Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru allir hlutar heilans lífsnauðsynlegir?

Heiða María Sigurðardóttir

Heilastofninn (e. brain stem) er líklega sá hluti heilans sem er hvað lífsnauðsynlegastur. Skemmdir í honum geta dregið fólk til dauða enda finnast þar ýmsar heilastöðvar sem stjórna til dæmis öndun og hjartslætti. Heilastofninn er þróunarfræðilega gamall og einhvers konar heilastofn finnst í mörgum mismunandi dýrategundum.

Heilaskemmdir eru aftur á móti alls ekki lífshættulegar í öllum tilfellum. Ekki er auðvitað þar með sagt að þær hafi engin áhrif! Skemmd í frumsjónberki (e. primary visual cortex) getur til dæmis valdið svokallaðri blindsýn (e. blindsight) þar sem fólk segist ekkert sjá en getur samt brugðist við sjónrænum áreitum án þess að vera meðvitað um þau!

Á myndinni sjást þrír hlutar heilastofns. Skemmdir í heilastofni geta dregið fólk til dauða enda finnast þar ýmsar heilastöðvar sem stjórna öndun og hjartslætti.

Áhrif heilaskemmda geta gefið taugasálfræðingum mikilvægar upplýsingar um starfsemi heilans. Stundum hefur fólk meira að segja viljandi skemmt tiltekna hluta heilans, til dæmis til þess að stemma stigu við óviðráðanlegri flogaveiki eða til að lina andlegar þjáningar fólks. Hægt er að lesa meira um slíkar skurðaðgerðir í svari sama höfundar við spurningunni Til hvers voru sálskurðlækningar eins og lóbótómía notaðar?

Mynd:

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

1.12.2014

Spyrjandi

Davíð Stefán Reynisson

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Eru allir hlutar heilans lífsnauðsynlegir?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68690.

Heiða María Sigurðardóttir. (2014, 1. desember). Eru allir hlutar heilans lífsnauðsynlegir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68690

Heiða María Sigurðardóttir. „Eru allir hlutar heilans lífsnauðsynlegir?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68690>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru allir hlutar heilans lífsnauðsynlegir?
Heilastofninn (e. brain stem) er líklega sá hluti heilans sem er hvað lífsnauðsynlegastur. Skemmdir í honum geta dregið fólk til dauða enda finnast þar ýmsar heilastöðvar sem stjórna til dæmis öndun og hjartslætti. Heilastofninn er þróunarfræðilega gamall og einhvers konar heilastofn finnst í mörgum mismunandi dýrategundum.

Heilaskemmdir eru aftur á móti alls ekki lífshættulegar í öllum tilfellum. Ekki er auðvitað þar með sagt að þær hafi engin áhrif! Skemmd í frumsjónberki (e. primary visual cortex) getur til dæmis valdið svokallaðri blindsýn (e. blindsight) þar sem fólk segist ekkert sjá en getur samt brugðist við sjónrænum áreitum án þess að vera meðvitað um þau!

Á myndinni sjást þrír hlutar heilastofns. Skemmdir í heilastofni geta dregið fólk til dauða enda finnast þar ýmsar heilastöðvar sem stjórna öndun og hjartslætti.

Áhrif heilaskemmda geta gefið taugasálfræðingum mikilvægar upplýsingar um starfsemi heilans. Stundum hefur fólk meira að segja viljandi skemmt tiltekna hluta heilans, til dæmis til þess að stemma stigu við óviðráðanlegri flogaveiki eða til að lina andlegar þjáningar fólks. Hægt er að lesa meira um slíkar skurðaðgerðir í svari sama höfundar við spurningunni Til hvers voru sálskurðlækningar eins og lóbótómía notaðar?

Mynd:

...