Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 71 svör fundust
Hver fann upp píanó?
Píanó getur flokkast sem hljómborðshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og strengjahljóðfæri. Það hefur strengi sem slegið er á með hömrum, en hömrunum er stjórnað af hljómborði. Píanókeikarinn spilar því í raun á hljómborð. Píanó hafa yfirleitt 88 nótur, 52 hvítar og 36 svartar. Stundum eru nóturnar í öðrum lit. Strengir...
Hvað éta úlfar?
Úlfar (Canis lupus) eru kjötætur og veiða bráð af ýmsu tagi. Sé útbreiðsla úlfa skoðuð í rás sögunnar má ætla að fá eða engin landdýr af ættbálki rándýra (Carnivora) hafi farið víðar. Af því leiðir að úlfar hafa veitt fjölmargar tegundir. Fæðuvalið hefur fyrst og fremst markast af framboði á bráð og úlfar eru ekki...
Hvað þýðir orðið Beneventum og hvaðan er það komið?
Orðið Beneventum er latneskt heiti bæjar sem í dag kallast Benevento. Hann er í Kampaníu á Suður-Ítalíu þar sem árnar Calore og Sabbato mætast. Í Benevento er sigurbogi Trajanusar frá árinu 114 e.Kr. sem sjá má á myndinni hér til hliðar og einnig vel varðveitt rómverskt leikhús. Bærinn hét áður Maleventum en Ró...
Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?
Kraftmestu jarðhitasvæði heims eru í löndum þar sem eru virk eldfjöll. Hér á landi eru kraftmestu jarðhitasvæðin, sem við köllum háhitasvæði, á gosbeltum landsins þannig að hvert háhitasvæði tengist ákveðinni eldstöð í gosbeltunum. Í eldfjallalöndum eins og Indónesíu, Japan, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexík...
Verða eldgos aðeins á flekaskilum?
Stutta svarið við spurningunni er að eldgos verða ekki aðeins á flekaskilum heldur einnig á flekamótum og á svonefndum heitum reitum sem geta verið fjarri flekamörkum. Hugtakið flekamörk er notað um svæði þar sem flekar mætast. Flekaskil eru þar sem flekar færast hvor frá öðrum og ný bergkvika kemur upp en flekam...
Af hverju eru eldfjöll á Ítalíu?
Þótt Ítalía sé ekki ýkja stórt land er þar að finna nær allar tegundir eldvirkni og eldfjalla sem þekkjast á jörðinni. Íbúum Ítalíu stafar stöðug ógn af þessum eldfjöllum, en á sama tíma njóta þeir góðs af tilvist þeirra þar sem til eldfjallanna má rekja bæði frjósaman jarðveg og mikið streymi ferðamanna. Aðge...
Hvert er lengsta gos í Heklu og töldu menn áður fyrr að þar væri inngangur í helvíti?
Lengsta þekkta gos í Heklu stóð yfir í rétt rúm tvö ár. Gosið hófst 5. apríl 1766 og í fjallinu gaus með nokkrum hléum fram í maí 1768. Lengsta hléið í þessu gosi var um sex mánuðir. Sögu gosa í eldstöðvakerfi Heklu er hægt að rekja aftur á ísöld. Fyrir rúmum 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum. ...
Hver fann upp pasta?
Óvíst er hvenær menn tóku upp á því að búa til pasta. Pastagerð er í eðli sínu einföld, hráefnin eru aðallega vatn og hveiti og erfitt er að aðgreina pasta frá einhvers konar matargerð úr sömu hráefnum. Pasta þýðir einfaldlega ‚deig‘ og er til dæmis skylt orðinu ‚pastry‘. Ýmsir réttir frá fornri tíð geta talis...
Hvað voru Púnverjastríðin?
Púnverjastríðin er samheiti yfir þrjú stríð á milli Rómverja og Karþagómanna sem áttu sér stað á tímabilinu 264 til 146 f.Kr. Þegar ófriðurinn hófst voru Karþagó og Róm voldugustu borgríkin við Vestur-Miðjarðarhaf en að síðasta stríðinu loknu, rúmri öld seinna, hafði Róm yfirburðastöðu og traustur grunnur var lagð...
Hvaða regla gildir um það hvort fólk er statt í eða á landi (á Íslandi, í Þýskalandi)?
Vísindavefurinn fékk aðra sambærilega spurningu sem einnig er svarað hér. Hún er svohljóðandi: Hvers vegna býr maður á Íslandi en í Hollandi, á Ítalíu og í Ástralíu? Og hvers vegna í Ólafsvík en á Hólmavík? Algeng málvenja er að nota á um stærri eyjar en í um lönd. Til dæmis er sagt á Íslandi, á Grænlandi, á Bret...
Hve gömul er latína?
Ítalíska mállýskan latína heitir eftir Latverjum sem settust að í Latíum þar sem síðar var Róm, stofnuð 753 fyrir Krist að sögn Rómverja. Þetta mál var í það minnsta talað frá 800 f.Kr. og líklega fyrr. Með Rómverjum breiddist latínan út um Ítalíuskagann og síðan Rómaveldi. Ritmálið þróaðist eftir þörfum þjóðfélag...
Af hverju er Skakki turninn í Písa skakkur?
Skakki turninn í borginni Písa á Ítalíu er sjö hæða hár klukkuturn sem er frægur um allan heim fyrir að halla ískyggilega. Turninn er rúmlega 800 ára gamall. Vinna við hann hófst árið 1173, en vegna tafa af völdum ýmissa stríða var lokahöggið við bygginguna ekki slegið fyrr en tæpum 200 árum seinna. Turninn byr...
Hver var Niccolò Machiavelli?
Niccolò Machiavelli er talinn vera einn helsti hugsuður endurreisnarinnar á Ítalíu. Hann fæddist í Flórens árið 1469 á þeim tíma sem borgin var að festa sig í sessi sem miðstöð menningar og viðskipta á Ítalíu. Hann starfaði sem embættismaður en þótti einnig ljómandi gott skáld og eru sum verka hans talin vera með ...
Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?
Hér er hugað að valdi, og gengið út frá þeirri skilgreiningu að X hafi vald yfir Y ef X getur látið Y gera eitthvað sem hann (Y) hefði að öðrum kosti ekki gert (eða ef X getur komið í veg fyrir að Y geri eitthvað sem hann hefði viljað gera). Spurningin er því sú hvers vegna Bandaríkin geti svo oft fengið vilja sín...
Hversu há var Marshall-aðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld?
Í töflunni hér að neðan má sjá þá upphæð sem Bandaríkin vörðu í Marshall-aðstoðina á árunum 1948-53, og hversu mikið hvert land fékk í sinn hlut. Alls tóku 16 lönd við fjármunum en hér eru Belgía og Lúxemborg talin saman. Tölurnar eru fengnar af heimasíðu Marshall-samtakanna, George C. Marshall Foundation: Mars...