Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Lýsingarorðið horaður 'mjög magur' er dregið af nafnorðinu hor 'megurð, vesæld' með viðskeytinu -aður. Hor í þessari merkingu á ekki skylt við hor í merkingunni 'slímrennsli í nefi' (sjá Íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar 1989:362).
Talað er um að skepnur deyi úr hor ef þær fá ekki nóg æti þannig að hordauð skepna hefur drepist úr megurð vegna fæðuskorts. Hér áður fyrr horféllu skepnur í vondu árferði. Orðin horbengla, horgemlingur, horgrind og horkrangi eru öll notuð um horaða manneskju, horkrangi oftast um krakka eða unglinga sem eru mjög magrir. Horgemlingur er einnig notað um horaðan gemling. Áður fyrr var bóndi, sem hálfsvelti búpening sinn, kallaður horkóngur.
Af nafnorðinu hor 'slímrennsli í nefi' er dregið lýsingarorðið horugur 'sá sem er með hor' með viðskeytinu –ugur. Horugur krakki er því með hor úr nefi en þarf alls ekki að vera horaður.
Frekara lesefni:
Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er talað um að vera horaður, tengist það eitthvað hori sem kemur úr nefinu?“ Vísindavefurinn, 9. október 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6838.
Guðrún Kvaran. (2007, 9. október). Hvers vegna er talað um að vera horaður, tengist það eitthvað hori sem kemur úr nefinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6838
Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er talað um að vera horaður, tengist það eitthvað hori sem kemur úr nefinu?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6838>.