Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er illu best aflokið?

Ritstjórn Vísindavefsins

Það er margt sem bendir til þess að illu sé einmitt best aflokið. Eins og til dæmis að skrifa loksins þetta svar fyrir Vísindavefinn við spurningu sem barst vefnum fyrir löngu. Nokkur sannindi virðast yfirleitt felast í málsháttum. Sykurvíma páskaeggjaneyslu gæti vissulega spilað inn í sannfæringarkraft þeirra en þó má segja að góð vísa sé einfaldlega aldrei of oft kveðin.

Vandamálið við siðaboð málshátta er hins vegar að þau geta stangast á. „Frestur er á öllu bestur“ kann einnig að fela í sér sannleikskorn. Því er mikilvægt að hafa í huga þegar lagt er mat á sanngildi málshátta að allir hafa nokkuð til síns máls og að vandratað er meðalhófið í þessu eins og öðru.

Hugsunin á bakvið þá niðurstöðu að illu sé best aflokið er að sönnu býsna skýr. Drjúg eru morgunverkin – morgunstund gefur gull í mund – og ekki ráð nema í tíma sé tekið. Hálfnað er verk þá hafið er og við gerum okkur flest grein fyrir því að of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í. Þá virðist einnig ljóst að iðjuleysi er rót alls ills. Þegar við bætist að lengi getur vont versnað er eins gott að tefja ekki heldur nýta sér til fullnustu að nýir vendir sópa best.

Þessi komst yfir eintak af málsháttasafni Vísindavefsins. Hann er enn að velta því fyrir sér hvort illu sé virkilega best aflokið.

Fljótfærni hefur þó lengi þótt leiður löstur og ekki víst að alltaf dugi að vísa til þess að hamra skuli járnið meðan það er heitt. Það veltur því mikið á því hvers eðlis „hið illa“ er sem vísað er til. Það má kannski segja um slík hugtök eins og önnur að einn er litur allra kúa um nætur en nánari eftirgrennslan gæti þó varpað nánara ljósi á við hvað er átt. Ekkert er svo með öllu illt að ei boði gott, „í öllu finna má einn ánægjuvott“ segir í dægurlagatextanum. Til dæmis þarf ekki að vera gott að ljúka verki strax ef það sem angrar mann er hversu flókið og leiðinlegt verkefnið er. Í upphafi skyldi endinn skoða og ekki gott að ana að neinu. Það er alkunna að þeir fá byr sem bíða, flas er falli næst og gott er að hafa í huga að dropinn getur holað harðan stein. Skynsamleg úrlausn verkefnis hlýtur að vera markmið þess sem það ætlar að leysa og þá er gott að minnast þess að á skal að ósi stemma.

Ekki er því öllum þeim verkefnum sem angra okkur best aflokið og ávallt mikilvægt að hafa í huga að ekki er fullreynt í fyrsta sinn og seint flýgur krummi á kvöldin. Hægt skal að heiman aka, eins og segir einhvers staðar. Fljótfærni má aldrei hampa á kostnað ígrundunar; eftir storminn lifir aldan og ekki víst að það sem aflokið á vera hverfi svo glatt af verkefnalistanum. En þá er einnig hægt að hugga sig við að öll él birtir upp um síðir.

Að lokum minnum við svo á að þetta er föstudagssvar, þótt á miðvikudegi sé birt. Taka ber vel tíma hverjum og hér sannast enn á ný að engin ósköp standa lengi, enda tekur allt enda um síðir!

Mynd:

Útgáfudagur

16.4.2014

Spyrjandi

Reynir Freyr Reynisson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er illu best aflokið?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2014, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59514.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2014, 16. apríl). Er illu best aflokið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59514

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er illu best aflokið?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2014. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59514>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er illu best aflokið?
Það er margt sem bendir til þess að illu sé einmitt best aflokið. Eins og til dæmis að skrifa loksins þetta svar fyrir Vísindavefinn við spurningu sem barst vefnum fyrir löngu. Nokkur sannindi virðast yfirleitt felast í málsháttum. Sykurvíma páskaeggjaneyslu gæti vissulega spilað inn í sannfæringarkraft þeirra en þó má segja að góð vísa sé einfaldlega aldrei of oft kveðin.

Vandamálið við siðaboð málshátta er hins vegar að þau geta stangast á. „Frestur er á öllu bestur“ kann einnig að fela í sér sannleikskorn. Því er mikilvægt að hafa í huga þegar lagt er mat á sanngildi málshátta að allir hafa nokkuð til síns máls og að vandratað er meðalhófið í þessu eins og öðru.

Hugsunin á bakvið þá niðurstöðu að illu sé best aflokið er að sönnu býsna skýr. Drjúg eru morgunverkin – morgunstund gefur gull í mund – og ekki ráð nema í tíma sé tekið. Hálfnað er verk þá hafið er og við gerum okkur flest grein fyrir því að of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í. Þá virðist einnig ljóst að iðjuleysi er rót alls ills. Þegar við bætist að lengi getur vont versnað er eins gott að tefja ekki heldur nýta sér til fullnustu að nýir vendir sópa best.

Þessi komst yfir eintak af málsháttasafni Vísindavefsins. Hann er enn að velta því fyrir sér hvort illu sé virkilega best aflokið.

Fljótfærni hefur þó lengi þótt leiður löstur og ekki víst að alltaf dugi að vísa til þess að hamra skuli járnið meðan það er heitt. Það veltur því mikið á því hvers eðlis „hið illa“ er sem vísað er til. Það má kannski segja um slík hugtök eins og önnur að einn er litur allra kúa um nætur en nánari eftirgrennslan gæti þó varpað nánara ljósi á við hvað er átt. Ekkert er svo með öllu illt að ei boði gott, „í öllu finna má einn ánægjuvott“ segir í dægurlagatextanum. Til dæmis þarf ekki að vera gott að ljúka verki strax ef það sem angrar mann er hversu flókið og leiðinlegt verkefnið er. Í upphafi skyldi endinn skoða og ekki gott að ana að neinu. Það er alkunna að þeir fá byr sem bíða, flas er falli næst og gott er að hafa í huga að dropinn getur holað harðan stein. Skynsamleg úrlausn verkefnis hlýtur að vera markmið þess sem það ætlar að leysa og þá er gott að minnast þess að á skal að ósi stemma.

Ekki er því öllum þeim verkefnum sem angra okkur best aflokið og ávallt mikilvægt að hafa í huga að ekki er fullreynt í fyrsta sinn og seint flýgur krummi á kvöldin. Hægt skal að heiman aka, eins og segir einhvers staðar. Fljótfærni má aldrei hampa á kostnað ígrundunar; eftir storminn lifir aldan og ekki víst að það sem aflokið á vera hverfi svo glatt af verkefnalistanum. En þá er einnig hægt að hugga sig við að öll él birtir upp um síðir.

Að lokum minnum við svo á að þetta er föstudagssvar, þótt á miðvikudegi sé birt. Taka ber vel tíma hverjum og hér sannast enn á ný að engin ósköp standa lengi, enda tekur allt enda um síðir!

Mynd:

...