Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gæti ég fengið að vita allt um skúma?

Jón Már Halldórsson




Skúmurinn (Stercorarius skua) er einkennisfugl sunnlensku sandanna. Helstu varpsvæði skúmsins eru á Mýrdals- og Skeiðarársandi. Hann er mjög sterklegur fugl og er sennilega þekktastur fyrir það hversu skörulega hann gengur fram í að verja hreiður sín. Skúmurinn er einnig öflugur í fuglaveiðum og veiðir ýmsar tegundir fugla svo sem endur, mófugla og bóndi einn í Skaftárhreppi segist hafa séð skúm slá grágæs niður á flugi og drepa hana síðan vankaða á jörðinni. Algengast er þó að hann ráðist á fýla og lunda, til að drepa eða einfaldlega til að stela fæðunni af þeim. Skúmurinn fær sennilega bróðurpart fæðu sinnar úr sjónum enda fer hann flestar fæðuleitarferðir sínar út á sjó.

Þó svo að sandarnir sunnanlands séu aðalvarpsvæði skúmsins, verpir hann í öllum landshlutum, nema á Vesturlandi og Vestfjörðum. Á haustin hverfur hann til hafs en fyrstu fuglarnir koma snemma á vorin (í mars) og vitja varpstöðvanna og undirbúa starf sumarsins. Skúmurinn verpir einnig á norðanverðum Bretlandseyjum (algengur á Orkneyjum og Hjaltlandi), Færeyjum, Svalbarða og nokkrum heimskautaeyjum, svo sem Bjarnarey. Varp er og að finna í Norður-Noregi og nyrst á vestanverðu Rússlandi. Nokkur vörp eru á norðurströnd Spánar og í Portúgal. Á veturna hefur sést til íslenskra skúma á Atlantshafi austanverðu, frá Biscaya-flóa suður undir strendur Vestur-Afríku, og stöku sinnum á vestanverðu Miðjarðarhafi.

Skúmurinn er náskyldur öðrum íslenskum varpfugli, kjóanum (Stercorarius parasiticus), en eins og glöggir lesendur taka eftir þá tilheyra þeir sömu ættkvísl. Einkennandi fyrir skúminn er hvít rák neðan á vængfjöðrum eins og sést hér á myndinni.

Stofnstærð skúmsins hér á landi er um 5.400 pör (1985) og telst það vera tæplega 50% af heimsstofni skúmsins þannig að við Íslendingar berum mikla ábyrgð á velfarnaði þessarar dýrategundar á heimsvísu. Stofninn virðist vera í jafnvægi nú um stundir en skúmurinn er alfriðaður hér á landi. Algengast er að skúmurinn verpi tveimur eggjum í dæld á jörðinni en hann leggur ekki mikið í hreiðurgerð.

Skúmar geta orðið langlífir. Sem dæmi má nefna að dauður skúmur fannst í Frakklandi árið 2000 og hafði hann verið merktur sem ungi í hreiðri árið 1961 á Fagurhólsmýri á Öræfum, af breskum fuglafræðingi, Dickens að nafni. Merkið sýndi að fuglinn hafði náð rúmlega 36 ára aldri. Skúmurinn verður þó ekki elstur íslenskra fugla því vitað er að margar aðrar tegundir ná viðlíka og jafnvel hærri aldri en skúmurinn.

Myndir: Natural History of Iceland

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.3.2003

Spyrjandi

Finnur Torfason, f. 1986

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um skúma?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3253.

Jón Már Halldórsson. (2003, 18. mars). Gæti ég fengið að vita allt um skúma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3253

Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um skúma?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3253>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gæti ég fengið að vita allt um skúma?



Skúmurinn (Stercorarius skua) er einkennisfugl sunnlensku sandanna. Helstu varpsvæði skúmsins eru á Mýrdals- og Skeiðarársandi. Hann er mjög sterklegur fugl og er sennilega þekktastur fyrir það hversu skörulega hann gengur fram í að verja hreiður sín. Skúmurinn er einnig öflugur í fuglaveiðum og veiðir ýmsar tegundir fugla svo sem endur, mófugla og bóndi einn í Skaftárhreppi segist hafa séð skúm slá grágæs niður á flugi og drepa hana síðan vankaða á jörðinni. Algengast er þó að hann ráðist á fýla og lunda, til að drepa eða einfaldlega til að stela fæðunni af þeim. Skúmurinn fær sennilega bróðurpart fæðu sinnar úr sjónum enda fer hann flestar fæðuleitarferðir sínar út á sjó.

Þó svo að sandarnir sunnanlands séu aðalvarpsvæði skúmsins, verpir hann í öllum landshlutum, nema á Vesturlandi og Vestfjörðum. Á haustin hverfur hann til hafs en fyrstu fuglarnir koma snemma á vorin (í mars) og vitja varpstöðvanna og undirbúa starf sumarsins. Skúmurinn verpir einnig á norðanverðum Bretlandseyjum (algengur á Orkneyjum og Hjaltlandi), Færeyjum, Svalbarða og nokkrum heimskautaeyjum, svo sem Bjarnarey. Varp er og að finna í Norður-Noregi og nyrst á vestanverðu Rússlandi. Nokkur vörp eru á norðurströnd Spánar og í Portúgal. Á veturna hefur sést til íslenskra skúma á Atlantshafi austanverðu, frá Biscaya-flóa suður undir strendur Vestur-Afríku, og stöku sinnum á vestanverðu Miðjarðarhafi.

Skúmurinn er náskyldur öðrum íslenskum varpfugli, kjóanum (Stercorarius parasiticus), en eins og glöggir lesendur taka eftir þá tilheyra þeir sömu ættkvísl. Einkennandi fyrir skúminn er hvít rák neðan á vængfjöðrum eins og sést hér á myndinni.

Stofnstærð skúmsins hér á landi er um 5.400 pör (1985) og telst það vera tæplega 50% af heimsstofni skúmsins þannig að við Íslendingar berum mikla ábyrgð á velfarnaði þessarar dýrategundar á heimsvísu. Stofninn virðist vera í jafnvægi nú um stundir en skúmurinn er alfriðaður hér á landi. Algengast er að skúmurinn verpi tveimur eggjum í dæld á jörðinni en hann leggur ekki mikið í hreiðurgerð.

Skúmar geta orðið langlífir. Sem dæmi má nefna að dauður skúmur fannst í Frakklandi árið 2000 og hafði hann verið merktur sem ungi í hreiðri árið 1961 á Fagurhólsmýri á Öræfum, af breskum fuglafræðingi, Dickens að nafni. Merkið sýndi að fuglinn hafði náð rúmlega 36 ára aldri. Skúmurinn verður þó ekki elstur íslenskra fugla því vitað er að margar aðrar tegundir ná viðlíka og jafnvel hærri aldri en skúmurinn.

Myndir: Natural History of Iceland...