Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 735 svör fundust
Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?
Þeir sem eru mjög léttir, til dæmis með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 20 kg/m2, þurfa ekki endilega að þyngjast ef þeir eru að öðru leyti heilbrigðir. Hinsvegar er mögulegt að þyngdin eða undirþyngdin valdi hættu á sjúkdómum og í þeim tilfellum er æskilegt að viðkomandi reyni að þyngjast. Þeir sem vilja þyngjast...
Hvaða munur er á öfund og afbrýðisemi?
Í Íslenskri orðsifjabók sem er aðgengileg hér eru hugtökin öfund og afbrýðissemi skilgreind á þennan hátt: Öfund: 'sú tilfinning að geta ekki unnt öðrum þeirra gæða sem hann nýtur.' Afbrýðisemi: 'sterk neikvæð tilfinning, s.s. sársauki eða reiði, sem kemur upp þegar annar er tekinn fram yfir mann sjálfan, ei...
Eru allir hestar sem eru albínóar blindir?
Hestar sem eru kallaðir albínóar, eða litleysingjar á íslensku, eru í raun ekki litleysingjar samkvæmt nákvæmustu skilgreiningu orðsins þar sem þeir bera alltaf eitthvað litarefni í sér. Hjá hestum eru nokkur erfðavísasæti sem ráða lit þeirra. Eitt þeirra er svokallað C-sæti. Í því geta komið fyrir tvenns konar ge...
Er þekkt að börn sem alast upp í fjöltyngdu málumhverfi sýni hegðunarvandamál?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég á barnabarn sem er tveggja ára síðan í nóv. Móðir hans er frá Rúmeníu og talar við drenginn á rúmensku. Faðirinn er íslenskur og talar við barnið á íslensku. Drengurinn er búsettur í Danmörku og er í dönskum leikskóla og svo tala foreldrarnir ensku sín á milli. Getur barnið sýnt...
Hvernig er hægt að túlka goðsöguna um Evrópu?
Þegar á 5. öld hafði sagnaritarinn Heródótos skýrt söguna um brottnám Evrópu frá Fönikíu sem táknsögu. Kríteyingar hefðu rænt Evrópu sem lið í verslunardeilu. Taldi Heródótos að Trójumenn hefðu rænt Helenu, eiginkonu Menelásar konungs í Spörtu, í hefndarskyni og tengdi þannig söguna um brottnám Evrópu við goðsögni...
Er illu best aflokið?
Það er margt sem bendir til þess að illu sé einmitt best aflokið. Eins og til dæmis að skrifa loksins þetta svar fyrir Vísindavefinn við spurningu sem barst vefnum fyrir löngu. Nokkur sannindi virðast yfirleitt felast í málsháttum. Sykurvíma páskaeggjaneyslu gæti vissulega spilað inn í sannfæringarkraft þeirra en ...
Hversu gamalt er orðið verkfall?
Verkföll í nútímaskilningi eru samofin baráttu verkafólks og annarra launþega fyrir bættum kjörum, sem mótaðist með stofnun og starfi verkalýðsfélaga í iðnríkjum Vesturlanda á 19. öld. Orðið verkfall sem heiti á þessari baráttuaðferð kemur fram í rituðum heimildum seint á 19. öld ef marka má ritmálssafn Orðabókar ...
Ná auglýsingar frekar til fólks ef frægt fólk leikur í þeim?
Samkvæmt Levine (2006) hafa meðmæli ánægðra viðskiptavina í auglýsingum tíðkast um langt skeið. Telur hann að þannig verði auglýsingarnar trúverðugri; viðtakandi (sá sem verður auglýsingarinnar var) sér að óhætt er að nota vöruna þar sem aðrir hafa gert slíkt hið sama og líkað vel. Ýmis dæmi eru svo um að þekk...
Hver var Paul Dirac og hvert var framlag hans til vísindanna?
Breski eðlisfræðingurinn Paul Adrian Maurice Dirac (f. 8. ágúst 1902 í Bristol, d. 20. október 1984 í Tallahassee, Florida) hlaut Nóbelsverðlaun ársins 1933 fyrir „nýjar og frjóar framsetningar á eðlisfræði atóma“. Hann deildi þeim með austurríkismanninum Erwin Schrödinger og við athöfnina tók Þjóðverjinn Werner H...
Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'?
Orðasambandið að tefla við páfann merkir ‘að ganga örna sinna, kúka’. Elst dæmi um það í ritmálssafni Orðabókarinnar er frá miðri 19. öld í bréfi frá Jónasi Hallgrímssyni. Af sama tagi eru orðasamböndin að heimsækja páfann, að tala við páfann og að gjalda páfanum skatt og eru þau öll yngri. Einnig er talað um að t...
Af hverju heitir generalprufa þessu nafni?
Orðið generalprufa er fengið að láni úr dönsku, generalprøve. Í dönsku er orðliðurinn general- meðal annars notaður í merkingunni 'allsherjar-' og er um þá merkingu að ræða í generalprøve. Orðið er bæði í dönsku og íslensku notað í leikhúsmáli um lokaæfingu fyrir frumsýningu leikverks. Orðið generalprufa er f...
Hver er munurinn á trölli og skessu?
Í stuttu máli eru skessur tröll, en tröll eru ekki öll skessur. Samkvæmt Íslenskri orðabók er tröll (í þjóðsögum) risi, jötunn, stórvaxin ómennsk vera í mannsmynd. Skessa er hins vegar tröllkona, sem sagt kvenkyns tröll. Þetta sama má sjá í Íslensku vættatali Árna Björnssonar en þar segir: Orðið tröll er sky...
Hver er uppruni orðsins tekjur?
Orðið tekja, oftast notað í fleirtölu tekjur, þekkist í málinu að minnsta kosti frá því seint á 18. öld. Tekja er fletta í íslensk-latneskri orðabók séra Björns Halldórssonar. Björn lést 1794 án þess að tekist hefði að koma bókinni á prent. Hún kom þó út 1814 og hafði danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask ve...
Ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvert hljóð?
Sé spurningin tekin bókstaflega hlýtur svarið einfaldlega að vera "nei". Sé engin heyrandi vera nálægt trénu sem fellur, hvorki manneskja né annað dýr, heyrist ekkert hljóð því merking orðsins "að heyrast" virðist fela í sér að einhver heyri. Hins vegar má umorða spurninguna og spyrja hvort eitthvert hljóð myndist...
Hvaða tölur koma á eftir milljón og milljarði?
Milljón er sem kunnugt er þúsund þúsundir og milljarður er þúsund milljónir. Næsta tala sem hefur sérstakt heiti í þessum stiga er billjónin sem er milljón milljónir. Síðan kemur trilljónin sem er milljón billjónir og kvadrilljón sem er milljón trilljónir. Þá kemur kvintilljón, sextilljón og svo framvegis. Forskey...