Eitt af því sem hin almenna afstæðiskenning Einsteins frá 1915 segir fyrir um er að ljós ferðast ekki eftir beinum línum þegar það kemur nálægt þungum hlutum, heldur sveigir það þá í átt að hlutnum. Þetta á meðal annars við um sólina og hefur verið sannreynt með mikilli nákvæmni þótt ljóssveigjan við sólina sé ekki mikil. Í grófum dráttum er ástæðan fyrir sveigjunni sú að orka er jafngild massa og því hlýtur ljós að falla í þyngdarsviði þótt það sé massalaust því að það felur í sér orku. Sveigju ljóss sem fer hjá sól er nánar lýst á myndinni hér til hliðar. En hvaða braut velur ljósglampi á ferð sinni um tímarúmið? Einstein uppgötvaði fallega og einfalda lýsingu á þessari braut. Ljósið fer ævinlega stystu leið í gegn um tímarúmið og þessi braut ákvarðast af því hvaða þungir hlutir eru til staðar. Brautir ljósgeislanna uppfylla ekki reglur venjulegrar rúmfræði fremur en leiðir flugvéla. Það er því einfaldast að lýsa leið ljóssins sem svo að það fari skemmstu leið en ekki að segja að það falli í tímarúminu. Ekki er skynsamlegt að skýra leiðir flugvéla með því að segja að norðurpóllinn dragi þær að sér. Hið sveigða tímarúm Einsteins er því tímarúmið sem við og ljósgeislar og allt efni ferðast um. Í almennu afstæðiskenningunni er ekkert þyngdarsvið. Þess í stað er tímarúmið sveigt. Á litlum vegalengdum svo sem innan sólkerfisins er tímarúmið nánast flatt rétt eins og jörðin er flöt á fótboltavelli. En ef litið er á tímarúmið í heild er það afar fjarri því að vera flatt og líkist sennilega meira fjórvíðu kúluyfirborði þótt gerð tímarúmsins sem heildar sé reyndar ekki þekkt enn sem komið er. En hægt er að mæla með mikilli nákvæmni hvernig vetrarbrautir sveigja tímarúmið í umhverfi sínu. Sjá einnig svar Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er svarthol? og ekki síst skýringarmyndir þar.
Eitt af því sem hin almenna afstæðiskenning Einsteins frá 1915 segir fyrir um er að ljós ferðast ekki eftir beinum línum þegar það kemur nálægt þungum hlutum, heldur sveigir það þá í átt að hlutnum. Þetta á meðal annars við um sólina og hefur verið sannreynt með mikilli nákvæmni þótt ljóssveigjan við sólina sé ekki mikil. Í grófum dráttum er ástæðan fyrir sveigjunni sú að orka er jafngild massa og því hlýtur ljós að falla í þyngdarsviði þótt það sé massalaust því að það felur í sér orku. Sveigju ljóss sem fer hjá sól er nánar lýst á myndinni hér til hliðar. En hvaða braut velur ljósglampi á ferð sinni um tímarúmið? Einstein uppgötvaði fallega og einfalda lýsingu á þessari braut. Ljósið fer ævinlega stystu leið í gegn um tímarúmið og þessi braut ákvarðast af því hvaða þungir hlutir eru til staðar. Brautir ljósgeislanna uppfylla ekki reglur venjulegrar rúmfræði fremur en leiðir flugvéla. Það er því einfaldast að lýsa leið ljóssins sem svo að það fari skemmstu leið en ekki að segja að það falli í tímarúminu. Ekki er skynsamlegt að skýra leiðir flugvéla með því að segja að norðurpóllinn dragi þær að sér. Hið sveigða tímarúm Einsteins er því tímarúmið sem við og ljósgeislar og allt efni ferðast um. Í almennu afstæðiskenningunni er ekkert þyngdarsvið. Þess í stað er tímarúmið sveigt. Á litlum vegalengdum svo sem innan sólkerfisins er tímarúmið nánast flatt rétt eins og jörðin er flöt á fótboltavelli. En ef litið er á tímarúmið í heild er það afar fjarri því að vera flatt og líkist sennilega meira fjórvíðu kúluyfirborði þótt gerð tímarúmsins sem heildar sé reyndar ekki þekkt enn sem komið er. En hægt er að mæla með mikilli nákvæmni hvernig vetrarbrautir sveigja tímarúmið í umhverfi sínu. Sjá einnig svar Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er svarthol? og ekki síst skýringarmyndir þar.