Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Einar Árnason rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Einar Árnason er prófessor í þróunarfræði og stofnerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar einnig við Lífveru- og þróunarfræðideild Harvardháskóla í Bandaríkjunum.

Rannsóknir Einars snúast um krafta þróunar. Þeir eru náttúrlegt val sem leiðir oft til aðlögunar lífvera að umhverfi sínu, hendingu í þróun sem verður vegna endanleika stofna, genaflæði sem tengir saman stofna og stökkbreytingar sem mynda hráefni þróunar. Einar hefur notað fjölbreyttan hóp lífvera til rannsókna. Það eru til dæmis fuglar og flugur, sniglar og menn, gersveppir og hjóldýr, ormar og fiskar. Rannsóknirnar hafa aðallega snúist um að finna fótspor þróunarkrafta í erfðaefni lífveranna. Einnig hefur svipfar lífvera verið notað í rannsóknunum svo sem fæðunám kjóans, litabreytileiki brekkubobba undir Eyjafjöllum og í Mýrdal og svörun þorsks í lengd og aldri við kynþroska við veiðum mannsins.

Rannsóknir Einars snúast um krafta þróunar, til að mynda náttúrlegt val, hendingu og stökkbreytingar.

Einar og samstarfsaðilar hans eru nú handhafar öndvegisstyrks Rannsóknasjóðs fyrir verkefnið „Stofnerfðamengisfræði þorskfiska með háa frjósemi“. Grundvallarspurning verkefnisins er hvort happdrættisæxlun einkenni lífverur sem hafa háa frjósemi (eins og þorskurinn). Með happdrættisæxlun er átt við að dreifing í fjölda afkvæma sem einstaklingar koma á legg til næstu kynslóðar líkist dreifingu vinninga í lottóinu. Til að svara þessum og öðrum spurningum verkefnisins er beitt aðferðum sameindalíffræði og erfðamengjafræði. Nýjum stærðfræðilegum líkönum við útreikninga á uppruna og tengslum gena verður beitt og tölfræðilegar aðferðir byggðar á svokölluðum „multiple merger coalescent“. Verkefnið er alþjóðlegt og samstarfsaðilar sem koma að verkefninu eru frá háskólum bæði austan hafs og vestan.

Einar er fæddur í Reykjavík 1948. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1968, BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 1972, meistaraprófi í líffræði frá McGill-háskóla í Montreal 1974, og doktorsprófi í líffræði frá Kaliforníuháskóla í Santa Barbara 1980. Hann var nýdoktor við Museum for Comparative Zoology við Harvardháskóla 1980-1982 og stundaði rannsóknir við Fogarty Foundation NIH og einnig við California Institute of Technology. Einar hefur verið gestafræðimaður við University of California í Berkeley, við Háskólann í Edinborg, við Háskólann í Lundi og þrisvar sinnum við Harvardháskóla. Einar var dósent í þróunarfræði og stofnerfðafræði við Háskóla Íslands 1981–1991 og hefur verið prófessor frá 1991.

Mynd:
  • Úr safni EÁ.

Útgáfudagur

20.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Einar Árnason rannsakað?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75936.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 20. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Einar Árnason rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75936

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Einar Árnason rannsakað?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75936>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Einar Árnason rannsakað?
Einar Árnason er prófessor í þróunarfræði og stofnerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar einnig við Lífveru- og þróunarfræðideild Harvardháskóla í Bandaríkjunum.

Rannsóknir Einars snúast um krafta þróunar. Þeir eru náttúrlegt val sem leiðir oft til aðlögunar lífvera að umhverfi sínu, hendingu í þróun sem verður vegna endanleika stofna, genaflæði sem tengir saman stofna og stökkbreytingar sem mynda hráefni þróunar. Einar hefur notað fjölbreyttan hóp lífvera til rannsókna. Það eru til dæmis fuglar og flugur, sniglar og menn, gersveppir og hjóldýr, ormar og fiskar. Rannsóknirnar hafa aðallega snúist um að finna fótspor þróunarkrafta í erfðaefni lífveranna. Einnig hefur svipfar lífvera verið notað í rannsóknunum svo sem fæðunám kjóans, litabreytileiki brekkubobba undir Eyjafjöllum og í Mýrdal og svörun þorsks í lengd og aldri við kynþroska við veiðum mannsins.

Rannsóknir Einars snúast um krafta þróunar, til að mynda náttúrlegt val, hendingu og stökkbreytingar.

Einar og samstarfsaðilar hans eru nú handhafar öndvegisstyrks Rannsóknasjóðs fyrir verkefnið „Stofnerfðamengisfræði þorskfiska með háa frjósemi“. Grundvallarspurning verkefnisins er hvort happdrættisæxlun einkenni lífverur sem hafa háa frjósemi (eins og þorskurinn). Með happdrættisæxlun er átt við að dreifing í fjölda afkvæma sem einstaklingar koma á legg til næstu kynslóðar líkist dreifingu vinninga í lottóinu. Til að svara þessum og öðrum spurningum verkefnisins er beitt aðferðum sameindalíffræði og erfðamengjafræði. Nýjum stærðfræðilegum líkönum við útreikninga á uppruna og tengslum gena verður beitt og tölfræðilegar aðferðir byggðar á svokölluðum „multiple merger coalescent“. Verkefnið er alþjóðlegt og samstarfsaðilar sem koma að verkefninu eru frá háskólum bæði austan hafs og vestan.

Einar er fæddur í Reykjavík 1948. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1968, BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 1972, meistaraprófi í líffræði frá McGill-háskóla í Montreal 1974, og doktorsprófi í líffræði frá Kaliforníuháskóla í Santa Barbara 1980. Hann var nýdoktor við Museum for Comparative Zoology við Harvardháskóla 1980-1982 og stundaði rannsóknir við Fogarty Foundation NIH og einnig við California Institute of Technology. Einar hefur verið gestafræðimaður við University of California í Berkeley, við Háskólann í Edinborg, við Háskólann í Lundi og þrisvar sinnum við Harvardháskóla. Einar var dósent í þróunarfræði og stofnerfðafræði við Háskóla Íslands 1981–1991 og hefur verið prófessor frá 1991.

Mynd:
  • Úr safni EÁ.

...