkurhlíð eru undanskilin.

Snjómokstri lokið undir Súðavíkurhlíð 7. apríl 2010.

Taka ber fram að ekki eru öll snjóflóð sem falla skráð í gagnagrunn og því hafa mun fleiri flóð fallið í Álftafirði. Fyrir tíma sérstakra snjóathugunarmanna voru flóð ekki skráð nema þau vektu sérstaka athygli og helst þurftu þau að valda tjóni til að rata í heimildir. Enn í dag falla fjölmörg flóð án þess að þau séu skráð, einkum í óbyggðum. Í mörgum tilfellum sér enginn flóðin áður en ummerki um þau hverfa.

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar hvetur fólk til þess að láta vita af snjóflóðum með því að fylla út sérstakt form á vefsíðu Veðurstofunnar: http://skraflod.vedur.is/skra/snjoflod/ eða með því að senda tölvupóst á snjoflod@vedur.is eða hringja í Veðurstofuna í síma 522 6000 og biðja um vakthafandi snjóflóðasérfræðing.

Það er ekki ennþá til kort sem sýnir snjóflóðastaði á vegum, en verið er að vinna í því að útbúa slíkt kort.

Mynd:

...