- Óslitin úrkoma á athugunartíma er það kallað þegar engin uppstytta hefur orðið síðasta klukkutímann og ekki er talið að skúra- eða éljaský séu á lofti.
- Úrkoma með uppstyttum er það kallað þegar úrfellið hefur ekki varað látlaust síðasta klukkutímann, en þrátt fyrir það að upp hafi stytt hefur verið þykkt loft og lítil breyting orðið á skýjum. Engin skúra- eða éljaský hafa sést.
- Skúra- og éljaveður er úrkomuveður nefnt þegar uppstytta, ein eða fleiri, hefur orðið á síðustu klukkustund og um leið hefur birt verulega í lofti, stundum svo sést í heiðan himinn, úrkoman byrjar og endar oftast snögglega og úrkomumagnið tekur snöggum breytingum. Skúrir og él falla úr skúra- og éljaskýjum og úrkomumagnið breytist snöggt þegar skýin þróast og færast til.
- Dumpaday.com. Sótt 5. 6. 2012.
Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað þarf él að standa lengi til að það sé orðið að snjókomu? Oft spá veðurfræðingar éljagangi og stundum snjókomu, hvar liggja mörkin?