Sólarljós getur leitt til myndunar D-vítamíns ef það nær djúpt inn í húðina. D-vítamínið hjálpar til við upptöku kalks í þörmunum. Ljós húð gæti þannig verið hagkvæm á norðurslóðum þar sem ekki er mikil sól en ef til vill skortur á D-vítamíni. Ein útskýring á því af hverju mennirnir eru ekki allir eins á litinn er þess vegna sú að þeir búa á ólíkum breiddargráðum. Þetta svar byggir meðal annars á þessum svörum:
- Hvenær varð hvíti maðurinn til? eftir Agnar Helgason.
- Af hverju eru sumir menn svartir en aðrir hvítir? eftir Einar Árnason.
- Er hægt að auka melanín í líkamanum? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur.
- Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur.