Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verða eldgos aðeins á flekaskilum?

JGÞ

Stutta svarið við spurningunni er að eldgos verða ekki aðeins á flekaskilum heldur einnig á flekamótum og á svonefndum heitum reitum sem geta verið fjarri flekamörkum. Hugtakið flekamörk er notað um svæði þar sem flekar mætast. Flekaskil eru þar sem flekar færast hvor frá öðrum og ný bergkvika kemur upp en flekamót eru þar sem flekarnir hreyfast hvor á móti öðrum. Ítalía er gott dæmi um stað þar sem samrek tveggja fleka er helsta orsök eldvirkni. Hægt er að lesa meira um það í fróðlegu svari eftir Ármann Höskuldsson við spurningunni Af hverju eru eldfjöll á Ítalíu?

Heitir reitir (e. hot spots) eru svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt og þar er eldvirkni mikil. Almennt er talið að heitir reitir myndist þar sem svonefndir möttustrókar rísa úr iðrum jarðar. Heitu reitirnir geta í raun verið hvar sem er á jarðskorpuflekunum, bæði við jaðra þeirra en einnig inni á þeim miðjum.

Þetta sést vel á kortinu hér fyrir neðan, þar eru jarðskorpuflekarnir teiknaðir inn á heimskort og valdir heitir reitir sýndir með rauðum punktum. Á kortinu sjást til að mynda allnokkrir heitir reitir á miðjum Kyrrahafsflekanum, til dæmis þar sem Hawaii er og einnig mun sunnar á flekanum. Á Afríkuflekanum miðjum er einnig að finna nokkra heita reiti.

Kort sem sýnir jarðskorpuflekana og nokkra valda heita reiti sem merktir eru með rauðum punkti.

Ísland er á flekaskilum en þar er einnig heitur reitur. Ef hér væri ekki heitur reitur væri Ísland ekki til sem eyja. Í raun flýtur landið á möttulefninu undir því sem er léttara en efnið í kring. Þó að hér væri ekki heitur reitur væri engu að síður eldvirkni þar sem Ísland er nú, rétt eins og annars staðar á fráreksbeltinu í Atlantshafinu. Sú eldvirkni væri hins vegar á hafsbotni.

Mynd:

Spurningarnar sem Linda Björk sendi inn voru nokkrar og hér er fyrstu spurningunni svarað:
Getur bara orðið eldgos á flekaskilum? Liggja öll þekkt eldfjöll og heitir reitir yfir flekaskilum í heiminum? Hvernig er með heitt vatn í jörðu? Td í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, nú er það ekki á flekaskilum? Hvaðan kemur heitavatnið þar?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.12.2023

Spyrjandi

Linda Björk Pétursdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Verða eldgos aðeins á flekaskilum?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85966.

JGÞ. (2023, 21. desember). Verða eldgos aðeins á flekaskilum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85966

JGÞ. „Verða eldgos aðeins á flekaskilum?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85966>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Verða eldgos aðeins á flekaskilum?
Stutta svarið við spurningunni er að eldgos verða ekki aðeins á flekaskilum heldur einnig á flekamótum og á svonefndum heitum reitum sem geta verið fjarri flekamörkum. Hugtakið flekamörk er notað um svæði þar sem flekar mætast. Flekaskil eru þar sem flekar færast hvor frá öðrum og ný bergkvika kemur upp en flekamót eru þar sem flekarnir hreyfast hvor á móti öðrum. Ítalía er gott dæmi um stað þar sem samrek tveggja fleka er helsta orsök eldvirkni. Hægt er að lesa meira um það í fróðlegu svari eftir Ármann Höskuldsson við spurningunni Af hverju eru eldfjöll á Ítalíu?

Heitir reitir (e. hot spots) eru svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt og þar er eldvirkni mikil. Almennt er talið að heitir reitir myndist þar sem svonefndir möttustrókar rísa úr iðrum jarðar. Heitu reitirnir geta í raun verið hvar sem er á jarðskorpuflekunum, bæði við jaðra þeirra en einnig inni á þeim miðjum.

Þetta sést vel á kortinu hér fyrir neðan, þar eru jarðskorpuflekarnir teiknaðir inn á heimskort og valdir heitir reitir sýndir með rauðum punktum. Á kortinu sjást til að mynda allnokkrir heitir reitir á miðjum Kyrrahafsflekanum, til dæmis þar sem Hawaii er og einnig mun sunnar á flekanum. Á Afríkuflekanum miðjum er einnig að finna nokkra heita reiti.

Kort sem sýnir jarðskorpuflekana og nokkra valda heita reiti sem merktir eru með rauðum punkti.

Ísland er á flekaskilum en þar er einnig heitur reitur. Ef hér væri ekki heitur reitur væri Ísland ekki til sem eyja. Í raun flýtur landið á möttulefninu undir því sem er léttara en efnið í kring. Þó að hér væri ekki heitur reitur væri engu að síður eldvirkni þar sem Ísland er nú, rétt eins og annars staðar á fráreksbeltinu í Atlantshafinu. Sú eldvirkni væri hins vegar á hafsbotni.

Mynd:

Spurningarnar sem Linda Björk sendi inn voru nokkrar og hér er fyrstu spurningunni svarað:
Getur bara orðið eldgos á flekaskilum? Liggja öll þekkt eldfjöll og heitir reitir yfir flekaskilum í heiminum? Hvernig er með heitt vatn í jörðu? Td í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, nú er það ekki á flekaskilum? Hvaðan kemur heitavatnið þar?
...