Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er tími í raun og veru til?

HB og nemendur

Til að sjá hvort tími er til verðum við fyrst að athuga hvað tími er. Tíma má sjá sem margt í senn. Hægt er að sjá hann sem tæki til að mæla breytingar og einnig sem framfarandi runu augnablika í þræði. Hægt er að sjá tíma sem sandkorn í stundaglasi þar sem framtíðin fellur í augu okkar en fortíðina má sjá sem hrúgu fyrir neðan okkur. Hann má sjá sem turn sem bætir við sjálfan sig múrsteinum og leitar lengra og lengra til himins eða sem ás í rúmi, línu þar sem enginn greinarmunur er gerður á nútíð, fortíð og framtíð.


Eitt sjónarmiðið er að tími sé tæki skapað til að mæla breytingar. Sumt fólk heldur að breytingar eigi sér stað eftir því sem tíminn líður, en ef enginn tími væri, ættu breytingar sér þá samt stað?

Við lifum í heimi þar sem allt er síbreytilegt, eins og síflæðandi fljót. Heiminn allan má sjá sem hann flæði í fljóti breytinga þar sem hið eina varanlega eru breytingarnar sjálfar. Tími er notaður til að mæla þessar breytingar, á svipaðan hátt og reglustika er notuð til að mæla lengd.

Önnur hugmynd um tíma er að hann geti verið runa augnablika. Rétt eins og myndrammar á ræmu flæða framhjá ljósopi í kvikmyndavél, rennur þráður samansettur af augnablikum framhjá núinu. Við getum þá litið svo á að sérhver manneskja, staður og hlutur eigi sinn tímaþráð, sem hefur bæði upphaf og endi. 'Kvikmynd' sérhvers manns getur færst á misjöfnum hraða, og getur byrjað og endað fyrr eða seinna en kvikmyndir allra hinna. Myndræmulíkingin gefur í skyn, ólíkt fyrrnefndri fljótslíkingu, að tími sé samansettur af smærri augnablikum (tíma-atómum). Fljótslíkingin gerir ráð fyrir að tími flæði stöðugt.

Samkvæmt stundaglaslíkingunni líður tíminn eins og sandur sem flæðir gegnum stundaglas. Nútíðin varir í miðju glassins, en framtíðin hangir yfir okkur og bíður þess að flæða í gegnum varanlegan og stöðugan miðpunkt lífsins – núið –, og sameinast síðan hrúgu fortíðarinnar sem safnast saman fyrir neðan okkur.

Tíma má einnig útskýra sem turn í sífellri viðbyggingu. Fortíðin verður sífellt fjarlægari fyrir neðan okkur, en framtíðina er ómögulegt að sjá fyrir ofan okkur, þar sem hún er byggð með hverjum nýjum múrsteini sem lagður er á turninn.

Einnig má sjá tíma sem línu í rúmi þar sem enginn er greinarmunur fortíðar, nútíðar og framtíðar.

Næsta skref er að skilgreina tilvist. Sumir segja að hlutur sé aðeins til ef áþreifanlegar sannanir á tilvist hans eru til staðar og aðrir geta gengið að þeim. Aðrir segja trú á tilvist byggja á persónulegri reynslu – að ef ég trúi á eitthvað sem enginn annar trúi á, þá er sá hlutur til fyrir mig, en engan annan.

Ef áþreifanlegra sannana væri krafist fyrir tilvist hluta, hvað þá ef ég hyrfi og engar áþreifanlegar sannanir fyndust um tilvist mína, var ég þá aldrei til? Var ég einhvern tíma til en hef ég ekki lengur verið til?

Hugmyndin öll um tíma getur virst ólík ólíkum manneskjum, en grundvallarhugmyndin er sú að það er eitthvað sem hreyfist og breytist og er nauðsynlegur hluti af heiminum sem við tilheyrum. Og hugmyndin öll um tilvist gæti komið ólíku fólki misjafnlega fyrir sjónir, en grundvallarhugmyndin um tilvist er sú að nauðsynlegt er að trúa og kannast við tilvistarhugmyndina til að skera úr um hvort eitthvað geti talist vera til eða ekki. Tilvist tímans er háð okkar eigin persónulegu reynslu af tímanum og hvernig hann hefur áhrif á heim okkar.

Sjá einnig:

Hvað er tíminn? (Hrannar Baldursson)

Um hraða tímans og öldrun (Pálmi V. Jónsson)

Hvað er átt við með sveigðu tímarúmi...? (Þórður Jónsson)

Um hraða tímans (Þórður Jónsson)

Hvers vegna horfum við í raun aftur í tímann þegar við skoðum geiminn í sjónaukum? (Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson)

Nemendur á heimspekinámskeiði í Nebraska, þau Matthew Stagemeyer, Mary McConville og Keith Hoogheem tóku saman frumdrög að þessu svari ásamt Hrannari Baldurssyni kennara sínum.

Höfundar

uppeldisfræðingur og heimspekingur

Útgáfudagur

20.6.2000

Spyrjandi

Hrannar Baldursson og nemendur

Efnisorð

Tilvísun

HB og nemendur. „Er tími í raun og veru til?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=547.

HB og nemendur. (2000, 20. júní). Er tími í raun og veru til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=547

HB og nemendur. „Er tími í raun og veru til?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=547>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er tími í raun og veru til?
Til að sjá hvort tími er til verðum við fyrst að athuga hvað tími er. Tíma má sjá sem margt í senn. Hægt er að sjá hann sem tæki til að mæla breytingar og einnig sem framfarandi runu augnablika í þræði. Hægt er að sjá tíma sem sandkorn í stundaglasi þar sem framtíðin fellur í augu okkar en fortíðina má sjá sem hrúgu fyrir neðan okkur. Hann má sjá sem turn sem bætir við sjálfan sig múrsteinum og leitar lengra og lengra til himins eða sem ás í rúmi, línu þar sem enginn greinarmunur er gerður á nútíð, fortíð og framtíð.


Eitt sjónarmiðið er að tími sé tæki skapað til að mæla breytingar. Sumt fólk heldur að breytingar eigi sér stað eftir því sem tíminn líður, en ef enginn tími væri, ættu breytingar sér þá samt stað?

Við lifum í heimi þar sem allt er síbreytilegt, eins og síflæðandi fljót. Heiminn allan má sjá sem hann flæði í fljóti breytinga þar sem hið eina varanlega eru breytingarnar sjálfar. Tími er notaður til að mæla þessar breytingar, á svipaðan hátt og reglustika er notuð til að mæla lengd.

Önnur hugmynd um tíma er að hann geti verið runa augnablika. Rétt eins og myndrammar á ræmu flæða framhjá ljósopi í kvikmyndavél, rennur þráður samansettur af augnablikum framhjá núinu. Við getum þá litið svo á að sérhver manneskja, staður og hlutur eigi sinn tímaþráð, sem hefur bæði upphaf og endi. 'Kvikmynd' sérhvers manns getur færst á misjöfnum hraða, og getur byrjað og endað fyrr eða seinna en kvikmyndir allra hinna. Myndræmulíkingin gefur í skyn, ólíkt fyrrnefndri fljótslíkingu, að tími sé samansettur af smærri augnablikum (tíma-atómum). Fljótslíkingin gerir ráð fyrir að tími flæði stöðugt.

Samkvæmt stundaglaslíkingunni líður tíminn eins og sandur sem flæðir gegnum stundaglas. Nútíðin varir í miðju glassins, en framtíðin hangir yfir okkur og bíður þess að flæða í gegnum varanlegan og stöðugan miðpunkt lífsins – núið –, og sameinast síðan hrúgu fortíðarinnar sem safnast saman fyrir neðan okkur.

Tíma má einnig útskýra sem turn í sífellri viðbyggingu. Fortíðin verður sífellt fjarlægari fyrir neðan okkur, en framtíðina er ómögulegt að sjá fyrir ofan okkur, þar sem hún er byggð með hverjum nýjum múrsteini sem lagður er á turninn.

Einnig má sjá tíma sem línu í rúmi þar sem enginn er greinarmunur fortíðar, nútíðar og framtíðar.

Næsta skref er að skilgreina tilvist. Sumir segja að hlutur sé aðeins til ef áþreifanlegar sannanir á tilvist hans eru til staðar og aðrir geta gengið að þeim. Aðrir segja trú á tilvist byggja á persónulegri reynslu – að ef ég trúi á eitthvað sem enginn annar trúi á, þá er sá hlutur til fyrir mig, en engan annan.

Ef áþreifanlegra sannana væri krafist fyrir tilvist hluta, hvað þá ef ég hyrfi og engar áþreifanlegar sannanir fyndust um tilvist mína, var ég þá aldrei til? Var ég einhvern tíma til en hef ég ekki lengur verið til?

Hugmyndin öll um tíma getur virst ólík ólíkum manneskjum, en grundvallarhugmyndin er sú að það er eitthvað sem hreyfist og breytist og er nauðsynlegur hluti af heiminum sem við tilheyrum. Og hugmyndin öll um tilvist gæti komið ólíku fólki misjafnlega fyrir sjónir, en grundvallarhugmyndin um tilvist er sú að nauðsynlegt er að trúa og kannast við tilvistarhugmyndina til að skera úr um hvort eitthvað geti talist vera til eða ekki. Tilvist tímans er háð okkar eigin persónulegu reynslu af tímanum og hvernig hann hefur áhrif á heim okkar.

Sjá einnig:

Hvað er tíminn? (Hrannar Baldursson)

Um hraða tímans og öldrun (Pálmi V. Jónsson)

Hvað er átt við með sveigðu tímarúmi...? (Þórður Jónsson)

Um hraða tímans (Þórður Jónsson)

Hvers vegna horfum við í raun aftur í tímann þegar við skoðum geiminn í sjónaukum? (Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson)

Nemendur á heimspekinámskeiði í Nebraska, þau Matthew Stagemeyer, Mary McConville og Keith Hoogheem tóku saman frumdrög að þessu svari ásamt Hrannari Baldurssyni kennara sínum....