Orðið tröll er skylt sögninni að trylla og í elstu dæmum er það einkum haft um illvættir eða fjölkynngismenn og brúkað sem skammaryrði. Mjög snemma er þó tekið að nota orðið um bergbúa þar sem karlinn heitir einnig jötunn, risi og þurs, en kerlingin flagð, gýgur og skessa. Sú merking er löngu orðin allsráðandi. Þau eru í mannsmynd en langtum stærri og hrikalegri og stundum talin einhvers konar eldri kynstofn en mennirnir.Heimildir og mynd:
- Íslensk orðabók, 2. útgáfa. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Reykjavík, Bókaútgáfa menningarsjóðs, 1988.
- Árni Björnsson. Íslenskt vættatal. Reykjavík, Mál og menning, 1990.
- Mynd: Free photo: Control, Gnome, Troll - Free Image on Pixabay - 785555. (Sótt 31.05.2018).