Ég á barnabarn sem er tveggja ára síðan í nóv. Móðir hans er frá Rúmeníu og talar við drenginn á rúmensku. Faðirinn er íslenskur og talar við barnið á íslensku. Drengurinn er búsettur í Danmörku og er í dönskum leikskóla og svo tala foreldrarnir ensku sín á milli. Getur barnið sýnt hegðunarvanda vegna allra tungumálanna?Tungumál eru tæki sem við notum til samskipta, tjáningar og náms. Tungumál eru einnig hluti af sjálfsmynd okkar. Í raun er fjöltyngi ráðandi þáttur í samfélagi manna, enda tala um 70% jarðarbúa dags daglega fleiri en eitt tungumál. Fjöltyngi er ekki „greining“, eins og átt er við þegar einstaklingur er „greindur“ með sjúkdóm eða heilkenni. Fjöltyngi hefur alls ekki í för með sér vitsmunalega galla né frávik í félagslegum skilningi. Hins vegar getur umhverfið haft áhrif á það hvernig tungumál og notendur þeirra eru metin. Tungumál geta einnig verið notuð sem valdatæki í samskiptum, til dæmis þegar einstaklingum sem hafa ekki fullkomin tök á meirihlutatungumálinu er mismunað. Ef barn sýnir hegðunarvandamál, þarf að skoða vel hvaða þættir valda því.
- De Houwer, A. (2019). Harmonious bilingualism: Well-being for families in bilingual settings. Í S. Eisenchlas & A. Schalley (ritst.), Handbook of social and affective factors in home language maintenance and development. Mouton de Gruyter.
- Weber, J.-J. (2015). Language racism. Palgrave Macmillan. https://doi.org/10.1057/9781137531070.0001.
- Children playing with bubbles - Free Image by Manjesh on PixaHive.com. (Sótt 15.02.2021).