Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er lengsta gos í Heklu og töldu menn áður fyrr að þar væri inngangur í helvíti?

JGÞ

Lengsta þekkta gos í Heklu stóð yfir í rétt rúm tvö ár. Gosið hófst 5. apríl 1766 og í fjallinu gaus með nokkrum hléum fram í maí 1768. Lengsta hléið í þessu gosi var um sex mánuðir.

Sögu gosa í eldstöðvakerfi Heklu er hægt að rekja aftur á ísöld. Fyrir rúmum 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum. Elsta gjóskulagið sem hægt er að rekja til Heklu féll fyrir um 7100 árum.

Fyrsta gos í Heklu eftir landnám varð 1104. Það er jafnframt stærsta þeytigos hennar á sögulegum tíma. Ýmsar sögur spunnust um Heklu í kjölfarið meðal miðaldamanna í Evrópu. Á þessum tíma þekktu Evópumenn frekar lítið svæði á jörðinni. Ísland, Ítalía, gríska Eyjahafið og Tyrkland voru helstu þekktu eldfjallasvæðin. Þetta breyttist svo eftir landafundi. Þá uppgötvuðu Evrópumenn smám saman að gosbelti á jörðinni eru miklu fleiri og eldgos algeng.

Þessi trérista er úr Norðurlandasögu sænska kirkjuhöfðingjans Olaus Magnus (1490-1557). Á myndinni sést fjallið Hekla og eins konar göng liggja niður úr því. Norðurlandasagan kom út í Feneyjum árið 1555.

Hekla varð fræg í Evrópu á miðöldum sem inngangur helvítis. Um 10-20 árum eftir gosið 1104 var því haldið fram í ensku kvæði að erkisvikarinn Júdas væri geymdur í Heklu. Evópskir klerkar tóku eldgosum fagnandi enda töldu þeir þar með sannað að helvíti væri til.

Önnur þekkt elfjöld í Evrópu, eins og Vesúvíus og Etna, fengu ekki sama orð á sig og Hekla. Ef til vill er skýringin sú að þau voru of nálægt heimsmenningunni. Eðlilegra hefur þótt að eldfjall á Íslandi, fjarri meginlandi Evrópu, hafi verið inngangur að helvíti.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.4.2015

Síðast uppfært

30.3.2023

Spyrjandi

Saga Óskarsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvert er lengsta gos í Heklu og töldu menn áður fyrr að þar væri inngangur í helvíti?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2015, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69992.

JGÞ. (2015, 29. apríl). Hvert er lengsta gos í Heklu og töldu menn áður fyrr að þar væri inngangur í helvíti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69992

JGÞ. „Hvert er lengsta gos í Heklu og töldu menn áður fyrr að þar væri inngangur í helvíti?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2015. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69992>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er lengsta gos í Heklu og töldu menn áður fyrr að þar væri inngangur í helvíti?
Lengsta þekkta gos í Heklu stóð yfir í rétt rúm tvö ár. Gosið hófst 5. apríl 1766 og í fjallinu gaus með nokkrum hléum fram í maí 1768. Lengsta hléið í þessu gosi var um sex mánuðir.

Sögu gosa í eldstöðvakerfi Heklu er hægt að rekja aftur á ísöld. Fyrir rúmum 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum. Elsta gjóskulagið sem hægt er að rekja til Heklu féll fyrir um 7100 árum.

Fyrsta gos í Heklu eftir landnám varð 1104. Það er jafnframt stærsta þeytigos hennar á sögulegum tíma. Ýmsar sögur spunnust um Heklu í kjölfarið meðal miðaldamanna í Evrópu. Á þessum tíma þekktu Evópumenn frekar lítið svæði á jörðinni. Ísland, Ítalía, gríska Eyjahafið og Tyrkland voru helstu þekktu eldfjallasvæðin. Þetta breyttist svo eftir landafundi. Þá uppgötvuðu Evrópumenn smám saman að gosbelti á jörðinni eru miklu fleiri og eldgos algeng.

Þessi trérista er úr Norðurlandasögu sænska kirkjuhöfðingjans Olaus Magnus (1490-1557). Á myndinni sést fjallið Hekla og eins konar göng liggja niður úr því. Norðurlandasagan kom út í Feneyjum árið 1555.

Hekla varð fræg í Evrópu á miðöldum sem inngangur helvítis. Um 10-20 árum eftir gosið 1104 var því haldið fram í ensku kvæði að erkisvikarinn Júdas væri geymdur í Heklu. Evópskir klerkar tóku eldgosum fagnandi enda töldu þeir þar með sannað að helvíti væri til.

Önnur þekkt elfjöld í Evrópu, eins og Vesúvíus og Etna, fengu ekki sama orð á sig og Hekla. Ef til vill er skýringin sú að þau voru of nálægt heimsmenningunni. Eðlilegra hefur þótt að eldfjall á Íslandi, fjarri meginlandi Evrópu, hafi verið inngangur að helvíti.

Heimildir:

Mynd:

...