Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða munur er á öfund og afbrýðisemi?

Fróði Guðmundur Jónsson

Í Íslenskri orðsifjabók sem er aðgengileg hér eru hugtökin öfund og afbrýðissemi skilgreind á þennan hátt:
  • Öfund: 'sú tilfinning að geta ekki unnt öðrum þeirra gæða sem hann nýtur.'
  • Afbrýðisemi: 'sterk neikvæð tilfinning, s.s. sársauki eða reiði, sem kemur upp þegar annar er tekinn fram yfir mann sjálfan, einkum í nánu sambandi.'

Öfund (e. envy) og afbrýðisemi (e. jealousy) vekja því upp líkar tilfinningar en eru ekki sama fyrirbærið. Í almennu tali er ekki alltaf greint á milli hugtakanna en einfaldast er að útskýra muninn á þann hátt að öfund tekur aðeins til tveggja einstaklinga en afbrýðissemi til þriggja.

Öfund og afbrýðisemi vekja upp líkar tilfinningar en eru ekki sama fyrirbærið. Olíumálverkið á myndinni er eftir Haynes King og kallast Jealousy and Flirtation (1874).

Þegar einstakling A skortir hæfni eða eiginleika sem einstaklingur B býr yfir og annað hvort vildi að hann sjálfur hefði þann eiginleika eða að hinn skorti hann einnig, þá öfundar einstaklingur A einstakling B. Öfund vaknar alls ekki í öllum slíkum tilfellum, heldur oftast þegar eiginleikinn er mikilvægur í skilgreiningu manns á sjálfum sér. Öfund einkennist iðulega af því sem mætti kalla samsuðu tilfinninga, til að mynda minnimáttarkennd, löngun og hatri (e. ill will).

Afbrýðisemi á sér hins vegar einungis stað í samböndum fólks; ástar- eða vinasamböndum til dæmis. Þegar einstaklingur A hræðist að missa samband við einstakling B til einstaklings C upplifir einstaklingur A afbrýðisemi. Afbrýðisemi getur vakið upp tilfinningar eins og hræðslu, kvíða og reiði.

Bandarísku sálfræðingarnir Parrott og Smith (1993) gefa tvær mögulegar skýringar fyrir því að hugtökunum er oft ruglað saman. Sú fyrri snýr að enskri tungu, en í ensku getur orðið jealousy (afbrýðisemi) þýtt bæði jealousy og envy (öfund). Síðari skýringin er samsláttur öfundar og afbrýðisemi, oft í ástarsamböndum. Þegar maki einstaklings sýnir þriðja aðila athygli, þá getur það bæði valdið afbrýðisemi (hræðslu við að missa sambandið) og öfund út í þann sem athyglina fær (því sá hefur kannski eiginleika sem einstaklinginn skortir og finnst mikilvægur).

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Parrott,. W. G. og Smith, R. H. (1993). Distinguishing the experiences of envy and jealousy. Journal of Personality and Social Psychology, 64(6), 906-920.

Mynd:

Höfundur

Fróði Guðmundur Jónsson

B.S. í sálfræði

Útgáfudagur

8.10.2019

Spyrjandi

Emma Sól Jónsdóttir

Tilvísun

Fróði Guðmundur Jónsson. „Hvaða munur er á öfund og afbrýðisemi?“ Vísindavefurinn, 8. október 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77576.

Fróði Guðmundur Jónsson. (2019, 8. október). Hvaða munur er á öfund og afbrýðisemi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77576

Fróði Guðmundur Jónsson. „Hvaða munur er á öfund og afbrýðisemi?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77576>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða munur er á öfund og afbrýðisemi?
Í Íslenskri orðsifjabók sem er aðgengileg hér eru hugtökin öfund og afbrýðissemi skilgreind á þennan hátt:

  • Öfund: 'sú tilfinning að geta ekki unnt öðrum þeirra gæða sem hann nýtur.'
  • Afbrýðisemi: 'sterk neikvæð tilfinning, s.s. sársauki eða reiði, sem kemur upp þegar annar er tekinn fram yfir mann sjálfan, einkum í nánu sambandi.'

Öfund (e. envy) og afbrýðisemi (e. jealousy) vekja því upp líkar tilfinningar en eru ekki sama fyrirbærið. Í almennu tali er ekki alltaf greint á milli hugtakanna en einfaldast er að útskýra muninn á þann hátt að öfund tekur aðeins til tveggja einstaklinga en afbrýðissemi til þriggja.

Öfund og afbrýðisemi vekja upp líkar tilfinningar en eru ekki sama fyrirbærið. Olíumálverkið á myndinni er eftir Haynes King og kallast Jealousy and Flirtation (1874).

Þegar einstakling A skortir hæfni eða eiginleika sem einstaklingur B býr yfir og annað hvort vildi að hann sjálfur hefði þann eiginleika eða að hinn skorti hann einnig, þá öfundar einstaklingur A einstakling B. Öfund vaknar alls ekki í öllum slíkum tilfellum, heldur oftast þegar eiginleikinn er mikilvægur í skilgreiningu manns á sjálfum sér. Öfund einkennist iðulega af því sem mætti kalla samsuðu tilfinninga, til að mynda minnimáttarkennd, löngun og hatri (e. ill will).

Afbrýðisemi á sér hins vegar einungis stað í samböndum fólks; ástar- eða vinasamböndum til dæmis. Þegar einstaklingur A hræðist að missa samband við einstakling B til einstaklings C upplifir einstaklingur A afbrýðisemi. Afbrýðisemi getur vakið upp tilfinningar eins og hræðslu, kvíða og reiði.

Bandarísku sálfræðingarnir Parrott og Smith (1993) gefa tvær mögulegar skýringar fyrir því að hugtökunum er oft ruglað saman. Sú fyrri snýr að enskri tungu, en í ensku getur orðið jealousy (afbrýðisemi) þýtt bæði jealousy og envy (öfund). Síðari skýringin er samsláttur öfundar og afbrýðisemi, oft í ástarsamböndum. Þegar maki einstaklings sýnir þriðja aðila athygli, þá getur það bæði valdið afbrýðisemi (hræðslu við að missa sambandið) og öfund út í þann sem athyglina fær (því sá hefur kannski eiginleika sem einstaklinginn skortir og finnst mikilvægur).

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Parrott,. W. G. og Smith, R. H. (1993). Distinguishing the experiences of envy and jealousy. Journal of Personality and Social Psychology, 64(6), 906-920.

Mynd:

...