Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6137 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hverjir voru forfeður kríunnar?

Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Svonefndur öglir (Archaeopteryx) er best þekkti frumfuglinn og við getum þess vegna sagt að öglir sé forfaðir kríunnar. Öglir eins og listamaður ímyndar sér að hann hafi litið út. Öglir var um 25 cm hár þegar hann stóð uppréttur. Öglir var fiðraður en hann gat að öll...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru forfeður Trójumanna?

Trója hét öðru nafni Ilíonsborg eða Ilion og á eldra málstigi *Wilios. En það mun vera sama borgin og borgin Wilusa sem þekkt er úr hittitískum heimildum. Hittítaveldið var öflugt ríki í Litlu-Asíu frá 18. öld til 12. aldar f.Kr. Veldi þeirra náði yfir stærstan hluta Litlu-Asíu, norðvesturhluta Sýrlands og hluta a...

category-iconHugvísindi

Hver voru systkini Seifs?

Seifur var yngstur sex systkina. Hin fimm voru Hera kona Seifs en hún var drottning himinsins og verndari hjónabandsins og kvenna, Póseidon sem var sjávarguð Grikkja, Hades guð undirheima, Demetra gyðja akuryrkju og móðurgyðja Grikkja og Hestía sem var heimilisgyðja en hún var lítið dýrkuð í Grikklandi. Seifur o...

category-iconHugvísindi

Hverjar voru meginástæður vesturferðanna?

Vesturferðir Íslendinga voru mestar á tímabilinu 1870-1914 þegar um 15.000 manns settust að í Norður-Ameríku. Þær voru hluti af stórfelldum þjóðflutningum sem áttu sér stað frá Evrópu til Ameríku en talið er að um 52 milljónir hafi flust yfir hafið frá 1846 til 1914. Ástæður vesturferða Evrópumanna voru margar, sv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað voru mammútar þungir?

Vísindamenn hafa greint að minnsta kosti 14 tegundir loðfíla eða mammúta. Flestar þessara tegunda voru áþekkar asíska fílnum (Elephantus maximus) að stærð, um 2,5-4 m á herðakamb, en nokkru þyngri en sá asíski eða 6-8 tonn. Lesa má meira um asíska fílinn í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt m...

category-iconStjórnmálafræði

Hverjar voru orsakir Kóreustríðsins?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað orsakaði Kóreustríðið? (Hvers vegna braust stríðið út?) Ekki eru allir á einu máli um hvað réð mestu um upphaf Kóreustríðsins en hægt er að rekja það til samspils fjögurra meginþátta:Yfirráða Japana í Kóreu á árunum 1910-1945;Hugmyndafræðilegs ágreinings Sovétríkjanna...

category-iconStærðfræði

Voru víkingarnir með tölukerfi?

Spurning Veigars hljóðaði svona: Voru víkingarnir með tölukerfi? Ef svo er hvernig var það? Víkingaöld er tímabil í sögu Norður-Evrópu sem nær frá árinu 793 til 1066. Víkingaöldinni er oft skipt í þrjú tímaskeið. Miðskeiðið 850 – 1000 er kennt við landnám norrænna manna. Ísland var numið af víkingum á níund...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru til strigaskór 1918?

Svarið er að það voru til strigaskór árið 1918 en þeir voru ekki endilega eins og strigaskórnir sem við þekkjum í dag. Ef marka má auglýsingar í íslenskum blöðum er ljóst að sumir Íslendingar höfðu haft kynni af strigaskóm, vel fyrir árið 1918. Í auglýsingu Andr. Rasmussen á Seyðisfirði í blaðinu Austra í júní ...

category-iconSálfræði

Eru allir hlutar heilans lífsnauðsynlegir?

Heilastofninn (e. brain stem) er líklega sá hluti heilans sem er hvað lífsnauðsynlegastur. Skemmdir í honum geta dregið fólk til dauða enda finnast þar ýmsar heilastöðvar sem stjórna til dæmis öndun og hjartslætti. Heilastofninn er þróunarfræðilega gamall og einhvers konar heilastofn finnst í mörgum mismunandi dýr...

category-iconHugvísindi

Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir? Hvers vegna? Hvaða íþróttir voru þá?

Ólympíuleikarnir eru grískir að uppruna og voru meðal fjögurra stórra íþróttakappleikja sam haldnir voru reglubundið í Grikklandi til forna. Elsti skráði sigurvegari á Ólympíuleikum er kokkurinn Kóróbeus frá Elís, sem vann kapphlaup árið 776 fyrir Krist. Almennt er talið að þá hafi leikarnir verið hið minnsta 500 ...

category-iconHugvísindi

Hvað voru uppfinningar Leonardós da Vincis margar og hverjar voru þær?

Í bókaflokknum Discworld eftir rithöfundinn Terry Pratchett kemur fyrir skringileg persóna, Leonardó frá Quirm. Hann er geysifrægur málari sem sendir frá sér uppfinningar á færibandi, allt frá espressó-kaffivélum til kafbáta. Flestar eru vélarnar þó hræðilegar vítisvélar, manndrápstæki til að murka lífið úr óvinin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Úr hverju er augað?

Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið lýst líffræði augans? Eins og önnur líffæri er augað gert úr mörgum mismunandi vefjum. Augað sjálft er knöttur úr þremur lögum og er um 2,5 cm í þvermál. Ysta lagið er trefjahjúpur (e. fibrous tunic) sem er gerður úr glæru (e. cornea) að framan og hvítu (e. sclera...

category-iconSálfræði

Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir?

Hugmyndin um varnarhætti á uppruna sinn í sálfræðikenningum sálgreinandans Sigmunds Freuds (1856-1939) og var síðar þróuð áfram af dóttur hans, Önnu Freud (1895-1982), sem einnig var sálgreinandi. Kenningar Freuds (og annarra sálgreinenda), þar á meðal um varnarhættina, eru vægast sagt umdeildar innan sálfræði og ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Einar Árnason rannsakað?

Einar Árnason er prófessor í þróunarfræði og stofnerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar einnig við Lífveru- og þróunarfræðideild Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknir Einars snúast um krafta þróunar. Þeir eru náttúrlegt val sem leiðir oft til aðlögunar lífvera að umhve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað heita tungl Júpíters, hvað eru þau þung, hvað eru þau stór og hvað eru þau mörg?

Samkvæmt nýjustu upplýsingum (í mars 2021) ganga að minnsta kosti 79 þekkt tungl umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter. Af þeim hafa 53 fengið opinber nöfn en hin ekki. Tungl Júpíters skiptast í tvo hópa, óregluleg og regluleg. Reglulegu tunglin eru átta talsins. Þau sveima öll á reglulegum spor...

Fleiri niðurstöður