Sólin Sólin Rís 07:29 • sest 19:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:40 • Sest 19:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:01 • Síðdegis: 22:41 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:29 • sest 19:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:40 • Sest 19:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:01 • Síðdegis: 22:41 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins tekjur?

Guðrún Kvaran

Orðið tekja, oftast notað í fleirtölu tekjur, þekkist í málinu að minnsta kosti frá því seint á 18. öld. Tekja er fletta í íslensk-latneskri orðabók séra Björns Halldórssonar. Björn lést 1794 án þess að tekist hefði að koma bókinni á prent. Hún kom þó út 1814 og hafði danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask verið fenginn til að bæta við dönskum skýringum.

Frá svipuðum tíma og íslensk-latneskt handrit Björns er elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans (1780):

i hvøria [þ.e. bók[ hann […] riti allar Felagsins Tekiur og Kostnat.

Merking orðsins tekja er ‘taka; eitthvað sem tekið er’ en einnig ‘laun, afgjöld’. Að baki liggur sögnin að taka.

Heimildir:
  • Björn Halldórsson: Lexicon Islandico-Latino-Danicum Biörnonis Haldorsonii. Bjørn Haldorsens islandske Lexikon. Havniæ [Kaupmannahöfn] 1814.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 19. júní 2024).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.8.2024

Spyrjandi

Mörður Finnbogason

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins tekjur?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2024, sótt 28. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86772.

Guðrún Kvaran. (2024, 26. ágúst). Hver er uppruni orðsins tekjur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86772

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins tekjur?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2024. Vefsíða. 28. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86772>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins tekjur?
Orðið tekja, oftast notað í fleirtölu tekjur, þekkist í málinu að minnsta kosti frá því seint á 18. öld. Tekja er fletta í íslensk-latneskri orðabók séra Björns Halldórssonar. Björn lést 1794 án þess að tekist hefði að koma bókinni á prent. Hún kom þó út 1814 og hafði danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask verið fenginn til að bæta við dönskum skýringum.

Frá svipuðum tíma og íslensk-latneskt handrit Björns er elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans (1780):

i hvøria [þ.e. bók[ hann […] riti allar Felagsins Tekiur og Kostnat.

Merking orðsins tekja er ‘taka; eitthvað sem tekið er’ en einnig ‘laun, afgjöld’. Að baki liggur sögnin að taka.

Heimildir:
  • Björn Halldórsson: Lexicon Islandico-Latino-Danicum Biörnonis Haldorsonii. Bjørn Haldorsens islandske Lexikon. Havniæ [Kaupmannahöfn] 1814.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 19. júní 2024).

Mynd:...