Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp píanó?

Sigrún Ásta Jónsdóttir, Heiðrún Edda Pálsdóttir og Alvilda Eyvör Elmarsdóttir

Píanó getur flokkast sem hljómborðshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og strengjahljóðfæri. Það hefur strengi sem slegið er á með hömrum, en hömrunum er stjórnað af hljómborði. Píanókeikarinn spilar því í raun á hljómborð. Píanó hafa yfirleitt 88 nótur, 52 hvítar og 36 svartar. Stundum eru nóturnar í öðrum lit. Strengir í píanói eru rúmlega 230. Sumar nóturnar slá á fleiri en einn streng til að mynda tóninn.

Flygill og upprétt píanó.

Tvær helstu gerðir píanós eru upprétt píanó og flygill. Í uppréttu píanói liggja strengirnir lóðrétt og hamrarnir slá á þá framan frá. Í flygli liggja strengirnir lárétt og hamrarnir slá upp undir þá.

Fyrsta píanóið er eignað ítalska hljóðfærasmiðnum Bartolomeo Cristofori (1655–1731). Píanóið spratt ekki fram úr engu, fyrir tíma þess voru til svipuð hljóðfæri, til dæmis semball og klavíkord. Það sem helst skilur að þessi eldri hljóðfæri og píanóið er að á píanó má leika með mun meiri styrkbreytingum. Enda er nafnið píanó stytting á ítalska orðinu pianoforte, sem þýðir ‚veiktsterkt‘. Það á rætur að rekja til ítölsku orðanna gravicembalo col piano e forte en þau merkja ‚semball sem hægt er að spila á bæði veikt og sterkt‘.

Ljósmynd af málverki af Bartolomeo Cristofori frá 1726. Málverkið glataðist í síðari heimsstyrjöld.

Ekki er vitað nákvæmlega hvaða ár fyrsta píanóið var gert en Cristofori var lengi í þjónustu Mediciættarinnar á Ítalíu og í skjölum frá árinu 1700 er getið um píanó sem hann smíðaði. Cristofori hélt áfram að endurbæta píanóið allt til dauðadags. Þrjú píanó Cristoforis hafa varðveist fram á okkar tíma. Þau eru öll frá þriðja áratugi 18. aldar.

Eitt af þremur varðveittum píanóum sem Cristofori smíðaði. Það er frá árinu 1722.

Píanóið var lítið þekkt til að byrja með, en á klassíska tímabilinu, og enn frekar á því rómantíska, sló það í gegn.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

15.6.2016

Spyrjandi

Eygló Andradóttir, Helga Katrín Jónsdóttir, Guðbjörn Jensson, Birgir Þórisson

Tilvísun

Sigrún Ásta Jónsdóttir, Heiðrún Edda Pálsdóttir og Alvilda Eyvör Elmarsdóttir. „Hver fann upp píanó?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69003.

Sigrún Ásta Jónsdóttir, Heiðrún Edda Pálsdóttir og Alvilda Eyvör Elmarsdóttir. (2016, 15. júní). Hver fann upp píanó? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69003

Sigrún Ásta Jónsdóttir, Heiðrún Edda Pálsdóttir og Alvilda Eyvör Elmarsdóttir. „Hver fann upp píanó?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69003>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp píanó?
Píanó getur flokkast sem hljómborðshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og strengjahljóðfæri. Það hefur strengi sem slegið er á með hömrum, en hömrunum er stjórnað af hljómborði. Píanókeikarinn spilar því í raun á hljómborð. Píanó hafa yfirleitt 88 nótur, 52 hvítar og 36 svartar. Stundum eru nóturnar í öðrum lit. Strengir í píanói eru rúmlega 230. Sumar nóturnar slá á fleiri en einn streng til að mynda tóninn.

Flygill og upprétt píanó.

Tvær helstu gerðir píanós eru upprétt píanó og flygill. Í uppréttu píanói liggja strengirnir lóðrétt og hamrarnir slá á þá framan frá. Í flygli liggja strengirnir lárétt og hamrarnir slá upp undir þá.

Fyrsta píanóið er eignað ítalska hljóðfærasmiðnum Bartolomeo Cristofori (1655–1731). Píanóið spratt ekki fram úr engu, fyrir tíma þess voru til svipuð hljóðfæri, til dæmis semball og klavíkord. Það sem helst skilur að þessi eldri hljóðfæri og píanóið er að á píanó má leika með mun meiri styrkbreytingum. Enda er nafnið píanó stytting á ítalska orðinu pianoforte, sem þýðir ‚veiktsterkt‘. Það á rætur að rekja til ítölsku orðanna gravicembalo col piano e forte en þau merkja ‚semball sem hægt er að spila á bæði veikt og sterkt‘.

Ljósmynd af málverki af Bartolomeo Cristofori frá 1726. Málverkið glataðist í síðari heimsstyrjöld.

Ekki er vitað nákvæmlega hvaða ár fyrsta píanóið var gert en Cristofori var lengi í þjónustu Mediciættarinnar á Ítalíu og í skjölum frá árinu 1700 er getið um píanó sem hann smíðaði. Cristofori hélt áfram að endurbæta píanóið allt til dauðadags. Þrjú píanó Cristoforis hafa varðveist fram á okkar tíma. Þau eru öll frá þriðja áratugi 18. aldar.

Eitt af þremur varðveittum píanóum sem Cristofori smíðaði. Það er frá árinu 1722.

Píanóið var lítið þekkt til að byrja með, en á klassíska tímabilinu, og enn frekar á því rómantíska, sló það í gegn.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

...