Ólafur Davíðsson þjóðsagna- og þjóðháttasafnari nefnir í riti sínu Skemtanir (1888–92:275) samböndin að tefla við páfann, tefla við hana tófu og að tefla við Þóri ,,sem alt er sama og að leysa buxurnar“ eins og hann komst að orði en merkingin er hin sama og áður var nefnd. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals er einnig nefnt sambandið að tefla við Bárð. Orðasambandið tefla við páfann virðist ekki eiga sér samsvaranir annars staðar en hugsanlegt er að það sé eldra en ritaðar heimildir segja til um og að með því hafi átt að sýna páfanum óvirðingu eftir siðskiptin. Sú beina merking hvarf síðar og orðasamböndin voru og eru enn mörg þeirra notuð í gamansömum tón án beinnar tilvísunar til páfans (eða annarra). Tengd svör á Vísindavefnum: Mynd:
Ólafur Davíðsson þjóðsagna- og þjóðháttasafnari nefnir í riti sínu Skemtanir (1888–92:275) samböndin að tefla við páfann, tefla við hana tófu og að tefla við Þóri ,,sem alt er sama og að leysa buxurnar“ eins og hann komst að orði en merkingin er hin sama og áður var nefnd. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals er einnig nefnt sambandið að tefla við Bárð. Orðasambandið tefla við páfann virðist ekki eiga sér samsvaranir annars staðar en hugsanlegt er að það sé eldra en ritaðar heimildir segja til um og að með því hafi átt að sýna páfanum óvirðingu eftir siðskiptin. Sú beina merking hvarf síðar og orðasamböndin voru og eru enn mörg þeirra notuð í gamansömum tón án beinnar tilvísunar til páfans (eða annarra). Tengd svör á Vísindavefnum: Mynd: